— GESTAPÓ —
Engin leið að hætta - ÁBENDING
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 28/1/04 10:54

Upp er kominn nýr og alvarlegur vandi hér á spjallsvæðinu. Það er ekki nóg með að það sé erfitt að skrá sig inn, heldur virðist nú nær ógjörlegt að skrá sig út. Víst er það gott fyrir egóið að finna að nærveru manns sé óskað í tíma og ótíma, en gleymum ekki lögmálinu um framboð og eftirspurn. Ég taldi mig hafa atfengst í bak og fyrir snemma dags í gær, en birtist svo sem innipúki - án þess að skrá mig inn - í dag. Hvernig má það vera? Nýt ég sérmeðferðar? Kannast fleiri við þetta vandamál? Hvað er til ráða?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/1/04 11:02

Ekki heldur ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/1/04 11:07

Ég kannast við þetta. Þó ekki hefur verið vandamál að skrá mig inn. En er það svo slæmt að þurfa ekki að skrá sig inn í tíma og ótíma, þetta sparar innsláttinn og það að þurfa að muna aðgangsorð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 28/1/04 11:11

Hakuchi mælti:

Ég kannast við þetta. Þó ekki hefur verið vandamál að skrá mig inn. En er það svo slæmt að þurfa ekki að skrá sig inn í tíma og ótíma, þetta sparar innsláttinn og það að þurfa að muna aðgangsorð.

Ég óttast mest um orðspor mitt. Nú gæti fólk haldið að ég ætti mér ekkert líf utan Baggalúts, þjáðist af andvökum og/eða athyglissýki. Hins vegar mætti e.t.v. nota inniveruna sem fjarvistarsönnun ef á þarf að halda ‹Starir þegjandi út í loftið›[Mikið er annars smekklegt að sjá okkur öll í svona grænum sjetteringum - vonandi heldur bleika og gula slektið sig fjarri.]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/1/04 11:16

Já er þetta grænt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 28/1/04 11:16

Júlía mælti:

[Mikið er annars smekklegt að sjá okkur öll í svona grænum sjetteringum - vonandi heldur bleika og gula slektið sig fjarri.]

Þið eruð bara græn af öfund yfir að vera ekki fagurgul.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/1/04 11:18

Júlía mælti:

Hins vegar mætti e.t.v. nota inniveruna sem fjarvistarsönnun ef á þarf að halda ‹Starir þegjandi út í loftið›

Nú ertu að tala. Best að vera einmitt skráð hér um leið og þú heldur njósnir um allt ríkið og liggur á óvinum Baggalútíu.

Sbr. KS 27

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 28/1/04 11:21

Mosa frænka mælti:

Júlía mælti:

Hins vegar mætti e.t.v. nota inniveruna sem fjarvistarsönnun ef á þarf að halda ‹Starir þegjandi út í loftið›

Nú ertu að tala. Best að vera einmitt skráð hér um leið og þú heldur njósnir um allt ríkið og liggur á óvinum Baggalútíu.

Sbr. KS 27


Ligg á óvinum Baggalútíu, segirðu...þetta má skilja á marga vegu!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/1/04 11:23

Aðferðir þínar koma ekki neinum við. Við treystum þér fullkomlega í starfi þínu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/1/04 11:59

Júlía mælti:

Upp er kominn nýr og alvarlegur vandi hér á spjallsvæðinu. Það er ekki nóg með að það sé erfitt að skrá sig inn, heldur virðist nú nær ógjörlegt að skrá sig út. Víst er það gott fyrir egóið að finna að nærveru manns sé óskað í tíma og ótíma, en gleymum ekki lögmálinu um framboð og eftirspurn. Ég taldi mig hafa atfengst í bak og fyrir snemma dags í gær, en birtist svo sem innipúki - án þess að skrá mig inn - í dag. Hvernig má það vera? Nýt ég sérmeðferðar? Kannast fleiri við þetta vandamál? Hvað er til ráða?

Ég sá þig ekki sem Innipúka í gærkveldi eða í morgun, þannig að þú hlýtur bara að hafa skráðst sjálfkrafa inn þegar þú fórst inn áðan...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 28/1/04 13:08

Þar til almennileg lausn finnst á þessum blessuðu innskráningum kom ég því þannig fyrir að gestir væru skráðir sjálfkrafa hér inn þegar þeir snúa aftur á Baggalút.

Sjálfum þykir mér þetta hið besta og mesta hagræði - og legg ég til að allir fagni þessu með ferföldu húrraöskri - og láti alfarið vera að kvarta og kveina.

Þeir sem endilega vilja afskrá sig þurfa bara að smella á "Aftengjast" - ekki er verra að gera það tvisvar. ‹Lítur snöggt undan og virðir skömmustulegur fyrir sér nálægan vegg›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/1/04 13:12

Húrra!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 28/1/04 13:13

Þá er ég sátt - húrra! húrra! húrra! húrra!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/1/04 22:24

Bara að passa að aftengja sig ef maður er í tölvu sem aðrir komast í, eins og fíflið hann Skabbi gleymdi ‹glottir og lítur flóttalega til dyranna› Skabbi er að koma... Skál

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/1/04 22:27

Helvítið hann Doddi...alltaf að skrifa undir mínu nafni...skál fyrir því Doddi minn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/1/04 22:28

Já skál fyrir því Skabbi...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/1/04 12:34

Ég er farinn að hafa áhyggjur af þér Skabbi minn. Ertu farinn að minnka við þig drykkjuna? Yfirleitt ertu áfengisdauður á þessum tíma sólarhringsins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/1/04 13:49

Hakuchi mælti:

Ég er farinn að hafa áhyggjur af þér Skabbi minn. Ertu farinn að minnka við þig drykkjuna? Yfirleitt ertu áfengisdauður á þessum tíma sólarhringsins.

Nei ekki hefur hún minnkað, en afturámóti hef ég tekið upp nýja siði til að hjálpa mér við drykkjuna. Ég fæ mér bara slurk af þorskalýsi og þá helst ég góður lengst fram eftir kvöldi.

     1, 2  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: