— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 46, 47, 48, 49, 50  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 14/10/07 04:58

Var að horfa á A.I. alveg ótrúleg mynd, með krakkadruslunni Osmet eitthvað... ég hata fyrsta klukkutímann af myndinni en síðari hlutinn þegar komið er inn í framtíðina er svo asskoti súrealiskur að maður hreinlega verður að hrífast að honum.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 14/10/07 06:11

Já, vest að Kubrick lifði ekki aðeins lengur, ég hefði viljað sjá hana í meðförum hans.

Var að sjá Goodfellas. Mjög góð.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 18/10/07 14:00

Horfði um daginn á myndina "The birth of a nation"
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Birth_of_a_Nation
Ég mæli eindregið með því að fólk horfi á hana.
Auk þess að vera fyrsta stórmynd kvikmyndasögunnar hefur hún ómetanlegt menningarlegt gildi. Hún er vitnisburður um úr hvaða jarðvegi Bandaríkin spruttu. Myndin er enn í dag góður vitnisburður um hvernig frændur okkar í vestri líta á sjálfa sig, þrátt fyrir að amerískum þrælum nú verið skipt út fyrir aðra leikendur.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 18/10/07 18:14

Texi Everto mælti:

Horfði um daginn á myndina "The birth of a nation"
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Birth_of_a_Nation
Ég mæli eindregið með því að fólk horfi á hana.
Auk þess að vera fyrsta stórmynd kvikmyndasögunnar hefur hún ómetanlegt menningarlegt gildi. Hún er vitnisburður um úr hvaða jarðvegi Bandaríkin spruttu. Myndin er enn í dag góður vitnisburður um hvernig frændur okkar í vestri líta á sjálfa sig, þrátt fyrir að amerískum þrælum nú verið skipt út fyrir aðra leikendur.

Hvar fékkstu hana? Er hún til á DVD hérlendis? Mig hefur lengi langað að sjá þess mynd um riddara Maríu Phagan, en hvergi fundið.

Annars keypti ég mér Capra myndina War comes to America um daginn ogverð að segja að hún er helvíti góð heimild um hugsunarhátinn í júessei í kringum stríðið.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 18/10/07 18:23

Ég horfði um daginn á bíómyndina "The little shop of horrors" Gaman að heyra tónlistina á ensku og uppgötva að hún er ekkert síðri á íslensku, enda er það meistari Megas sem þýddi textana.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/07 20:01

Birth of a Nation fæst í Nexus. Í það minnsta rámar mig í að hafa séð hana þar.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 18/10/07 21:30

Hakuchi mælti:

Birth of a Nation fæst í Nexus. Í það minnsta rámar mig í að hafa séð hana þar.

Skrýtið.

Takk, Kúchí-kúchí-kúú!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 19/10/07 09:52

Mig langar að sjá myndina Lesbian Holocaust, veit einhver hvort hún verður endursýnd?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 19/10/07 11:11

Ég fór í bíó í gær með vinkonu minni og sá þar ágætis ræmu, good luck Chuck eða eitthvað þannig.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/10/07 22:04

Dularfulli maðurinn mælti:

Ég fór í bíó í gær með vinkonu minni og sá þar ágætis ræmu, good luck Chuck eða eitthvað þannig.

Aldrei hefði ég ímyndað mér að lýsingarorðið ágætur yrði notað um þessa mynd. Viðbjóðslegur hefði mér þótt líklegra að sjá í þessu samhengi. Reyndar hef ég bara litið treilerinn augum. Það var miklu meira en nóg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
fuzzy 19/10/07 22:11

Ég fór á Stardust áðan með dóttur minni. Hún var æði, ég fellti nokkrum sinnum tár.

Never borrow sorrow from tomorrow
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/07 20:31

Hið sjaldgæfa atvik átti sér stað í gær að Rúv sýndi góða og sígilda bíómynd í sjónvarpinu í gær. Það var hin yndislega gallaða (en frábæra) noir mynd A touch of Evil.

Æpandi gallinn við myndina er að Charlton Heston leikur Mexíkana, gnæfir yfir alla ammríska samleikara sína, með sína meitluðu ofurnorðurevrópsku andlitsdrætti og nennir ekki einu sinni að tala með mexíkönskum hreim. Bette Davis er undir sömu sök seld í myndinni en hún nennir þó að tala með hreim, þó svarta hárkollan sé ekki sannfærandi. Fyrir utan þessar stórkostlega misráðnu hlutverkaskipan er myndin prýðileg í alla staði. Orson Welles leikstýrir (að mestu, myndin var tekin úr höndum hans undir lokin en sterk höfundareinkenni eru á henni engu að síður) og leikur illmennið í myndinni og þar fer hann á kostum sem viðbjóðslegur fordómafullur göltur og hefur þessi persónusköpun hans oftar en ekki lent á listum yfir mestu fól kvikmyndanna. Myndatakan stelur hins vegar senunni, sérstaklega fyrsta atriðið sem er reyndar með þeim þekktari en það er langt atriði sem tekið er í einni töku og er þar allt plottið sett í gang með hávaðalátum.

Það sýnir sig hversu góð myndin er að eftir nokkrar mínútur er maður búinn að gleyma því að þarna er Charlton „Ben Húr“ Heston með skósvertu í andlitinu að reyna að vera Mexíkani. Ef það er ekki gæðastimpill, þá er það hágæðastimpill.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 22/10/07 21:59

Grágrímur mælti:

Mig langar að sjá myndina Lesbian Holocaust, veit einhver hvort hún verður endursýnd?

Ég held hún fáist í Laugarásvídeó. Allaveganna eitthvað sambærilegt.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 26/10/07 16:39

Ég sá kúrekamynd um daginn, man ekkert hvað hún hét en þar notuðu kúrekarnir ansi nýstárlegar aðferðir við að halda hlýju hvor á öðrum á köldum vetrarnóttum. Mér varð nokkuð um enda hefur einfaldur sveitamaður eins og ég ekki mikla reynslu af hvað er æskilegt eða mögulegt í þessum efnum.
Ég er þó ávallt opinn fyrir nýjungum og auglýsi hér með eftir félagsskap í næstu smölun enda farið að kólna nokkuð á Fróni. Hér á Baggalút leynist allavega einn annar kúreki, nokkuð seinheppinn þó.
Með alveg agalega lekker hatt.

‹Kaupir sér munnsprey gegn andremmu og vænan smjörhlunk›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 26/10/07 16:46

Texi Everto mælti:

Ég sá kúrekamynd um daginn, man ekkert hvað hún hét en þar notuðu kúrekarnir ansi nýstárlegar aðferðir við að halda hlýju hvor á öðrum á köldum vetrarnóttum. Mér varð nokkuð um enda hefur einfaldur sveitamaður eins og ég ekki mikla reynslu af hvað er æskilegt eða mögulegt í þessum efnum.
Ég er þó ávallt opinn fyrir nýjungum og auglýsi hér með eftir félagsskap í næstu smölun enda farið að kólna nokkuð á Fróni. Hér á Baggalút leynist allavega einn annar kúreki, nokkuð seinheppinn þó.
Með alveg agalega lekker hatt.

‹Kaupir sér munnsprey gegn andremmu og vænan smjörhlunk›

Fleiri en einn annar!
Amma er kúreki!

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 26/10/07 17:41

Texi Everto mælti:

Ég sá kúrekamynd um daginn, man ekkert hvað hún hét en þar notuðu kúrekarnir ansi nýstárlegar aðferðir við að halda hlýju hvor á öðrum á köldum vetrarnóttum. Mér varð nokkuð um enda hefur einfaldur sveitamaður eins og ég ekki mikla reynslu af hvað er æskilegt eða mögulegt í þessum efnum.
Ég er þó ávallt opinn fyrir nýjungum og auglýsi hér með eftir félagsskap í næstu smölun enda farið að kólna nokkuð á Fróni. Hér á Baggalút leynist allavega einn annar kúreki, nokkuð seinheppinn þó.
Með alveg agalega lekker hatt.

‹Kaupir sér munnsprey gegn andremmu og vænan smjörhlunk›

Var ekki nóg af fitu í hárinu á þér. En ég hef skv áreiðanlegum heimildum að þú hafir nú ekki farið nýlega í bað.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 27/10/07 04:19

Var að horfa á Reservoir Dogs og Pulp Fiction... þær hafa ekki elst sérlega vel og Travolta er einstaklega hlægilegur.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/10/07 09:58

Grágrímur mælti:

Var að horfa á Reservoir Dogs og Pulp Fiction... þær hafa ekki elst sérlega vel og Travolta er einstaklega hlægilegur.

Ha? Mér finnst þessar myndir einmitt eldast gríðarlega vel....maður gleymir því alveg að Pulp fiction er gerð '94. Að mínu mati eru það einmitt svona myndir sem eldast hvað best.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
        1, 2, 3 ... 46, 47, 48, 49, 50  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: