— GESTAPÓ —
Gullmoli af huga.is
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 17/2/04 17:04

Jæja. Ég hætti mér inn á huga.is um daginn og rakst á þennan gullmola. Þetta er grein eftir manvitsbrekkuna moondance og ber heitið Ófrjáls Bandaríki.

___________________________

Ég hef verið að spá í þessu landi Bandaríkjunum og stjórnarfari þar. Það er fátt sem heillar við þetta aumkunnaverða land að mínu mati. En það er bara min skoðun.

T.d. má nefna fangabúðirnar fyrir hryðjuverkamenn. Það er ekkert nema mannréttindabrot að fangelsa þá!

BNA-menn brjóta svo mikið af mannréttindum að Evrópu-lönd hafa ekki undan að taka við fóttamönnum þaðan.

Fólk reynir hvað það getur að flýja þaðan eftir að hafa flúið þangað. Fullt af dæmum um það.

Heyrði um eitt dæmi um mann frá Líberu sem flúði til BNA árið 1994. Hann reyndi að flýja aftur heim til Afríku en var lokaður inni og látinn vinna í fangabúðum.

Heyrði líka um einn fréttamann frá BBC sem laumaðist inn í bandaríkin með myndavél falda sem beltissylgju. Hann fór auðvitað ekki út eftir myrkur af ótta við hina illræmdu CIA leyniþjónustu forsetans, en á daginn mátti sjá mikla eymd hjá hinum almenna borgara. Enda vorkenni ég bandaríkjamönnum í þessu ófrjálsa landi.

Það er ekkert rúfrelsi í BNA heldur. Ef þú ert ekki káþólikki þá ertu fangelsaður sem trúleysingi. Ég heyrt um það að ef þú ert ekki á bandi forsetans eða vogar þér að segja eitthvað slæmt um hann að þá ertu settur í fangelsi.

Það er bara tímaspursmál hvenær þeir skjóta kjarnorkusprengjum á alla þessir brjálaðingar. Heimurinn væri betri undir stjórn saddams eða Gaddafi, það er augljóst.

Það eru engin mannréttindi í BNA!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 17/2/04 17:16

Já, þetta er gáfulega ritað. Greinilega mikill penni þarna á ferð...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 17/2/04 17:41

Veit ekki hvaðan þessi fugl fær sínar upplýsingar.Allavega hef ég mist af þessu öllu þegar ég hef farið þangað

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Illuminati 17/2/04 18:10

Það kæmi mér ekki á óvart ef hann fengi Pullitzerinn fyrir þessi skrif!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 17/2/04 18:34

ehemm ‹ræskir sig og stígur á stokk› Er ekki andskotans nóg að þessi undirmannlegu freðbyrni af huga.is æli hér yfir allt og alla úr botnfylltum undirskálum andlegra eyðilendna sinna án þess að þið farið að köttendpeista heilu greinunum hérna inn!

takk fyrir mig ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/2/04 20:16

Ég tek undið orð Fára. Við megum ekki bjóða hættunni heim með því að birta greinar frá gelgjubælinu hugi.is. Áður en við vitum frétta fleiri gelgjur af þessu, jafnvel höfundur sjálfur, og hvað þá? Þá getum við átt á hættu að umræðan flytjist hingað.

Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að opna ekki flóðgáttir leiðinlegra gelgja inn á þetta svæði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 17/2/04 20:19

Vér höfum þegar sigrað eina. Eða voru þær tvær?

‹Öskrar af sigurgleði›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 17/2/04 23:38

plebbin

Það er rétt, við höfum haft uppi varnir gegn haugfólkinu af huga sem hingað hefur komið og staðið af okkur aurflóðið sem það veldur EN best væri auðvitað að þurfa ekki að standa í því að halda þessum leikvelli okkar andlegu jöfra hreinum.‹fellir tár til minningar um gullfiskinn sem brann í gær›

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/2/04 10:37

Einhver sagði mér að hugi.is væri ekki gáfulegur staður til að fara á, því hef ég ákveðið að koma ekki nálægt þeim sorpvef...legg til að aðrir geri slíkt hið sama...maður veit ekki hversu smitandi þetta getur orðið... ‹setur á sig gasgrímuna til öryggis›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/2/04 13:33

Sem friðargæsluliði tökum vér undir það sem að ofan hefur verið sagt. Burt með allt lágmenningarsorp ! Hér ræður hámenningin ríkjum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 18/2/04 14:26

Þrefalt húrra fyrir því!

Hipp Hipp!

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 18/2/04 15:30

Það er skondið að nokkur unglingsgrei geti kallað fram Tonyinn í ykkur. Vladimir og Fári, takið ykkur saman í andlitinu og hættið þessum öskrum. ‹bítur á jaxlinn og bölvar í hljóði›

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 18/2/04 15:51

Já viljið þið gjöra svo vel að haga ykkur eins og manneskjur, ég er með hausverk.

Það er greinilega hættulegt að hleypa efni af Huga hér inn... virðist fara illa með siðmenntuna í fólki.

‹Nuddar hausverkinn›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/2/04 15:56

Vér skulum öskra aðeins lægra framvegis
‹Ringlaður›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 18/2/04 16:30

Meira hvað þið geruð viðkvæm eitthvað, jæja ég fer þá og geri eitthvað annað‹stendur upp og gengur fram af sér›

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/2/04 17:42

Já stundum saknar maður bara hans Tony ‹syrgir horfnar hetjur›

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 19/2/04 19:24

Ég vil bara segja eitt: Mér líst mun betur á þau Bandaríki Norður Ameríku sem lýst er í þessari grein heldur en þau sem búa í raunveruleikanum.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 19/2/04 19:30

Þetta er að baggalútískri fyrirmynd...

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: