— GESTAPÓ —
Vísnagátuleikur...
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 191, 192, 193  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/4/04 22:20

Í því sem ég var að logga mig út úr Baggalút, datt mér í hug vísnagáta, hendi henni hérna inn...

Göslast yfir gras og lönd
geysist pok’á landi
sprettin taka týnist önd
tek ég upp úr blandi

Hvað á við í öllum línunum?

kíki kannski aftur við fyrir svefninn til að sjá hvort einhver er búinn að svara

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 28/4/04 22:25

Er þetta Nykur??

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/04 00:21

hehe, nei ekki er þetta Nykur...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 29/4/04 00:31

Gúmmí??

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/04 08:37

Nei...ekki var það gúmmí

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 08:40

Ok, mér dettur í hug vindur/andi.
Göslast yfir gras og lönd - vindurinn blæs víða
geysist pok’á landi - og feykir litlum pokum
sprettin taka týnist önd - alllur vindur úr manni, nær ekki andanum
tek ég upp úr blandi - vínandi
Jæja, líklega ekki rétt en gaman að giska.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/04 09:28

Þetta var ákaflega skemmtileg tilgáta hjá þér Barbie mín, en ekki það sem ég hafði í huga...kannski var þetta alltof almennt hjá mér, á kannski við um margt...
Ein vísbending:, út úr hverri setningu koma mismunandi orð og eru þau öll samsett úr orðinu sem ég er að spyrja um...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 09:44

Þakka hrósið Skabbi minn. Jæja, ég giska þá á hlaup.
Göslast yfir gras og lönd - árhlaup
geysist pok’á landi - pokahlaup - oh hvað það var skemmtilegt...
sprettin taka týnist önd - hlaupastingur
tek ég upp úr blandi - hlaup...ég er nú meiri súkkulaðikona.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/04 09:49

Rétt hjá Barbí, þú klikkar ekki á þessu...

...over and out

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 09:50

Ég fattaði það um leið og ég var búin að loka þessum glugga. ‹Roðnar og flissar eins og smástelpa›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/04 09:52

Sá það...glæsilegt, þú ert hugsuður eins og drottningin okkar, sem er oftast fyrst með svörin...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 10:00

‹roðnar hressilega, takk Skabbi›
þá ætti að vera komið að mér:

Góðum notum garði í,
giska ekki lengur,
langferð leitast oft við því
líst mér á það drengur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/04 13:43

Þessi er lúmsk, datt margt í hug, en gæti þetta verið orðið reka?

Góðum notum garði í, - reka til að moka
giska ekki lengur, - reka á gat
langferð leitast oft við því - reka, eins og rekaviðadrumbur..
líst mér á það drengur. - hmmm

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 13:49

Mjög gott en ekki alveg það sem ég var með í huga. Orðið passar við allar línurnar og þú ert ekki langt frá því, þú ert á réttri braut. Það er ýmist notað sem nafn eða sagnorð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 29/4/04 13:54

Skófla?

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 13:56

Nei reyndar ekki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 14:23

Vísbending: prófiði að breyta t.d. lið 2 í spurningu. Það gæti leitt ykkur á svarið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/04 14:31

Grafa?

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 191, 192, 193  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: