— GESTAPÓ —
Hvernig er félagslífið?
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 6/2/04 11:02

Ég er svo margfaldur í einfeldni minni að ég þarf öngvan kunningsskap. Gott er að vera sjálfum sér nægur, eins og blóm.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 6/2/04 11:34

Líkt og Hakuchi þekki ég tvo sem hér staldra við. Svo ég viti til að minnsta kosti.

Tollstjóri Baggalútíu. • Mottó okkar er 'Ef þú átt það, tek ég það.'
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/2/04 11:51

Eru það sömu tveir einstaklingarnir?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/2/04 12:34

Það gæti hugsast. Það fer eftir ýmsu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 6/2/04 13:19

Ekki að öllu leyti. Frekar að hálfu.

Tollstjóri Baggalútíu. • Mottó okkar er 'Ef þú átt það, tek ég það.'
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/2/04 13:22

Eða kannski einn tvístaklingur frekar en tveir einstaklingar ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/2/04 14:03

Ég þekki engan. Grunar samt einn. Sæll frændi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 6/2/04 15:14

Gæti verið að þessir tveir einstaklingar séu að hálfu leiti hinir sömu einstaklingar og ég þekki?

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/2/04 16:33

Ekki eru þetta Mosa frænka og Mús-Lí, sem ég þekki? Eða þekkjumst við? Ég er einmitt einstaklingur...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 6/2/04 17:06

Neihh! Ég er einmitt líka einstaklingur. En nei ég efast um að þetta séu þeir einstaklingar.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Ekki þekki ég neinn hér mér vitanlega.
Og ég hef ekkert vit á kóbalti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Virkar stundum hægt, þessi "Senda" hnappur. Pósturinn kom tvisvar svo ég verð bara að bulla eitthvað í þessum seinni, fyrst ég get ekki eytt honum.
‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Glaumur 6/2/04 20:24

við erum samstíga tölvukunnáttunni. þetta var einusinni svarið hér fyrir neðan, bara með fleiri stafsetningarvillum

þar sem hlátur lengir lífið, má þá túlka kímnigáfuleysi mitt sem sjálfsmorðstilraun?
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Glaumur 6/2/04 20:25

Kóbalt er í 27. sæti lotukerfissins og hefur því 27 róteindir og að meðaltali 32 nifteindir í kjarna. Það eru hinnsvegar gildisrafeindirnar 3 sem veita kóbaltinu einstaka eiginleika þess, s.s. að stjórna veðrinu.

þessum fróðleiksmola er best að skola niður með þreföldum "vatn lífsinns" (ákavíti) í vatn. Skál!

þar sem hlátur lengir lífið, má þá túlka kímnigáfuleysi mitt sem sjálfsmorðstilraun?
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/2/04 23:30

Það er margt sem sum ykkar hafa skrifað sem fær mig til að gruna margt...ég held t.d. að ég þekki blástakk ætli fólið verði nokkuð paranoid..hehehe

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 6/2/04 23:32

Ég er allaveganna pollrólegur

‹Hleypur í burtu›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 7/2/04 13:05

Ég held að ég þekki ekki Skabba en varðandi kóbalt atómið þá er líka óþekkt exótísk eind sem er gerð úr antikvörkum sem klónar sjálfa sig er eitt atóm kemst í tengsl við annað. Ég hef tekið mér það bessaleyfi að kalla þetta bláeind.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 7/2/04 15:29

Hef ýmsar grunsemdir varðandi ýmsa hér, þó ég sé oftast með sjálfum mér. Nokkuð viss um einn.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: