— GESTAPÓ —
Þýðingar
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 16/3/04 17:18

Ási klikkar ekki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 16/3/04 17:44

Né heldur Ace.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 16/3/04 18:39

Kormákur Hálfdán mælti:

Texti á sjónvarpsefni enskumælandi þjóða fer yfirleitt afskaplega í taugarnar á mér. Væri ekki betra að henda honum á síðu 888 í textavarpinu og láta okkur hin fá að njóta skjámyndarinnar eins og hún er?

Texti á sjónvarpsefni Norrænna þjóða fer í taugarnar á mér og mörgum öðrum. Best væri að hafa hann á síðu 888 í textavarpinu og láta okkur fá að njóta skjámyndarinnar eins og hún er.

Spænska er útbreiddasta tungumál í hinum vestræna heimi og því fáránlegt að eyðileggja þesslenskt myndefni með texta. Skellum textanum við það á 888.

Sama gildir um franskt og þýskt efni og reyndar miklu, miklu fleira (ekki þetta með útbreiðsluna samt). Setjum alla helvítis textana á 888 í textavarpinu. Verða þá ekki allir glaðir?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 16/3/04 22:48

Þú segir nokkuð

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 17/3/04 09:37

Mikið eruð þið kvartsárir!

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 17/3/04 10:52

Skammkell mælti:

Kormákur Hálfdán mælti:

Texti á sjónvarpsefni enskumælandi þjóða fer yfirleitt afskaplega í taugarnar á mér. Væri ekki betra að henda honum á síðu 888 í textavarpinu og láta okkur hin fá að njóta skjámyndarinnar eins og hún er?

Texti á sjónvarpsefni Norrænna þjóða fer í taugarnar á mér og mörgum öðrum. Best væri að hafa hann á síðu 888 í textavarpinu og láta okkur fá að njóta skjámyndarinnar eins og hún er.

Spænska er útbreiddasta tungumál í hinum vestræna heimi og því fáránlegt að eyðileggja þesslenskt myndefni með texta. Skellum textanum við það á 888.

Sama gildir um franskt og þýskt efni og reyndar miklu, miklu fleira (ekki þetta með útbreiðsluna samt). Setjum alla helvítis textana á 888 í textavarpinu. Verða þá ekki allir glaðir?

En ég er ekki með sjónvarp með textavarpi ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Dr. Zoidberg heilbrigðisráðherrann sem er hættur að skrifa með uppsilóni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 17/3/04 11:27

Dr Zoidberg mælti:

En ég er ekki með sjónvarp með textavarpi
‹Brestur í óstöðvandi grát›

Ekki ég heldur. Þetta voru hártoganir hjá mér og skot á Kormák.
‹Grætur Doktornum til samlætis. Grætur enn meira þegar hann man eftir því að sjónvarpið hans er mono auk þess að vera textavarpslaust.[s]›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/3/04 12:05

Kormákur Hálfdán mælti:

Texti á sjónvarpsefni enskumælandi þjóða fer yfirleitt afskaplega í taugarnar á mér. Væri ekki betra að henda honum á síðu 888 í textavarpinu og láta okkur hin fá að njóta skjámyndarinnar eins og hún er?

Fyrir þá sem eru með textavarp... síða 566 á að geta falið texta fyrir þá sem það vilja, veit ekki hvort það virkar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 17/3/04 15:27

Vælukjóar
Verið þið bara fegnir að sjónvarpsefni er ekki döbbað eins og tíðkast í mörgum Evrópuþjóðum.

Munið þið bara hvernig það var þegar þeir fóru að íslenska Malcolm í Miðið!

‹Hryllir sig›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 17/3/04 16:06

‹Ælir blóði við tilhugsunina...›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/3/04 17:18

Flestir vita að bókin "Gone With The Wind" eftir Margareth Mitchell nefnist "Á Hverfanda Hveli" í íslenskri þýðingu og einhverntíma heyrði ég að sá umdeildi rithöfundur Kristmann Guðmundsson hafi nefnt bókina "Borin Burt Með Blænum". Ég meina: Hvor titilþýðingin er betri??

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 17/3/04 17:25

Tinni mælti:

Flestir vita að bókin "Gone With The Wind" eftir Margareth Mitchell nefnist "Á Hverfanda Hveli" í íslenskri þýðingu og einhverntíma heyrði ég að sá umdeildi rithöfundur Kristmann Guðmundsson hafi nefnt bókina "Borin Burt Með Blænum". Ég meina: Hvor titilþýðingin er betri?

Skelfing er að sjá þetta! Það er kolvitlaust að hafa stóran staf í öllum orðum í titlum; það er enska. Sveiattan! ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 17/3/04 18:06

Ekki er þetta nú í fyrsta sinn sem slík umræða kemur upp. Ég held mig bara við það svar sem ég hef gefið áður, í einum þætti af hinum klassísku þáttum um Simpson fjölskylduna segir Bart Simpson orðrétt "Hay karamba", íslenska þýðingin var "búmsarabúms".

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 17/3/04 18:28

Besta þýðingin á hvað amynd sem er myndi vera titillinn "Á bláþræði."
Klikkar aldrei. "Á yztu nöf' er líka fínn titill.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/3/04 20:16

Tinni mælti:

Flestir vita að bókin "Gone With The Wind" eftir Margareth Mitchell nefnist "Á Hverfanda Hveli" í íslenskri þýðingu og einhverntíma heyrði ég að sá umdeildi rithöfundur Kristmann Guðmundsson hafi nefnt bókina "Borin Burt Með Blænum". Ég meina: Hvor titilþýðingin er betri?

Væri ekki einfaldast að þýða titil þessarar bókar svona? "Fokin"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/3/04 20:19

Hvað bíómyndina varðar myndi ég halda í hefðina og skýra Gone With the Wind heitinu Á ystu nöf (eða á Bláþræði).

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 17/3/04 22:25

Grimmis mælti:

Vælukjóar
Verið þið bara fegnir að sjónvarpsefni er ekki döbbað eins og tíðkast í mörgum Evrópuþjóðum.

Já þú hefur nokkuð fyrir þér. Auðvitað ættum við að gleðjast yfir því að standa þessum þjóðum framar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/3/04 23:07

Ég vil að þetta verði eins og í Póllandi. Þar les einn þulur allan textann, blæbrigðalaust. Svona eins og skjáauglýsingarnar.

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: