— GESTAPÓ —
Þýðingar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 29/4/04 00:21

Það kemur oft skemmtilega út þegar enskir frasar eru þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra og ég tala nú ekki um þegar því er öfugt farið.

Til dæmis: "Núna mun skýturinn virkilega lenda í aðdáandanum"

("Now the shit is really going to hit the fan")

Einn frægur kallaði sallarólegur til baka þegar öryggisvörður á hóteli spurði hvern andskotann hann væri að fara með þessa plastfötu. Um leið og hann lyfti henni í átt til himins tilkynnti hann að hann væri að fara niður á næstu hæð í klakavélina: "It´s O.K. I was just going to get some Clakes"

Og svo náttúrulega verkamaðurinn á Keflavíkur "beisinu" sem hringdi í vinnuveitandann: "Yes,hello, I can´t come to work today...I´m sick in the head"

Fleiri góðir...?

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/04 00:23

Þessi þráður á nú frekar heima á þýðingarsvæðinu.

Man ekki eftir frasa núna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 29/4/04 00:38

gamli góði, en þreytti. It lies in the eyes upstairs a.k.a. liggur í augum uppi.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 29/4/04 18:43

hlewagastiR!

Þú ert snillingur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 29/4/04 23:16

Everybody is naked on his back unless he has a brother......

Einnig koma íslensk mannanöfn sett yfir á ensku oft afar skemmtilega út. Dæmi: Herselffucks Kidwormsdaughter. (Þarf varla að útskýra þetta nafn en bara svona fyrir blinda og heyrnarlausa...Sigríður Guttormsdóttir)

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 29/4/04 23:20

P.s. Everything is hey during hard times. Það held ég nú að maður hefði vaðið í kellingunum í veislunni hans Michaels Caine,hefði maður slengt þessum fram...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 23:22

One snickers and run for the rest - eða Eitt snickers og hlaup fyrir afganginn.

Mér þætti líka gaman að nota ,,Lífið er saltfiskur" á öðrum tungumálum.
hlewagastiR - mjög flottar þýðingar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 29/4/04 23:25

Barbie mælti:

One snickers and run for the rest - eða Eitt snickers og hlaup fyrir afganginn.

Mér þætti líka gaman að nota ,,Lífið er saltfiskur" á öðrum tungumálum.
hlewagastiR - mjög flottar þýðingar.

One Egils Appelsín and run for the rest hafði ég einmitt heyrt....Jafnvel VERRA.

Now I have been invited enough......I´m going to bed

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/4/04 23:55

Annars er nú stundum gaman að enskum ambögum Íslendinga í útlöndum. Fræg er sagan af einum sem sat á veitingahúsi og ætlaði að vera mjög kurteis við þjóninn og ávarpaði hann með þessari snilld. "uuuhh, execute me, sir...."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/4/04 08:26

hlewagastirR góður; tær snilld.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/4/04 11:14

Heyr heyr. Skal gera mitt besta til að muna þessar þýðingar og nota sem oftast.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 30/4/04 11:21

hlewagastiR mælti:

Vive baccalao est?

PWWWWWHAHAHAHAHAHA!!!

Ég er samt ‹sýgur inn úr rettunni› ...........bestur ‹blæs frá›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/4/04 14:39

Viðbót við listann frá hlewagastiR

Í síðum saur (in deep shit)

‹Roðnar og flissar eins og smástelpa›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 30/4/04 18:20

Svo er líka þessi. Nei er nú skítafýlan farin að reka við.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/5/04 18:18

pass

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 14/5/04 00:34

"He doesn´t call everything his grandmother"

Það held ég nú að maður myndi vera litinn "léttu" hornauga ef maður slengdi þessum fram í umræðum á Englandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 14/5/04 10:18

Alltaf hef ég haft unun af þýðingunni: It lies in the eyes upstairs

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 14/5/04 11:23

Svo er náttúrulega klassíkst: I´m going to live in a holy stone (ég ætla að setjast í helgan stein)

     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: