— GESTAPÓ —
Fámennt forsetaembætti
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/4/04 16:55

Vér, forseti Baggalútíu, höfum um skeið veitt athygli því alvarlega vandamáli að forsetaembættið er orðið heldur fámennt miðað við önnur embætti. Þar vantar ýmis embætti, t.d. forsetaritara, siðameistara o.fl. Að sjálfsögðu er eðlilegt að í gangi sé e.k. óformleg keppni milli embættanna um hvert þeirra sé með fjölmennasta starfsliðið.

Auglýsir forsetaembættið því hér með eftir umsóknum og ábendingum sbr. ofangreint. Að auki eru ábendingar um fleiri embætti vel þegnar, oss gæti hafa sést yfir eitthvað.

Síðast en eigi síst vantar það allra mikilvægasta sem er forsetafrú. Mun skv. heimildum er vér teljum áreiðanlegar með óformlegum hætti hafa verið stungið þar upp á Mosu frænku og tökum vér þeim hugmyndum eigi fjarri ef við rök á að styðjast

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Dr. Gottfriedsen 28/4/04 00:37

Ég skal vera forsetabílstjóri en ef ég fæ ekki benz þá verður þú að sætta þig við skriðdrekann minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/4/04 09:08

Ég man að einhvern tímann var umræða um forstjóra ÁTVB (Áfengis og Tóbaksverslun Baggalútíu), en greinilegt að sú staða er ekki til, sem stendur. Ef menn hafa í hyggju að stofna það embætti, þá get ég tekið það að mér...þrátt fyrir blautleika minn og hvar væri betra að geyma það embætti annars staðar en beint undir forsetanum, enda svallveislur forsetans alþekktar um allan heim.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/4/04 09:57

Dr. Gottfriedsen mælti:

Ég skal vera forsetabílstjóri en ef ég fæ ekki benz þá verður þú að sætta þig við skriðdrekann minn.

Vér viljum miklu frekar skriðdreka en Benz þó að vísu væri best að hafa hvorttveggja. Þér eruð hér með skipaðir forsetabílstjóri.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/4/04 09:58

Skabbi skrumari mælti:

Ég man að einhvern tímann var umræða um forstjóra ÁTVB (Áfengis og Tóbaksverslun Baggalútíu), en greinilegt að sú staða er ekki til, sem stendur. Ef menn hafa í hyggju að stofna það embætti, þá get ég tekið það að mér...þrátt fyrir blautleika minn og hvar væri betra að geyma það embætti annars staðar en beint undir forsetanum, enda svallveislur forsetans alþekktar um allan heim.

Þetta er góð hugmynd og svo vantar einnig bruggmeistara við forsetaembættið, það færi líklega vel saman við embætti forstjóra ÁTVB.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/4/04 11:21

Vladimir Fuckov mælti:

Síðast en eigi síst vantar það allra mikilvægasta sem er forsetafrú. Mun skv. heimildum er vér teljum áreiðanlegar með óformlegum hætti hafa verið stungið þar upp á Mosu frænku og tökum vér þeim hugmyndum eigi fjarri ef við rök á að styðjast

Mikil reisn væri í að verða forsetafrú, og Mosa er satt að segja dulítið svag fyrir raunvísindamönnum sem þrátt fyrir allt kann að setja orð saman almennilega.

En þyrfti hún að hætta sem hasarmálaráðherra til að þiggja þetta boð? Synd væri, því henni þykir mjög vænt um það embætti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 28/4/04 11:29

Mosa frænka mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Síðast en eigi síst vantar það allra mikilvægasta sem er forsetafrú. Mun skv. heimildum er vér teljum áreiðanlegar með óformlegum hætti hafa verið stungið þar upp á Mosu frænku og tökum vér þeim hugmyndum eigi fjarri ef við rök á að styðjast

Mikil reisn væri í að verða forsetafrú, og Mosa er satt að segja dulítið svag fyrir raunvísindamönnum sem þrátt fyrir allt kann að setja orð saman almennilega.

En þyrfti hún að hætta sem hasarmálaráðherra til að þiggja þetta boð? Synd væri, því henni þykir mjög vænt um það embætti.

Síður en svo, Mosa mín! Ég sinni enn skyldum mínum sem smekkmálaráðherra þó ég sé drottning. Það er þægilegt að geta skipt aðeins um gír endrum og sinnum. Svo er hann Hakuchi nú í fjölmörgum veigamiklum embættum, þó konungur sé.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 28/4/04 11:34

Mér þætti vænt um að fá almennilegan yfirmatreiðslumann til að elda fyrir hirðina. Þessir bölvuðu Færeyingar sem vinna hjá mér í eldhúsinu kunna ekkert nema verka skerpikjöt og selspik. Blundar ekki kokkur í einhverjum hér ? Einhver sem getur brasað almennilegan hammara og kóbaltgúllash?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/4/04 11:51

Mosa frænka mælti:

Mikil reisn væri í að verða forsetafrú, og Mosa er satt að segja dulítið svag fyrir raunvísindamönnum sem þrátt fyrir allt kann að setja orð saman almennilega.

En þyrfti hún að hætta sem hasarmálaráðherra til að þiggja þetta boð? Synd væri, því henni þykir mjög vænt um það embætti.

Líkt og Júlía benti á er þetta eigi vandamál, konungur, drottning, keisari, keisaraynja og forseti eru öll jafnframt ráðherrar og/eða embættismenn. Því fleiri titlar því betra.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/4/04 11:55

vamban mælti:

Mér þætti vænt um að fá almennilegan yfirmatreiðslumann til að elda fyrir hirðina. Þessir bölvuðu Færeyingar sem vinna hjá mér í eldhúsinu kunna ekkert nema verka skerpikjöt og selspik. Blundar ekki kokkur í einhverjum hér ? Einhver sem getur brasað almennilegan hammara og kóbaltgúllash?

Það vantar einmitt yfirmatreiðslumeistara við forsetaembættið.

Að auki er enn óskipað í eftirfarandi stöður við forsetaembættið:

Forsetaritari
Siðameistari
Einkaþjónn
Yfirflugstjóri
Yfirsmakkari

Og örugglega margar fleiri er oss hefur sést yfir.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 28/4/04 12:10

Kæri Vlad forseti.
Líst sérlega vel á fyrirhugaðann ráðahag ykkar Mosu. Megi ykkur farnast vel í embættisverkum ykkar. Eins var það tímanna tákn að þér séuð kominn með "sjóför", Baggalútia er orðinn stór! Það vakti athygli mína er ég leit yfir embættismannalistann að Konni var ritaður sýslumaður í Hrísey mér er eigi kunnugt um að slík eyja sé til er ekki átt við Frísey? Einnig hefur minn ástsæli samstarfsmaður um langt skeið Frelsishetjan sagt af sér sem forsætisráðherra og ætlar alfarið að snúa sér keisararynju hlutverki sínu, finnst mér það ákaflega falleg fyrirætlan og til eftirbreytni margri leiðtogaspúsunni að standa svona eins og klettur við hlið önnum kafins eiginmanns síns. Þess má geta að lokum að undirritaður féll í yfirlið þegar hann las embættis- og ráðamannalista Baggalútíu svo yfirþyrmandi fallegur var hann í allri sinni dýrð.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 28/4/04 13:17

Ég tek að mér embætti yfirsmakkara enda annálaður fyrir næmt þef-og bragðskin. Þá er það ákveðið!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 28/4/04 15:17
Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Dr. Gottfriedsen 28/4/04 15:20

Vladimir Fuckov mælti:

Vér viljum miklu frekar skriðdreka en Benz þó að vísu væri best að hafa hvorttveggja. Þér eruð hér með skipaðir forsetabílstjóri.

Það er fínt enda færi illa fyrir benzinum þegar ég myndi reyna að koma honum og skriðdrekanum fyrir í sömu innkeyrslunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/4/04 21:12

Vér höfum breytt embættismannalistanum þannig að Skabbi skrumari er nú forstjóri ÁTVB og yfirbruggari en vamban er yfirsmakkari. Jafnframt minnum vér á hin embættin innan forsetaembættisins og þá staðreynd að það er eigi vandamál þó þeir/þær er þeim gegna gegni jafnframt ráðherraembætti.

Síðan sjáum vér núna allt í einu að vér gleymdum einu embætti, embætti lífvarðar forsetaembættisins.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 28/4/04 22:00

Sagði einhver lífvörður?

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/4/04 23:19

Hilmar Harðjaxl mælti:

Sagði einhver lífvörður?

Já og vér lítum svo á að þér sækist eftir því embætti og eruð þér því hér með skipaðir í það með þeim fyrirvara að vér höfum eigi misskilið neitt.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 29/4/04 09:41

Gott mál. ‹Fer að raða byssum í gítartösku›

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: