— GESTAPÓ —
Stafrófstjattið II
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 18:41

Á ekkert að skrifa um "Gje-ið" mitt?

Gormur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 19:01

Hakuchi mælti:

Tinni mælti:

Samkvæmt stafrófsereglum verður þú, Nafni, að koma með orð sem byrjar á -H...fattarðu?

Heyrðu tinni minn. Þú ert að bjóða manni í leik sem enginn tekur þátt í og svo eyðileggur þú röðina í þokkabót. Ég skrifaði fyrst um Ekkert svo kemur þú og skrifar líka um ekkert. Hvað á það að þýða?

Sko þetta kemur til með að gerast svona við og við, en það væri kannski réttast að menn mundu tryggja sér ákveðin orð með "sögn", líkt og í snóker þegar þú segir í hvaða gat þú ætlar að skjóta kúlunni. Annars var bara forvitnilegt að sjá tvær mismunandi útgáfur af orðinu "Ekkert"

Ókei, Gormur:
Minnir mann náttúrlega helst á hið óútreiknanlega kvekindi Gorm í Sval og Val bókunum...Að öðru leyti er ég barasta tómur gagnvart þessu orði...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 19:04

Ókei!, Fáránleiki var komið ásamt Gormi og því er hið næsta hið tvíræða orð: HLAUP

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 23:12

Ég hef bæði borðað og hlaupið hlaup en eins og allir vita er ekki beint hlaupið að því að hlaupa hlaup og hvað þá að borða hlaup þegar maður er hlaupandi með eitt hlaup eða fleiri hlaup uppi í sér rétt áður en skellur á Skaftárhlaup og ég í peysu sem hljóp í þvotti og það á miðju hlaupári. Best að hlaupa út og hlaupa hlaup út í búð að kaupa hlaup.

Verið þið öll blessuð og hlaup.

Indónesía.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/2/04 09:38

Tinni mælti:

Hakuchi mælti:

Tinni mælti:

Samkvæmt stafrófsereglum verður þú, Nafni, að koma með orð sem byrjar á -H...fattarðu?

Heyrðu tinni minn. Þú ert að bjóða manni í leik sem enginn tekur þátt í og svo eyðileggur þú röðina í þokkabót. Ég skrifaði fyrst um Ekkert svo kemur þú og skrifar líka um ekkert. Hvað á það að þýða?

Sko þetta kemur til með að gerast svona við og við, en það væri kannski réttast að menn mundu tryggja sér ákveðin orð með "sögn", líkt og í snóker þegar þú segir í hvaða gat þú ætlar að skjóta kúlunni. Annars var bara forvitnilegt að sjá tvær mismunandi útgáfur af orðinu "Ekkert"

Ókei, Gormur:
Minnir mann náttúrlega helst á hið óútreiknanlega kvekindi Gorm í Sval og Val bókunum...Að öðru leyti er ég barasta tómur gagnvart þessu orði...

Þú þarna Tinni dindiltoppur ég skal "fattaru" þetta fyrir þig. Ég var bara í sakleysi mínu að svara orðinu Fáránleiki sem hinn háæruverðugi Hakuchi varpaði fram. Þegar ég hafði svo lokið mér af voru bæði þú og Semmningsen búnir að troða sér á milli. Semmningsen með fáránlegt svar og þú með eitthvað sjálfsdiss sem var til þess eins fallið að slá leikinn út af laginu. Í þokkabót svaraði enginn mínu orði "Gabríel" sem þó var þrungið örlítið meiri andagift en orðið "Gormur" sem Semmningsen svo lævíslega tókst að laumast í millum okkar Hakuchi. Nema þú af alkunnri snilld dissar þig yfir Semmingsen og gormið hans. Er þetta að registera eða ekki.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

P.s. Hakuchi kvótið þitt var algjör snilld..........algjör

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 13/2/04 10:42

þetta eru bara einfaldir barnasjúkdómar sem eru óumflýjanlegir þegar maður er að koma nýjum leik í gang. Auðvitað má búast við því að tveir svari sama orðinu í einu og þá standi eftir tvö orð, þessvegna verður eiginlega að vera sögn..

GABRÍEL:
Þetta orð mundi reyndar sóma sér betur í mannanafnaútgáfunni af Stafrófstjattinu. Að sjálfsögðu dettur mér í hug einhver engill úr biflíunni, ásamt einhverju gömlu lagi með Ruth Reginalds og síðan hef ég heyrt að tónlistarmaðurinn Peter Gabriel kynni sig alltaf með þessum orðum: "Sæll Gabríel heiti ég, en kallið mig bara Gabba..."

Nú, þar sem H-orðið var komið, væri þá ekki einhver viljugur notandi sem gæti svarað orðinu sem Semming sló fram: INDÓNESÍA

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 13/2/04 13:07

Stytt úr svari "Mr. Whatchimacallit" fyrir ofan...

"Þegar ég hafði svo lokið mér af voru bæði þú og Semmningsen búnir að troða sér á milli. Semmningsen með fáránlegt svar......"
"Fáránlegt svar? Er hægt að skilgreina orðið "fáránleiki" betur en með fáránlegu svari? Þú vilt kannski að við förum út á stétt og gerum málið upp þar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/2/04 13:41

INDÓNESÍA

Gósenland nóg af öllu fyrir alla. En þar eins og víðar eru kúgarar við völd, menn sem drottna með valdi, vita ekkert ánægjulegra en að lúberja nafnlausan almúgan til undirgefni. Kúgararnir bera oftlega "virðulegar" nafnendingar eins og .....sen og þess háttar.

ÍSTAÐ

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 15/2/04 01:17

Ístað minnir mig á söguna af því þegar ég fór lítill með pabba og ætlaði hann að kenna mér að ríða. Fór þá ekki betur en svo að þegar hann ætlaði að stíga í ístaðið þá sparkaði hann óvart í magann á hestinum sem trylltist og át okkur báða upp til agna. Sem betur fer var tölvuherbergi hérna inni í hestinum.

Jussa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 15/2/04 14:33

Jussa minnir mann á akfeitar konur inn á skemmtistöðum. Þegar þær fara að tvista út á dansgólfum, þá er sem umhverfið breytist í klessubílasal þar sem maður þarf oft að beita mikilli kænsku við að klessast ekki utan í þessar hlussur. Þær gengu reyndar einnig undir nafninu "herskip" af skiljanlegum ástæðum. Plötusnúðurinn með lausa svita-hártopinn setur kannski "Upp á gólv" með Viking Band þá er voðinn vís... Hjasskerlingar og svínarúllupylsur með risastórar bjórkönnur koma skjögrandi á ógnarhraða úr öllum áttum og svitinn sprettur fram...

Næsta orð er: KEX og skora á sem flesta að taka þátt, til þess að fá meiri breidd í þetta...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/2/04 20:05

KEX: Kexruglaður? aldrei áttað mig á myndlíkingunni. Hins vega er gott að maula kex einn úti á engi með volga mjólk í glerflösku sér við hlið. Virða fyrir sér fjöllin og dalina, finna hvernig ilmurinn af nýfallinni töðunni fyllir vitin og frelsar andann eitt andartak. Afi brýnir ljáinn svo skrattinn skíti ekki á eggina, taktfast hljóðið fullkomnar upplifunina og þá ... akkúrat þá virðist sem leiksviðið sé raunverulegt og.......... STRÁKUR!!!! VAKNAÐU OG HALTU ÁFRAM AÐ SNÚA.

LJÁR-INN

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 16/2/04 13:40

Maðurinn með ljáinn er alltaf minnistæður. Sérstaklega eftir að ég las handrit að leikriti um misheppnaða tilraun hans til að drífa af skylduverk í ritsafni Woody Allens: "Complete Prose" sem fær hér með meðmæli mín.

Mamma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/2/04 18:40

Mamma mín er ágætis kona. Hún kann sitthvað fyrir sér og getur reddað ýmsu. En fleiri eiga mömmur og vita líklegast hvað um er að ræða. Mig langar þó að þakka móður minni allt það sem hún hefur gefið mér og gert mér. Ég geri þetta víst allt of sjaldan. En hún er þó alltaf mamma.

en þegar mamma verður fúl þá er víst best að fara bara í næsta orð sem er NIÐUR

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/2/04 10:19

komdu niður, kvað hún amma.
komdu niður, segja pabb'og mamma.
komdu niður, komdu niður.
komdu niður syngja öll í kór.

Næsta orð er ORÐ

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/2/04 17:44

Æi þetta er erfitt orð og það eru helst einhverjar slitrur sem koma upp:

"Orðið er jafnan beittara en hvössustu kutar"

"Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði..." sem er hið fræga upphaf Biflíunnar

Síðan eru nokkur dægurlög sem koma upp í hugann og þau eru nú mörg hver svolítið corny

"Orð - Morð" - Óðmenn ‹sem er reyndar frábært lag›
"Words" - Bee Gees
"Words" - FR David
"Word Up" - Cameo
"More Than Words" - Extreme

Næsta orð er er PIZZA og ekki væri verra að fá skemmtilega sögu eða lífsreynslumola

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 19/2/04 18:00

Svei mér ef ég er ekki bara orðinn svangur. Og hvað er betra en rjúkandi Pizza? MMMMM Annars þá er gaman að hugsa til þess tíma þegar enginn vissi hvað Pizza var. Einn og einn sem hafði komið til sólarlanda hafði smakkað þetta góðmeti. Ég vissi ekkert um neitt pissustand. Sem var nú í samræmi við annað þar sem t.d einu kynnin af kjúklingum voru eldgamlir og þurrir hænsnfuglar í sveitinni, sem voru hoggnir þegar þær hættu að verpa nóg. En nú er þetta breytt þökk sé KFC, og Dominos og hvað það heitir allt saman. Nú er Kebabið komið og japanski hráfiskurinn Sushi. Já og Subway er löngu komið. Hvað skyldi vera næst. Hrátt og hollt og fljótlegt hlýtur það að vera. Og eitthvað útlenskt. Og nógu nýstárlegt til að kitla bæði bragðlaukana og forvitnina. Hugsanlega einhver fusion áhrif. Ég giska á grænlenskt. Já eða Grænlenskt-Nýjálenskt fusioneldhús. "Hey skellum okkur á Angmaksalik og fáum okkur hráan sel með eldsteiktum kiwi.".

Góðar stundir.

Næsti stafur er Q og næsta orð er sem sagt orðið Queen Elisabeth:

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 19/2/04 22:57

"God save the queen" er hægt að hafa það betra en Beta frænka.
Hef annars aldrei komist til botns í þessari pælingu. Hvaðan er þessi þrælslund Breta og annarra konungssinna eiginlega sprottin? Eða er þetta kannski bara gott sístem og það eina rétta fyrri okkur sé að krína Óla grís eða Dabba kóng strax á morgun.
Og þá kannski, bara kannski aðlar hann mig ef ég verð frægur eða eitthvað.‹rekur út úr sér tunguna og sleikir á sér handabakið› Eins gott að byrja æfa sig strax.

Næsti stafur er R og er ekki rétt að leyfa Ó að fjóta með en það kom á eftir O síðast þegar ég vissi. Allavega segir Bergljót það.

RÓMVERJI

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/2/04 23:27

Ég skal taka Rómverjann. kemur eftir smá tíma...

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: