— GESTAPÓ —
101 Reykjavík
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/3/04 13:11

Hefur einhver séð þennan aumkunarverða óhroða á Popptíví sem nefnist 101 Reykjavík? Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem mér hefur orðið reglulega flökurt undan sjónvarpsefni og ég er ekki að grínast! Ég held að það sé einmitt svona efni sem fælir fólk frá því að fara á djammið og í raun fáránlegt að planta þessu á undan snilldarsjónvarpsefni eins og TV í höfði....hmmm...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/3/04 13:18

Þetta virðist vera athyglisvert. Þarf að kíkja á þetta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/3/04 13:25

Getur ekki verið verra en 70 mínútur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/3/04 13:30

70 Mínútur eru á dulmáli sem engin skilur nema ég.
‹Fer inn í koníakstofuna sína og nær sér í vindil›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/3/04 13:34

Nei! 70 mínútur eru hrein snilld miðað við þetta. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni að öðru eins andleysi og hugmyndasnauð eins og í 101 Reykjvík, en vera má að stjórnendur séu meðvitað að þróa þá tækni að láta áhorfandanum verða flökurt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/3/04 13:38

Er Sirrí ekki löngu búin að fullþróa þá aðferð?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/3/04 13:42

úffff, Sirrý. Nei, þarna fórstu alveg með það. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 12/3/04 13:43

Já nú man ég hvaða þáttur þetta er...sá einn þátt um daginn og ældi blóði í 3 daga á eftir, horfi sko ekki á þetta aftur...

‹bölvar aumingjunum sem standa að þessu sorpi...›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/3/04 15:01

Heyrið mig. Þetta er nú bara farið að hljóma spennandi í ömurleik sínum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 12/3/04 15:20

er það verra en landsins snjallasti?

væri kannski hægt að blanda þessu saman í einn þátt til að lágmarka leiðindatíma í sjónvarpinu

t.d. landsins snjallasti í 101
eða 101 landsins snjöllustu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 12/3/04 15:27

Ég get nú ekki séð ömurleikann í því að horfa á ungar snótir striplast um á sundfötum.

Tollstjóri Baggalútíu. • Mottó okkar er 'Ef þú átt það, tek ég það.'
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/3/04 15:43

Nei, Landsins snjallasti er barasta fínasta skemmtun. 101 Reykjavík stenst engan samanburð í ömurleik. Þetta er sannur niðurgangur í klósetti íslensks sjónvarps...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 12/3/04 15:49

Hef ekki séð þennan þátt.En mun bæta úr því og hafa slatta af róandi og viskí við hliðina á mér til að bjarga geðheilsu minni

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Saga 13/3/04 10:16

Já, heimur versnandi fer ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Við verðum að stofna lúðrahljómsveit!?

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Saga mælti:

Já, heimur versnandi fer ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Við verðum að stofna lúðrahljómsveit!?

ég kann á flest brass hljóðfæri og er með 3ðja stig á Euphonium...

er bara betri gítarleikari....

sanaatanasya dharma iti sanaatan dharmah
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/04 17:44

Ég kann að lemja minnimáttar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 13/3/04 17:50

Hakuchi mælti:

Ég kann að lemja minnimáttar.

Það er nú viss kúnst.

Pant fá að spila á túbu! Ég er alveg brill á það hljóðfæri.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Saga 13/3/04 23:01

flott, gott fólk..........leynast hér ýmsir hæfileikamenn, kemur skemmtilega á óvart.... er einhver hér sem kann á flautu, ég skil ef svo sé ekki, því hér er um mikið og flókið hljóðfæri að ræða!!! ‹Starir þegjandi út í loftið›

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: