— GESTAPÓ —
Kosningar í Bandaríkjum Norður Ameríku
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 14/3/04 02:06

Jæja, hvorn kostinn (af tvennum illum) mynduð þið kjósa?

Ég myndi alla vega ekki kjósa Georg Runna! ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 14/3/04 02:06

Gogga

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 14/3/04 02:37

Ert þú nokkuð Megawati Sukarnoputri?

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 14/3/04 10:17

Nei, því miður.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 14/3/04 10:40

En hvað með naderinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/3/04 14:59

Ég myndi kjósa Kerry. Bush er asni og því miður held ég að Nader taki fyrlgi frá Kerry frekar en asnanum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fannar 14/3/04 15:48

Nader -ekki nokkur spurning! Það er fráleitt að kjósa ekki mann og málstað sem maður trúir á vegna þess að þá fari fylgið frá einhverjum öðrum. Þetta er eins og í síðustu Alþingiskosningum þegar góðir og gildir harðlínukommúnistar eins og ég voru hvattir til að kjósa ekki Vinstri græna til að taka ekki fylgi frá Samfó... fráleitt!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/3/04 16:04

Það þarf ekki að vera kæri Fannar. Kjósendur búa ekki í eigin hugarheimi þar sem atkvæði þeirra hafa engar afleiðingar. Nader stuðningsmaður hlýtur að vita að hann á ekki fræðilegan möguleika á kjöri, þannig að hann hlýtur þá bara að trúa á málstaðinn og vill senda skilaboð naders út með stuðningi við hann.

Sjái Naderkjósandi engan mun á Bush og Kerry (sem eiga raunhæfa mögleika á kjöri) þá skipitr það engu máli. En hins vegar ef naderkjósandi sér fram á að annar kosturinn (t.d. Bush) hafi reynst skelfilega og muni reynast enn verr og langtum mun verr en Kerry mun nokkurn tímann reynast. Þá er spurning hvort hann ætti ekki að kjósa svolítið strategískt með því að velja Kerry og auka þannig líkurnar á því að fá aðeins skárri stjórn yfir sig en áður.

Þetta er eins og þegar Frakkar kusu Jacques Chirac á síðasta ári. Sósíalistar kusu hann af kappi en með óbragð í munni, af því þeir sáu að hann væri langtum skárri kostur en fasistabullan Le Pen. Ef sósíalistar hefðu bara verið trúir sínum skoðunum og málefnum, þá hefðu þeir bara skilað auðu eða kosið ekkert. En það gerðu þeir ekki, sem betur fer.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/3/04 18:06

Eins og slitið úr mínu hjarta. Kannski er erfitt að heimfæra þetta upp á íslensk stjórnmál því samteypustjórnir eru reglan hér. Þess vegna eru menn ekki að kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa flokk sem alltaf mun verða lítill og nægir að benda á Framsóknarflokkinn því til stuðnings.

Í forsetakosningum er bara einn sigurvegari og það munar oftast svo litlu að hvert atkvæði skiptir afar miklu máli. Ef ég man rétt, var um einhver hundruð atkvæði að ræða á Florida þegar Bush og glæpagengið hans stálu sigrinum þar. Létu reyndar hætta að telja þegar ljóst var að Gore myndi sigra.

Því er atkvæði greitt Nader í rauninni atkvæði greitt Bush.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/3/04 19:51

Það kom reyndar í ljós þegar málið var kannað nánar nokkru síðar að hr. Runni hafði í reynd fengið fleiri atkvæði í Florida. Að því leyti var sigrinum því eigi stolið. Aftur á móti var framkvæmd kosninganna eigi til fyrimyndar og uppsetning kjörseðilsins hér um bil eins fáránleg og mögulegt er.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 14/3/04 19:53

Sá skemmtilega frétt í Mogganum (afsakið að ég nefni þann lygamiðil hér) þess efnis að Bandaríkjamenn hefðu gagnrýnt Rússa harðlega fyrir framkvæmd forsetakosninganna þar - það er nú að kasta steinum úr glerhúsi!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/3/04 20:10

Vladimir Fuckov mælti:

Það kom reyndar í ljós þegar málið var kannað nánar nokkru síðar að hr. Runni hafði í reynd fengið fleiri atkvæði í Florida. Að því leyti var sigrinum því eigi stolið. Aftur á móti var framkvæmd kosninganna eigi til fyrimyndar og uppsetning kjörseðilsins hér um bil eins fáránleg og mögulegt er.

Já, hann kann að hafa fengið fleiri atkvæði en hafa ber í huga að fyrir kosningar var fjöldi fólks tekið út af kjörskrá af því er virðist fyrir það eitt að tileyra hópum sem alla jafna kjósa Demókrata.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 15/3/04 10:15

Haraldur Austmann mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Það kom reyndar í ljós þegar málið var kannað nánar nokkru síðar að hr. Runni hafði í reynd fengið fleiri atkvæði í Florida. Að því leyti var sigrinum því eigi stolið.

Já, hann kann að hafa fengið fleiri atkvæði en hafa ber í huga að fyrir kosningar var fjöldi fólks tekið út af kjörskrá af því er virðist fyrir það eitt að tileyra hópum sem alla jafna kjósa Demókrata.

Og ekki má gleyma því, að repúblíkunum var gjörsamlega sama um raunverulegan fjölda atkvæða í Florida og þeir gerðu sitt allra besta til að koma í veg fyrir því, að einhver myndi nokkurn tíma telja þau. Stuldur og rán, segi ég.

Annað væri að ræða hvað væri til máls að taka, þegar munurinn í kosningum er innan skekkjumarka. Hugsanlegt er, að svo hefur verið í ofanræddum kosingum. Í slíku tilfelli dygði að sjálfsögðu ekki að telja og endurtelja atkvæði. Og á því leyti hefðu repúblíkanarnir getið haft rétt fyrir sér, þegar þeir hættu talningunni .... en aðeins á því leyti. Engri tillögu var varpað fram varðandi mögulega lausn á raunverulegum galla í kerfinu.

Áfram Kerry. Áfram hvaða frambjóðandi sem er sem getur sigrað Bush. Niður með heljarhundadagaforsetann.

Og megi Nader fara bara heim og hætta að trufla fullorðna fólkið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 15/3/04 10:56

Fannar mælti:

Það er fráleitt að kjósa ekki mann og málstað sem maður trúir á vegna þess að þá fari fylgið frá einhverjum öðrum.

Einmitt. Til þess að niðurstöður kosninga gefi einhverja mynd af huga þjóðarinnar má ekki kjósa strategískt, heldur heiðarlega. Kosningar eru viðhorfskönnun, ekki kappleikur. Hins vegar bendi ég á að kosningakerfið sem við búum við er ekki sérstaklega hentugt. Raunar hefur verið sýnt fram á að hrein meirihlutakosning er það kerfi sem hvað mestum mótsögnum getur valdið og hlutfallskosning er litlu betri. Nokkur mun heppilegri kerfi hafa verið sett fram, sem eiga það sameiginlegt að gefa betri mynd af vilja kjósenda. Felst það í því að kjósandi velur ekki alltaf bara einhvern einn (og freistast þar með til þess að kjósa þannig að athvæði hans velti hlassi, frekar en að það sé korn í mæli) heldur fleiri, oft í tiltekinni röð. Sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Voting_system og http://www.fairvote.org/pr/perfectexamples.htm
Ef kanar tækju t.d. upp instant runoff kerfi, gætu menn kosið nader fyrst, en svo kerry, án þess að hafa áhyggjur af því að það hjálpaði Bush á nokkurn hátt.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 15/3/04 10:59

Vladimir Fuckov mælti:

Það kom reyndar í ljós þegar málið var kannað nánar nokkru síðar að hr. Runni hafði í reynd fengið fleiri atkvæði í Florida. Að því leyti var sigrinum því eigi stolið.

Það var þegar bróðir hans var búinn að kippa stórum demógrafískum hópi út af kjörskrá. Þetta mál er allt hið kjánalegasta.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 15/3/04 11:30

Lómagnúpur mælti:

Ef kanar tækju t.d. upp instant runoff kerfi, gætu menn kosið nader fyrst, en svo kerry, án þess að hafa áhyggjur af því að það hjálpaði Bush á nokkurn hátt.

.... en þangað til verða Bandaríkjamenn að kjósa strategískt, eins og Hakuchi og Haraldur Austmann hafa lýst fyrir ofan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/3/04 14:03

Lómagnúpur mælti:

Fannar mælti:

Það er fráleitt að kjósa ekki mann og málstað sem maður trúir á vegna þess að þá fari fylgið frá einhverjum öðrum.

Einmitt. Til þess að niðurstöður kosninga gefi einhverja mynd af huga þjóðarinnar má ekki kjósa strategískt, heldur heiðarlega. Kosningar eru viðhorfskönnun, ekki kappleikur. Hins vegar bendi ég á að kosningakerfið sem við búum við er ekki sérstaklega hentugt. Raunar hefur verið sýnt fram á að hrein meirihlutakosning er það kerfi sem hvað mestum mótsögnum getur valdið og hlutfallskosning er litlu betri. Nokkur mun heppilegri kerfi hafa verið sett fram, sem eiga það sameiginlegt að gefa betri mynd af vilja kjósenda. Felst það í því að kjósandi velur ekki alltaf bara einhvern einn (og freistast þar með til þess að kjósa þannig að athvæði hans velti hlassi, frekar en að það sé korn í mæli) heldur fleiri, oft í tiltekinni röð. Sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Voting_system og http://www.fairvote.org/pr/perfectexamples.htm
Ef kanar tækju t.d. upp instant runoff kerfi, gætu menn kosið nader fyrst, en svo kerry, án þess að hafa áhyggjur af því að það hjálpaði Bush á nokkurn hátt.

Ég kannast vel við svona kosningakerfi. Það er meingallað og þjóðernissinaður kjáni sat í embætti fylkisstjóra í Queensland í Ástralíu út á það í mörg ár. Flokkar "leiðbeina" kjósendum í hvað röð þeir eigi að merkja á seðlana og svo getur farið að frambjóðandi með 30% fylgi, komist að. Ef þeir sem kusu frambjóðanda sem fékk 21% atkvæða merkja 30% kandítatinn sem valkost númer tvö, fær hann þeirra atkvæði og frambjóðandi með 49% situr heima.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 15/3/04 14:37

Haraldur Austmann mælti:

Ég kannast vel við svona kosningakerfi. Það er meingallað

Öll kosningakerfi eru gölluð að einhverju leiti (sbr. Arrow). þau eru hins vegar misgölluð. Allt hefur þetta verið rannsakað út og suður og lærðar ritgerðir skrifaðar. Tvennt togast á: Réttlæti kerfisins og hæfni þess til að skila niðurstöðu sem endurspeglar hópviljan annars vegar, og gegnsæi eða einfeldni hins vegar svo að það sé ekki ofvaxið skilningi hins almenna kjósanda. Allir flokkar leiðbeina kjósendum. Ég man ekki betur en að framsókn hafi sagt kjósendum að kjósa sig í síðustu alþingiskosningum. Með instant runoff kerfinu (eða single winner STV) geta komið upp þversagnakenndar niðurstöður, og hægt er að kjósa strategískt líka. Hins vegar er dæmið sem þú nefnir merkingarlaust því tala á borð við 30% fylgi hefur enga merkingu í þessu kerfi. Samkvæmt skilgreiningu er fylgi sigurvegarans einmitt mest.. Þarna ert þú sennilega að bera saman niðurstöðu eins kosningakerfis saman við þá sem fengist hefði ef annað (ótiltekið) kerfi hefði verið notað.
Meiginvandinn við meirihlutakosningu er einmitt sá sem kaninn stendur frammi fyrir, að athvæði greidd þriðja kandídatanum getur orðið til þess að breyta úrslitum hinna tveggja, og því freistast kjósandinn til að hætta við að kjósa heiðarlega en kjósa þess í stað strategískt. En að kosið sé heiðarlega er einmitt grunnforsenda þess að kosningakerfi og lýðræði yfir höfuð gangi upp.

Það var og.
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: