— GESTAPÓ —
Ljótasti staður á Íslandi
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 12/3/04 10:37

Miðbærin eins og hann leggur sig.Skelfilega ljótt svæði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/3/04 13:01

Heggstaðanes (minnir mig það heiti) milli Miðfjarðar og Hrútafjarðar. Svo ömurlegur staður að undrum sætir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 12/3/04 13:09

gatnamótin við Hlemm, yfirnáttúrulega ljót.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/3/04 13:13

Kaupfélagið á Óspakseyri má muna sin fífill fegurri...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/3/04 13:13

Garður.
Ég vann. Fann ljótasta stað Íslands, ef þá ekki ljótasta stað veraldar.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 12/3/04 15:10

Nykri finnst enginn "staður" á Íslandi ljótur. En margar byggingar eru ótrúlega ljótar t.a.m. þá má nefna nýja byggingu Orkuveitunnar eins eru Kringlan og Smáralind sérlega óspennandi byggingar sem og margar blokkarlengjurnar í Efra- Breiðholti, Ráðhús Reykjavíkur finnst Nykri vera stór mistök sem og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hef heldur aldrei fattað Laugardalshöll!? En það er alltaf hægt að finna sjarma við staði, jafnvel glundroða eins og Garð, Sandgerði og Kópavog.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 12/3/04 15:22

hvað með Hveragerði eða Þorlákshöfn
úff og ojbara!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 12/3/04 15:32

Hvaða, hvaða. Frystigeymslan 'Kuldaboli' í Þorlákshöfn er nú tilkomumikil bygging þar sem hún rís líkt og gífurstór Legó-kubbur upp af hafnarsvæðinu.

Tollstjóri Baggalútíu. • Mottó okkar er 'Ef þú átt það, tek ég það.'
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sunrose 13/3/04 17:45

Patró fær mitt atkvæði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 13/3/04 17:52

Vestfirðirnir eru nú bara ljótir. Fjöll, fjöll og aftur fjöll. Ojbarasta... ‹Nær sér í fötu og gubbar hressilega í hana›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 13/3/04 22:41

Kebblavík, Grindavík og allt þetta drasl suður með sjó er hörmung að sjá og minnir helst á morkinn við í menningarhúsi.
Svo er mannlífið ljótt víða.............

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 14/3/04 16:32

Akureyr er hryllilegur staður. Alger synd að þjóðvegurinn liggi í gegn um það ljóta þorp. Sjálfur er ég vanur að tanka bílinn minn í Varmahlíð eða á Húsavík, svo ég þurfi ekki að stoppa á Akureyri. Passa mig einnig á að lenda ekki á rauðu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 14/3/04 17:52

Mikill Hákon mælti:

Akranes er ljótasti staðurinn á jarðríki

plebbin mælti:

Mamma þín er Akranes

Ég bjó í eitt ár í Noregi og 20 ár á Akranesi.
Akranes er glatað með i-i.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð
LiamGallagher 14/3/04 21:41

Fáskrúðsfjörður... Mér finnst það ógurlega asnalegt pleis, ásamt Norðfirði![/img][/code]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/3/04 21:46

Hvar eru þessir staðir?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 14/3/04 23:12

Mér finnst persónulega að Ísland sé ofskírt. Allir þessir staðir þurfa ekki nöfn, þetta er alltaf sami staðurinn aftur og aftur en með nýju og jafnvel enn fáranlegra nafni.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/3/04 23:16

Hefði Örnefnastofnun verið til þegar forfeður okkar voru að skýra landið, hver um annan þveran, myndi það ekki heita neitt. "Hvað heitir fjallið þarna handan fjarðarins?" "Uuuu...ekki neitt. Við máttum ekki skýra það því nafnið féll ekki að íslenskri málvenju."

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 15/3/04 12:04

Haraldur Austmann mælti:

Hefði Örnefnastofnun verið til þegar forfeður okkar voru að skýra landið, hver um annan þveran, myndi það ekki heita neitt. "Hvað heitir fjallið þarna handan fjarðarins?" "Uuuu...ekki neitt. Við máttum ekki skýra það því nafnið féll ekki að íslenskri málvenju."

En á móti kemur að þá þyrftum við ekki að burðast með nöfn eins og Öndverðarnes, Auðhumla og Dagverðareyri.

Né væru til fleiri en einn staður með sama nafninu, einkenni sem kemur reyndar helst fram hjá íslenskum bændum.

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: