— GESTAPÓ —
Kallt kaffi
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 26/2/04 09:00

Á síðustu mánuðum og árum hef ég beint athygli minni að þeirri staðreynd að kaffi er best þegar það er heitt eða um þrjátíu til fjörtíu gráðum undir suðumarki. Þegar það kólnar, versnar bragðið samfara kólnuninni. Kallt kaffi, um átján gráður á selsíus kvarða, er einu orði sagt ógeðslegt. Mér þætti gaman að sjá ef vísindamönnum þessarar 21. aldar tækist að útskýra hvers vegna kallt kaffi er vont.

Kveðja, • Kormákur Hálfdán • Löggiltur rugludallur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 26/2/04 09:02

ég veit ekki alveg hvað kallt kaffi er en kalt kaffi er hreinn viðbjóður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/2/04 10:24

Ég vil jafnvel ganga lengra og fullyrða að kaffi sé viðbjóður, hvort sem það er heitt eða kalt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/2/04 10:31

mmm....það er fátt betra í skammdeginu en að liggja uppí sófa og drekka írskt kaffi...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 26/2/04 11:01

Skabbi skrumari mælti:

mmm....það er fátt betra í skammdeginu en að liggja uppí sófa og drekka írskt kaffi...

ég kann mjög góða uppskrift af Írsku Kaffi.Þú sækir einn líter af viskí og hellir einum dropa af kaffi útí.Setur tvö korn af púðusykri útí og veskú,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/2/04 11:16

Það er einnig alger snilld að brjóta mola af brenndum brjóstsykur út í kaffið. Nú bara veit ég ekki hvort þeir fást lengur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/2/04 11:44

voff mælti:

Það er einnig alger snilld að brjóta mola af brenndum brjóstsykur út í kaffið. Nú bara veit ég ekki hvort þeir fást lengur.

nammi namm...hvað varð eiginlega um brenndu molana, ég man að afi átti alltaf svoleiðis, einstaklega lúffengir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 26/2/04 13:14

Skabbi skrumari mælti:

einstaklega lúffengir.

Já, svo sannarlega. Hvar eru þeir nú?

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 26/2/04 13:48

Þeir fást í öllum betri kaupfélögum landsins.
En hvað varð um blandaða brjóstsykurinn, þann röndótta? Hann hef ég hvergi fundið. ‹Tárast›

 • LOKAР•  Senda skilaboð
acyl 26/2/04 14:10

Já kaffi undir hinum almenna líkamshita er frekar ógeðslegt. Veit samt ekki alveg um ágæti þess að drekka 70° heitt kaffi ‹hmmm...›

Photosynthesizing for your pleasure
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/2/04 14:57

Kaffi er bara vont ef það er of þunnt. Prestakaffi er samt best. Smápeningur er látinn ofan í bolla og síðan er kaffi hellt yfir þar til peningurinn sést ekki lengur. Því næst er brennivíni bætt útí þar til peningurinn kemur í ljós. Helvíti gott.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/2/04 15:45

Má ég þá biðja um Espresso eða Capuccino! Það er kaffi! Kaffi sem sést í botninn þegar komin er botnfylli er vont kaffi!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 26/2/04 16:14

Ef kaffið er gott á annað borð þá þolir það að kólna. Þetta gildir um espresso, capuccino og þess háttar drykki. Uppáhellt kaffi, sérstaklega úr þessum venjulegu kaffivélum er vont og veldur hausverk. Vont heitt, en ógeðslegt kalt.

Ég vil vekja athygli á því að skoðanir þær sem birtast í þessu innleggi eru algjörlega mínar eigin og ætlast ég ekki til að nokkur sé þeim sammála.

‹Klárar hálfvolgt latte og smjattar.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 26/2/04 16:33

Ég sætti mig nú bara við kakómald í mjólg.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 26/2/04 16:37

Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að Danir trúi því að þeir fríkki við að drekka kalt kaffi. Sel það ekki dýrar en ég keypti - en þú hefur óneitanlega fríkkað mikið upp á síðkastið Skammkell.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/2/04 16:38

Kim Larsen drekkur heitt kaffi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/2/04 16:46

Lifi kaffið!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 26/2/04 16:47

Haraldur Austmann mælti:

Kim Larsen drekkur heitt kaffi.

Þarf frekari vitnanni við?

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: