— GESTAPÓ —
Loksins alvöru þjóðhetja
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/2/04 16:53

Hornauga. (bara að laga forsíðuna)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 6/2/04 17:46

Semmning Semmningsen mælti:

Þvílík gleði! Þvílík hamingja!

Að sjá þennan gauksperrta skagagöndul rífa sig og sína fölbláklæddu spóaleggi,sem aldrei hafa verið við neitt kenndir annað en að vera daprasta knattspyrnufélag mannkynssögunnar, uppúr gjörtapaðri stórskotahríð Tottaranna og snúa frámunalega vonlausri stöðu í óvæntasta viðsnúningssigur sem um getur í íþróttasögunni síðan Fríða Hjaltested (kvenmaður) náði að tryggja sér þriðja sætið í spurningakeppni Reykholtsskóla,á fyrriparti síðustu aldar. Og það upp á eigin spýtur.

Ég geri það hér með að tillögu minni að hinn gauksperrti skagagöndull, Árni Gautur, verði sæmdur embætti forseta Íslands. Miðað við þann óaldalýð sem á undanförnum árum hefur hlotið fálkaorðuna,væri eingöngu sá virðingarvottur við þetta afrek, ekkert minna en hneisa.

Mælii eindregið með að Semmning verði kæfður í uppstúfi og kaffærður í pappírsvinnu innan Nefndamálaráðuneytis. Svei þeim sem minnist á þessa verstu íþrótt af öllum vondum, svei...

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Það er nokkuð til í þessu. Þær eru fáar verri íþróttirnar en að gegna forsetaembættinu. Ég viðurkenni á mig sökina og ræði þetta ekki meir. EN ég kýs Árna Gaut ef hann býður sig fram. Hann á minn stuðning allan. Fagna allri pappírsvinnu...... og hver getur ímyndað sér ljúfari dauðdaga en að vera kæfður í uppstúfi!! Ég tek eindregið undir þessar tillögur‹Stekkur hæð sína›

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/2/04 22:18

Kjósum Árna Gaut. Forsetinn þarf að geta varist föstum og lúmskum skotum Davíðs.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 6/2/04 22:30

Drengir, ég er keisari bara svo að þið vitið það ‹hverfur aftur inn í holuna sem hann spratt upp úr›

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Að sjálfsögðu,yðar hátign. Svo lengi sem þér skiptið yður ekki af virðisaukaskatti á flugdrekamarkaði. Þar skal ég taka til hendinni.Ég sé um það allt.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Von Klinkerhofen 7/2/04 12:28

Leikmaður með Man. City er einfaldlega ekki þjóðhetja, hvernig svo sem á málið er litið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 7/2/04 13:16

Nei, í besta falli er þetta drykkfellt samansafn íþróttameiðsla.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 7/2/04 15:42

Mér finnst það skjóta heldur skökku við að maðurinn sé þjóðhetja eftir að hafa fengið á sig 3 mörk í einum leik nú í vikunni, en var skúrkur þegar hann fékk á sig 3 mörk gegn Þjóðverjum í fyrra! Er það ef til vill vegna þess að Tottenham (held það heiti það) er miklu betra lið en þýska landsliðið?
Veit sá sem ekki spyr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Nei,það er hins vegar vegna þess að íslenska landsliðið er.....íslenska landsliðið. ‹Starir þegjandi út í loftið› Afrek Árna Gauts, hins verðandi forseta, í vikunni var svipað og ef íslenska landsliðið hefði unnið Þjóðverja 3-5 í umræddum leik.
Það er alþekkt að íslendingar séu gerðir að þjóðhetjum fyrir aðeins eitt afrek eftir að fyrri ferill þeirra hafði verið ein löng röð háðuglegra mistaka og feilspora. Hver man ekki eftir Halldóri Laxness,heitnum?

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 7/2/04 23:20

Þetta eru allt saman óafreksmenn!

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 7/2/04 23:33

Aumingjar bara!

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 8/2/04 04:59

Semmning Semmningsen mælti:

Nei,það er hins vegar vegna þess að íslenska landsliðið er.....íslenska landsliðið. ‹Starir þegjandi út í loftið› Afrek Árna Gauts, hins verðandi forseta, í vikunni var svipað og ef íslenska landsliðið hefði unnið Þjóðverja 3-5 í umræddum leik.

Þetta eru, vægt til orða tekið, einkennileg rök, en Gautur er fallegt nafn.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Það sem mestu skiptir er vissulega að forsetinn heiti fallegu nafni. Synd að við höfum aldrei átt forseta sem heitir til dæmis Semmning... ÞAÐ væri stemmning!!!!! ‹Ljómar upp›

Þó er ég þess fullviss að Árni Gautur muni valda þessu embætti með sóma og jafnvel sjá sóma sinn í að borga sína eigin leigu sjálfur.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 8/2/04 15:03

Ég leyfi ekki neitt slíkt fyrr en maðurinn kemur hingað í eigin persónu og kynnir sig fyrir okkur og sannar að hann sé ekki hálfviti.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Sástu ekki leikinn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 8/2/04 15:21

Ég horfi ekki mikið á leiki. Ekki nema svona leiki þar sem ég fæ að pynta fólk til dauða ef það stendur sig ekki vel.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð

mmmm..þú værir fínn landsliðsþjalfari ‹Starir þegjandi út í loftið›

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: