— GESTAPÓ —
frjáls leikur Ívars, á hvað eigum við að hlusta?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3, 4 ... 225, 226, 227  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/2/04 16:49

Þýskir fjöllistmenn syngja hástöfum úr hátölurum mínum.

„Ef brunar þú á bíl til Breiðdalsvíkur,
bíða þín víst átján pólskar píkur.
Þar upphefst síðan ástarleikur slíkur,
að aldrei hefur lent í öðru eins.

Í Breiðdal, í Breiðdal, í Breiðdal,
bíða þín blaut ævintýr....“

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Güber 23/2/04 00:18

Það er aðeins að ég dansi við Kalinka Malinka með snillingnum Ivan Rebroff. En þegar ég vill láta líta stórt á mig er það hinir sívinsælu þýsku marsar, Marsch des hannoverschen Kronprinz og Ich Hatt Einen Kameraden sem fá að hljóma í víðómahljómtækjum mínum.
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/2/04 02:05

Silly Love Songs með Paul McCartney og Wings. Veitir hugljómunina sem ég þarf til þess að fremja alvarleg illvirki.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 24/2/04 10:41

Þessa stundina er verið að spila "Hippa" með Fræbbblunum á Skonrokki:

"Þið getið hnýtt ykkur
saman á rasshárum og
slefað svo vel,
hvort upp í annars kjafta..."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 24/2/04 12:17

Já, það er gaman að fræbbblunum...
"en má ég þá frekar biðja um Þorstein Guðmundsson" eins og segir í laginu.. Steini Spil frá Selfossí! ég hvet alla til að kynna sér hann.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/2/04 13:51

Hlustaði á Pomp and Circumstance, hátíðarmars, eftir Edward Elgar í hádeginu. Þvílík snilli. Maður er bara betri maður á eftir alveg fram að kaffi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 24/2/04 14:33

PDQ Bach er bestur á svona dögum!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/2/04 01:10

Ég er að hlusta á Black Magic Woman í frumsaminni útgáfu Peters Green sem var einn af stofnendum Fleetwood Mac. Ég uppgvötaði einungis nýlega að Santana samdi ekki lagið heldur Green og í höndum hans og Fleetwood Mac er lagið púra blús lag. Stórfenglegt alveg, með hrífandi hrynjanda sem minnir á Who's Been Talkin' með Howlin' Wolf (aka. Chester Burnett). Ég sakna þó yndislegs gítarleiks Santana í laginu það toppa fáir slíka frammistöðu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 25/2/04 01:16

Ég mundi ráðleggja þér, Hakuchi og ykkur hinum líka sem fílið Blúslænöppið af Fleetwood Mac að tékka á sólóefni Peter Green sem hann hljóðritaði á áttunda áratugnum, þetta eru faldir fjársjóðir og gargandi snilld! Því miður lenti Peter Green á síðari árum í klóm geðveikinnar sem rændi frá honum hæfileikunum.
Ogö ef þið fílið þetta þá ættuð þið næst að tékka á ljósmyndafælna lónernum JJ Cale...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/2/04 09:10

Þetta er góður þráður...maður fær helling að hugmyndum um góða tónlist. Ég er að hlusta á hina látnu hetju Johnny Cash...yndælt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/2/04 11:31

Ég á einn disk með J.J. Cale, Shanghaid. Ekki nógu góður. Hann fær þó ætíð virðingarstig fyrir að hafa samið Cocaine.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/2/04 13:58

En hvað með gömul hlémerki frá Rás 1?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 25/2/04 15:53

Að sjálfsögðu hinn frábæra disk.Illa farið með góð hnífapör með dægurpönkhljómsveitinni Húfu‹Ljómar upp og setur umræddan disk í spilarann ›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/2/04 18:06

Ferrari mælti:

Að sjálfsögðu hinn frábæra disk.Illa farið með góð hnífapör með dægurpönkhljómsveitinni Húfu‹Ljómar upp og setur umræddan disk í spilarann ›

Ó já... það er snilldar diskur. Svo mæli ég líka með dúettinum Hundur í óskilum.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 25/2/04 21:01

Man einhver eftir hljómsveitinni "Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur"??? Samkvæmt könnun Nafnafræðifélagsins þá mun þetta vera lengsta hljómsveitarnafn sem vitað er um hér á landi. Stysta nafnið var á danshljómsveitinni "Ó" sem starfaði á Suðurnesjum á níunda áratugnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/2/04 22:33

Já... þessar báðar voru stórmerkar stórsveitir... synd að þeim skuli öllum lokið...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 26/2/04 00:23

Ívar Sívertsen mælti:

Svo mæli ég líka með dúettinum Hundur í óskilum.

Sammála. Ég held að Óskilahundurinn verði með tónleika á Næsta bar miðvikudaginn í næstu viku. Hvet alla til að mæta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 26/2/04 03:04

Ekki gleyma Aimee Mann og Magnolia disknum. Var með hann í bílnum í dag. Auðvelt að sökkva í það í umferðinni. Ekki skemma Supertramp slagararnir í restina.

        1, 2, 3, 4 ... 225, 226, 227  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: