— GESTAPÓ —
Blasphemy
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 25/2/04 22:25

Nú hafa blaðasnápar Baggalúts gerst sekir um guðlast í greinaskrifum sínum og vonandi í síðasta sinn. Í greininni er sagt frá svæsnu faðernismáli þar sem Guð almáttigur hefur höfðað mál gegn Maríu mey vegna forræðis yfir Jesúm kristi. Þykja mér þessi greinaskrif í hæsta máta ósmekkleg. Er ég einn á því?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/2/04 22:27

Sennilega, já.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 25/2/04 22:35

Þessi svokallaði himnadraugur ykkar er ekki til, Guð er api!

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/2/04 22:37

Jú jú, hann er til. En hann er ekki eins og öfgatrúarfólk segir að hann sé.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 25/2/04 22:40

Núnú. Hvað meinaru þá með öfgatrúafólki?

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/2/04 22:46

Bókstafstrúar. Gunnar í Krossinum er samnefnari slíks fólks.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 25/2/04 22:51

Mér finnst svo asnalegt að við séum að trúa á einhverja trú sem komin er af Aröbum! og hún byggir á einni bók (biblíunni)

Ef Darren Brown eða David Blain hefðu fæðst fyrir 2004 árum þá hefðu þeir verið álitnir guðir í dag.

Aldrei hefur þessi draugur gert neitt fyrir mig. Hann skapaði mig ekki!

Við erum ekki komin af Evu og Adam, heldur einhverjum örverum sem hafa þróast á milljón ára og það er búið að sanna það.

Trú er bara eitthvað til þessa að fylla uppí það sem við vitum ekki hvað er sem er búið að afsanna allt í dag t.d. með himininn (guð á að búa þar) ‹Starir þegjandi út í loftið› Held ekki!

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 25/2/04 22:52

Mér heyrist plebbin vera mjög trúaður, hann trúir því hins vegar að Guð sé api sem er vafasamt (með fullri virðingu). Einnig sýnist mér plebbin dýrka Helga Hóseason sem er náttúrulega guðlast út af fyrir sig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 25/2/04 22:56

Ég trúi ekki á neitt. Ég er svokallaður trúleysingi sem á víst að vera eitthvað slæmt. Ég kalla það frekar svona að hafa eitthvað vit í kollinum

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/2/04 22:57

Má ég benda á að við eigum aröbum mikið að þakka. Mikið af okkar vísindaþekkingu er grundvallað á því sem þeir uppgötvuðu á meðan forfeður okkar kunnu hvorki að lesa né skrifa. Stjarnfræði er t.d. eitt af því sem þeir eru upphafsmenn að ásamt fleiru.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 25/2/04 23:01

Já það er reyndar rétt hjá þér en líttu á þá núna. Hvað eru þeir að gera?

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 25/2/04 23:17

Þar hefuru fólk sem guðlastar left, right und center.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 26/2/04 00:14

Magnús mælti:

Þar hefuru fólk sem guðlastar left, right und center.

Ef þú ert að tala um Araba ertu á hálum ís. Þeir eru ekki að guðlasta. Þeirra trúarbrögð eru bara önnur en þín. Þú ert að guðlasta vinstri, hægri frá þeirra sjónarhóli. Sem, n.b., er ekkert vitlausari sjónarhóll en þinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fúll á móti 26/2/04 00:19

Heldur þótti mér menn ganga yfir strikið með þessari frétt af faðernismálinu. En, sannleikurinn verður ekki flúinn og ef Baggalútur heldur þessu fram þá hlýtur það að vera sannleikanum samkvæmt. ‹Starir þegjandi út í loftið› En hvað varðar sandnegrana/arabana þá eru þeir hið besta fólk og misskildir út í ystu æsar. Ekkert upp á þá að klaga þó þeir hafi eitthvað annað fyrir satt en þú kæri Magnús.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 26/2/04 00:58

Ég á mjög erfitt með að skilja af hverju má gera grín að öllu nema trú. Þ.e.a.s. einni ákveðinni tegund trúar. Manns eigin trú. Það virðist vera alveg sjálfsagt að gera grín að öllum öðrum trúarbrögðum en manns eigin. Mín vegna má grínast með þetta allt saman. Í mínum huga er ekkert heilagra við Kristni en t.d. Islam, Búddisma, Ásatrú eða Baháí.

Sjálf orðið "guðlast" minnir mig líka helst á hinar myrku miðaldir, rannsóknarréttinn og ægivald kirkjunnar yfir almúganum, sem hún hélt óupplýstum til þess að vernda sjálfa sig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 26/2/04 01:17

Rave-ið er og verður mín trúarbrögð! 93 að eilífu!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 26/2/04 08:54

plebbin mælti:

Mér finnst svo asnalegt að við séum að trúa á einhverja trú sem komin er af Aröbum! og hún byggir á einni bók (biblíunni)

Ég vil taka undir með vísdómsmanninum Haraldi Austmanni og minna á að við eigum aröbunum, frændum okkar, gríðarmikið að þakka. Talnakerfi okkar tíma, t.e. tugakerfi er til að mynda komið frá þeim. Hefð þeirra ekki gætt við, þá hefðu líklegast rómverskar tölur ráðið ríkjum í dag. Auðvelt er að sjá hversu glatað það væri

Hittt vil ég svara plebbanum, að erfitt er að kalla biblíuna eina bók, þar sem hún er samansafn af 66 bókum, og bréfum. Biblían er ein af áreiðnlegustu sögustaðreyndum frá okkar árdögum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/2/04 09:33

Guðlast og ekki guðlast...ef menn nenna að pirra sig á einhverju sem er andstætt þeirra trúarskoðun, þá þeir um það.

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: