— GESTAPÓ —
Fyrirspurn vegna stafsetningar
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 19/8/03 22:38

Til ritstjórnar: Ég hef staðið í þeirri trú að ritstjórn Baggalúts væri mjög annt um móðurmálið og hef reyndar séð leiðréttingar við einstaka sendingar frá gestum. Því rak mig í rogastans er ég las yfir fyrstu sendingu mína eftir sumarleyfi. Þá sá ég að í orði, sem ég hafði ritað með gs var búið að setja x í staðinn. "Hugsanlega" með gs var því orðið "huxanlega". ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við› Fyrst hélt ég að ég hefði slegið þetta rangt inn en svo sá ég að Baggalútur býður upp á þann möguleika að breyta eða eyða sendingum. Ég ætlaði að leiðrétta mistök mín en sjá: Í handritinu var orðið skrifað með gs.
Því spyr ég: Hvers vegna breytist stafsetningin svona frá sendingu til birtingar?
Einu sinni var talað um hækkun í hafi, en hér mætti ef til vill tala um villumyndun í vírum.
Og af því að þessi fyrirspurn mín ætti kannski frekar heima í kvartanadeildinni vil ég enda á því að frábiðja mér að sendingum mínum sé spillt með því að setja inn í þær stafsetningarvillur og hana nú.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 25/8/03 13:53

Afsakið við réðum nýja prófarkalesara nýlega og hann er hugsanlega enn að baxa við þetta - en hann er með xm-síma, ég gæti hringt í kauða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 25/8/03 13:57

Nei heyrðu mig nú! Þetta er náttúrulega fullkomlega óþolandi!

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: