— GESTAPÓ —
Ný mynd
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 23/2/04 17:39

Eins og glöggir fastagestir Baggalúts taka örugglega eftir, hef ég nú látið setja nýja mynd af mér með nafni mínu. Ég var orðinn hálf leiður á þeirri gömlu, sérstaklega nú síðustu vikurnar þar sem menn voru stöðugt að ruglast á mér og fyrsta ráðherranum. Sumir héldu að ég væri kominn af honum í beinan karllegg, svo sterkur var ættarsvipurinn.
Ég brá mér því á ljósmyndastofu fyrir helgina, lét taka af mér nýja mynd og vona ég að fólki líki þessi nýja ásjóna mín, sem er reyndar ekkert ólík þeirri gömlu ef grannt er skoðað.
Svo þakka ég Enter fyrir aðstoðina við myndaskiptin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/2/04 17:42

Ætli Teddy og Hannes hafi verið tvíburabræður?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/2/04 17:46

Herbjörn... þú ert fjandi líkur honum Teódór Rosaheim.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 23/2/04 18:14

Þú ert orðinn ansi bollulegur - er það í tilefni dagsins?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/2/04 18:19

Já, þú ert búinn að skipta út hinum eiturhressa kvennabósa fyrir búlduleitan Amríkana sem helst er frægur fyrir að vinsæl leikföng voru skírð eftir honum.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 23/2/04 18:22

Vangasvipurinn var einhvern veginn mikilúðlegri og karlmannlegri á gömlu myndinni...en ef þú ert sáttur, þá er það nú fyrir mestu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 23/2/04 19:16

Blástakkur mælti:

Herbjörn... þú ert fjandi líkur honum Teódór Rosaheim.

Væri ekki Teddi Rósavellir heppilegri þýðing?

Og hann var ekki smá karlmannalegur, hann Teddi, þó nokkuð bangsalegur á seinna árunum. Góð skytta, afbragðs hestamaður og .... noh. Það passar alls ekki illa við nafnið þitt, Herbjörn, að þú skyldir svipa til bangsalegs hermanns.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 23/2/04 20:55

Mosa frænka mælti:

Blástakkur mælti:

Herbjörn... þú ert fjandi líkur honum Teódór Rosaheim.

Væri ekki Teddi Rósavellir heppilegri þýðing?

Og hann var ekki smá karlmannalegur, hann Teddi, þó nokkuð bangsalegur á seinna árunum. Góð skytta, afbragðs hestamaður og .... noh. Það passar alls ekki illa við nafnið þitt, Herbjörn, að þú skyldir svipa til bangsalegs hermanns.

Vinir mínir kalla mig stöku sinnum bangsa svo þessi samlíking er kannski ekki alslæm enda er ég engin horrengla. Hins vegar hef ég aldrei komið á hestbak og held ég taki varla uppá því úr þessu.
En þið hljótið að skilja að það var erfitt að vera alltaf líkt við þennan Hannes.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 23/2/04 23:21

Mér hálfbrá nú eiginlega þegar ég rakst á myndina. Þessi athugulu augu sem ekkert fer framhjá. Maður þorir ekki að setjast ógreiddur fyrir framan tölvuna lengur. Hvað þá hversdagslega klæddur.

‹Fer í allt of litlu teinóttu jakkafötin sem hann keypti hjá Hjálpræðishernum. „Þau voru bara svo ódýr“.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 24/2/04 03:40

Mosa frænka mælti:

Blástakkur mælti:

Herbjörn... þú ert fjandi líkur honum Teódór Rosaheim.

Væri ekki Teddi Rósavellir heppilegri þýðing?

Og hann var ekki smá karlmannalegur, hann Teddi, þó nokkuð bangsalegur á seinna árunum. Góð skytta, afbragðs hestamaður og .... noh. Það passar alls ekki illa við nafnið þitt, Herbjörn, að þú skyldir svipa til bangsalegs hermanns.

Blessuð vertu rétt þýðing væri Rósaveltir, því Roosevelt þýðir náttúrulega sá sem veltir við rósum. Mig minnir endilega að Teddy þessi hafi verið á Gerpi SE um árið, og hann haft að vanda að taka mtsk. af koppafeiti hvern morgun.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 24/2/04 08:22

Rósaveltir, Roosevelt hvað? Þetta er bara ég, Herbjörn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 24/2/04 15:14

Þetta eru afar virðuleg hornspangargleraugu sem þú ert með.
Jamm, ég er bara nokkuð hrifinn af nýja útlitinu þínu.

‹Brosir breitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 24/2/04 17:04

Þessi nýju gleraugu veita mér betri sýn á spillinguna, sem þrífst innan svokallaðrar ríkisstjórnar Baggalútíu. Og eins og Skammkell segir hér að ofan, fer ekkert framhjá þessum athugulu augum og vona ég að augnaráðið eitt veiti stjórninni nokkurt aðhald.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 24/2/04 21:28

Það sem meira er, er að ég held að þetta augnaráð dáleiði. Ég finn stjórnarandstæðinginn koma upp í mér.
‹Fer í Che bolinn sinn.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 24/2/04 22:45

Gott. Ég vona bara að þeir Mikill Hákon, Hakuchi, Frelsishetjan, Nykur, Vladimir Fuckov og fleiri verði fyrir sömu áhrifum. En ég trúi að Blástakkur verði erfiður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/2/04 01:12

Aumkunarverð galdratrikk hafa engin áhrif á mig. Þú minnir mig reyndar á feitan Rutger Hauer með bjánaleg gleraugu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 25/2/04 09:13

Ekki vera með þessi leiðindi Hakuchi. Fáðu þér heldur ákavítistár hérna hjá mér. Þetta er fín tegund, sem Skabbi benti mér á.

[skenkir í tvö glös]

Skál!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/2/04 09:28

Herbjörn Hafralóns mælti:

Gott. Ég vona bara að þeir Mikill Hákon, Hakuchi, Frelsishetjan, Nykur, Vladimir Fuckov og fleiri verði fyrir sömu áhrifum. En ég trúi að Blástakkur verði erfiður.

‹Vantrúaður en setur til öryggis upp dökk spegilgleraugu. Einnig hatt og rykfrakka í stíl.›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: