— GESTAPÓ —
Sveitamaður í Reykjavík
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 14:39

Þar sem Haraldur Austmann er á leiðinni til Reykjavíkur innan skamms, þætti honum vænt um að fá örlitlar leiðbeiningar um borgina sína þar sem langt er um liðið síðan hann heiðraði hana með nærveru sinni síðast. Má hann vera í stígvélunum niðrí bæ; myndi hann vekja of mikla athygli í lopapeysu eða samfestingi? Getur hann brúkað ávísanahefti frá Samvinnubankanum eða getur hann fengið vöruúttektir út á kaupfélagsreikninginn sinn?

Það er margt sem sveitamaðurinn ekki veit og gott væri ef einhverjir hjálpsamir og kunnugir höfuðborgarbúar gætu leyst úr þessum og fleiri vandamálum sem við blasa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/2/04 15:08

Stígvél og lopapeysa eru einungis við hæfi í kringum menntafjósið m.r.

Ekki er heppilegt að þú komir með ávísanahefti. Væri nær að þú tæmdir sjóði þína og komir með þá í einu lagi í reiðufé. Ég get hæglega tekið að mér að leiðbeina þér um borgina. Legg ég til að við hittumst í dimmu Fischersundi kl. 02:00 um nótt. Mundu að taka alla peningana þína með. Þú getur þekkt mig á því að ég verð í dökkum frakka með lambúshettu á höfði og hafnarboltakylfu hendi.

Eftir okkar kynni munt þú fljótlega fræðast um lífið í stórborg óttans.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 15:10

Og þú þekkir mig á því að ég verð í lopapeysu og stígvélum ásamt öllum hinum í skotveiðifélaginu. Og haglabyssunum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/2/04 15:14

....hmmm ég var að taka eftir því núna þegar ég fletti í dagbókinni minni. Ég verð á mikilvægum fundi á þessum tíma og get því ekki mætt. Því miður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 15:16

Hvar er fundurinn? Við mætum og heilsum upp á þig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/2/04 15:35

Því er nú ver. Þetta er leynilegur fundur samsærismanna í viðskiptalífinu. Ég efast um að þér verði hleypt inn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 15:51

Jæja þá. Kaupi þá bara hlutabréf einhversstaðar fyrir sjóðinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/2/04 15:54

Ég barasta verð að benda yður á Almenningssalernin neðst í Bankastræti, en fyrir einskæran tepruskap hins opinbera þá hefur það aldrei hafti rænu á því að eigna mannvirkinu sómasamlegt húsnúmer og því gengur það aldrei nema undir því óvirðulega heiti: "Núllið".

Umsjónarmenn salernanna eru venjulegast með "vellyktandi" í hárinu og blandast ilmurinn unaðslega við vellandi klórinn út um öll gólf, veggi og pípur. Þeir brosa út að eyrum svo skín í hlandgular tennurnar og oftar en ekki bjóða upp á dús, verjur og tvíbökur.

"Núllið" var upphaflega reist fyrir Alþingishátíðina 1930, þvi ekki þótti stætt að bjóða öllum hinum tignu gestum upp á hinn viðbjóðslega útikamar við höfnina. Hinir háæruverðugu þjóhnappar danakonungs fengu því að verma sig á alvöru postulíni þetta árið og því var gerður góður rómur að landi og þjóð....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 15:59

Er hægt að gista þar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 22/2/04 16:07

Allt er hægt ef peningar eru fyrir hendi

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 16:08

Veistu símanúmerið?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 22/2/04 16:19

Það vill svo til að ég er bara með það hérna fyrir framan mig.

Símanúmerið er: 905-2002

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 16:25

Takk. Hringi og panta gistingu. Ætli morgunverður sé innifalinn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/2/04 16:33

nei, gisting væri ákjósanleg í Herkastalanum, því ef þú vitnar og syngur lofgjörð með herpúddunum þá færðu afslátt: "Þú vínviður hreini..."

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/2/04 16:34

En hvað með ráðherrabústað Baggalútíu? Er ekki einhver laus kytra þar handa langtaðkomnum embættismanni ríkisins?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 16:35

Var þar síðast en var kastað á dyr fyrir ósæmilega hegðun. Ældrei heyrt jafn langa runu af blótsyrðum á norsku fyrr. Herkastalanum þ.e.a.s.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 16:36

Haraldur Austmann mælti:

Var þar síðast en var kastað á dyr fyrir ósæmilega hegðun. Ældrei heyrt jafn langa runu af blótsyrðum á norsku fyrr. Herkastalanum þ.e.a.s.

Þú segir nokkuð! Hann stendur við Hagatorg, ekki satt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 22/2/04 16:46

Haraldur Austmann mælti:

Þú segir nokkuð! Hann stendur við Hagatorg, ekki satt?

Hann ráðherrabústaðurinn, áttu við?

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: