— GESTAPÓ —
Þýðingar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/6/04 16:58

Já er það ekki bara. Ég er mjög sáttur við þessa þýðingu. Þá er bara að dreifa fagnaðarerindinu og negla þetta inn í vitund þjóðarinnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 27/6/04 16:58

Það gæti reynst erfitt að koma þessum breytingum í gegn, en engu að síður er þýðingin góð.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 27/6/04 17:01

Getur ekki hugsast að upphaflega hafi hann verið kallaður Robbing hood og það síðan breyst í Robin Hood?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 27/6/04 17:01

Ég hata orðið gagnsætt!

Fólk og alþjóð notar þetta um gegnsæja hluti eins og gler og það réttilega, en gagnsæir hlutir ættu að vera speglar og þessháttar.

gagnsætt = þegar þú horfir í spegil
gegnsætt = þegar þú horfir í gegnum hlut, t.d. rúðu.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 29/6/04 02:44

Er til gegnstætt og gagnstætt?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 29/6/04 08:32

Gegnstætt er önnur manneskja í spegli en þú.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 29/6/04 10:03

Ég get ekki annað en verið sammála Hakuchi og frænda hans.

Þröstur Þorpari "algjör snilld"

Hér er önnur sem ég veit ekkert hvur var að bollavelta:

brainstorming = þankaþeyr

§oldáninn af Baggalútíu •  •  Lifi andbyltingin!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/6/04 10:20

Þýðingin Þröstur Þorpari er góð og gild og góður málfræðilegur rökstuðningur fyrir henni, en meining orðsins "Þorpari" á íslensku er meira tengd orðinu "Glæpamaður" og er mjög rótgróin þannig. Auk þess er nafnið Hrói Höttur eitthvað svo ofboðslega inngróið, en hvað með Þröstur Höttur?

Enö, þessi umræða minnir mig á að nýlega var frumsýnd kvikmyndin "The Cat In The Hat" með Mike Myers. Í stað þess að notast við hina gömlu snilldarþýðingu, "Kötturinn með höttinn", með greinilegum og vel hugsuðum áhersluatkvæðum, þá ákváðu bíóstjórar að þýða titillinn beint af kúnni þ.e. "Kötturinn með hattinn".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/6/04 10:28

Ég vil minna á að Robin Hood var einmitt glæpamaður. Kannski góðhjartaður glæpamaður en glæpamaður engu að síður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég hef ákveðið að yfirtaka íslenskar þýðingar á kvikmyndum og sjá til þess að þær verði gerðar almennilega. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en þegar mynd og texti segja allsekki sömu sögu..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/6/04 10:33

Hvað kvikmyndir varðar tel ég nauðsynlegt að halda í góða íslenska hefð og titla allar spennumyndir annað hvort Á ystu nöf eða Á bláþræði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/6/04 10:35

Já, þú segir nokkuð...ætlaði einmitt að koma að því að hann var vissulega glæpamaður svona í jákvæðum skliningi, stal frá hinum ríku og gaf fátækum. Svona einskona Lalli Johns í hjarta sínu. Einu sinni hitti ég Lalla á skemmtistað og hann gaf mér fullan sígarettupakka. Stuttu síðar komst ég að því að hann hafði stolið pakkanum á barnum...

En, hvað finnst þér, Hakuchi, um Dr. Seuss þýðinguna hina?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/6/04 10:40

Kötturinn með Höttinn blívar, einfaldlega af því að þar er haldið í aðra gamla hefð í barnabókmenntum; að láta nöfn ríma. Þau verða að stuðla eða ríma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/6/04 11:56

Kötturinn með hattinn (svei !) vs. Kötturinn með höttinn er gott dæmi um að það er of algengt að íslensk nöfn þekktra persóna (líklega einkum í barnabókum, myndasögum og ævintýraefni) breytist á eigi mjög löngum tíma.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/6/04 12:06

Ætti það þá ekki að vera Köttinn með Höttinn en ekki Kötturinn með Höttinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 29/6/04 14:50

Hakuchi mælti:

Ég vil minna á að Robin Hood var einmitt glæpamaður. Kannski góðhjartaður glæpamaður en glæpamaður engu að síður.

Einnig er 'hood' stytting á 'hoodlum', þ.e.a.s. glæpamann eða þorpara. Mjög góð þýðing hjá þér, Hakuchi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/6/04 14:55

Ekki mér, heldur frænda mínum. Rétt skal vera rétt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/6/04 15:02

En Glói grimmi? Robin = Glóbrystingur og grimmi til stuðlunar?

        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: