— GESTAPÓ —
Vondu-laga-keppni
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 29/1/04 16:28

Segðu nú meira um lauslátu rónanunnuna Ívar, þú vekur forvitni!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 29/1/04 17:15

"Úti alla nóttina" með Valla og víkingunum kemur fyrst upp í hugann hjá mér...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 29/1/04 18:29

"Ég fer í fríið" með Þorgeiri Ástvalds er enn ein hörmungin. Hann ætti að láta vera að syngja maðurinn sá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
koffortsfiskur 29/1/04 18:55

ég ætla að taka undir með þeim sem nefndu sjúbídú. Það er bara eitt orð sem getur lýst því (en samt er það ekki nógu sterkt), og það er ógeð.
Svo virðast allir hafa gleymt Leoncie, það er nú bara skömm að hún skuli kalla sig tónlistarmann því hún býr til svo ójarðneskan hrylling að maður fær það á tilfinninguna að maður hafi fengið illkynja krabbamein þegar hún byrjar með hörmungarnar.

Það er langdreginn dauðdagi að vera troðinn til bana af maurum!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
koffortsfiskur 29/1/04 18:58

Ég gleymdi að nefna eitt lag... obla di obla da ég á bara erfitt með að sætta mig við að það hafi verið leyft til útgáfu. ojojoj

Það er langdreginn dauðdagi að vera troðinn til bana af maurum!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/1/04 22:22

SlipknotFan13 mælti:

Segðu nú meira um lauslátu rónanunnuna Ívar, þú vekur forvitni!

Ef ég má rétt taka ómakið af Ívari:
Rétt nafn hennar er Systir Luc-Gabrielle (rétt nafn Jeanine Deckers) og dvaldi hún stærstan hluta ævi sinnar í Fischermont-Klaustrinu í Belgíu. Hún þótti söngelsk með afbrigðum og leið ekki á löngu fyrr en orðsporið barst út fyrir klausturmúranna. Árið 1963 tók hún þá ákvörðun að hljóðrita og gefa út lagið lagið "Dominique" undir listamannsnafninu Soeur Sourie (Systir Bros). Ekki þurfti að bíða boðanna því þessi saungur sló í gegn í heimsvísu og sat t.d. í fjórar vikur á toppi Bandaríska Billboardlistans fyrir jólin þetta sama ár og er efalaust um að ræða eitthvert þekktasta "crossover" lag í dægurtónlistarsögunni. En, þegar frá leið átti bros hinnar syngjandi systur átti eftir að breytast í skeifu. Alla tíð eftir þetta var hún þjökuð af trúarlegri sektarkennd og þunglyndi fyrir að hafa gefið sig satanískum markaðsöflunum á vald og af þeim sökum féll hún fyrir eigin hendi árið 1985.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/1/04 01:14

Spesi mælti:

"Úti alla nóttina" með Valla og víkingunum kemur fyrst upp í hugann hjá mér...

Nei. Nei. Nnnneeeeeiiiiiiiii......Takið það úr mér! Í guðs bænum takið það úr mér!!!

‹Lemur höfðinu illilega upp við vegg í von um að rotast svo lagið hætti að hljóma í hausnum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 30/1/04 13:28

Já, Úti alla nóttina er svo vont í svo mörgum víddum.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 30/1/04 13:29

AAAARRRGGGGHHHH! Nú er ég kominn með þetta líka... DREPIÐ MIG STRAX!

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 30/1/04 13:37

Allt með Áhöfninni á Halastjörnunni!!!!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 30/1/04 13:38

Andsk... hvað var ég að opna þennan þráð! ‹Úti alla nóttina..engum háður ég er ..ónei ónei..ónei ónei ónei...Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 14:33

Hvaða hvaða. Stolt siglir fleyið mitt er með ansi skemmtilegri melódíu. Og auðvelt að syngja það. "Ísland kæra Ísland. Ástkær fósturjörð." Maður fyllist bara þjóðernisstolti við að hugsa um lagið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
ismadur 30/1/04 17:44

Títanic lagið með henni kanadísku söngpípunni þarna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/1/04 18:20

Undir bláhimni er hundleiðinlegt. Af hverju halda Skagfirðingar að þeir geti sungið? Fjölmörg dæmi afsanna það alveg. Nægir þar að nefna Geirmund, Álftagerðisbræður og Skagfirsku söngsveitina. Þótt menn geti gaulað eitthvað, blindfullir í réttunum, er ekki þar með sagt að þeir geti sungið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 31/1/04 01:25

Hvað með allt þetta andskotans rappvæl á popptíví. Luralegir delar sem dansa eins og þeir séu búnir að kúka á sig og með hvít ennisbönd, glitrandi bling-blingin hálsfestar og hringa á hverjum fingri, á leið í partí í glæsivillum uppfullum af beibum í baðfötum sem allar vilja gilja sögumann...

Annars eru flest öll lögin sem þið eruð búin að nefna alveg sultufín, þið hafið bara ekki húmor fyrir þeim.

Lag eins og "Einn Dans Fyrir Mig" með Hemma Gunn veitir manni ómetanlega innsýn inn í heim dagdrykkjumannsins....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 31/1/04 03:34

tinni mælti:

Annars eru flest öll lögin sem þið eruð búin að nefna alveg sultufín, þið hafið bara ekki húmor fyrir þeim.

Algjörlega sammála, en hefði samt kosið að sleppa við að fá "Úti alla nóttina" á heilann.
Hvernig er með "Eldhúsverkin" með Maríu Baldursdóttur. Það er lag sem á fyllilega heima í þessari umræðu. N.b. vegna gæðanna.
‹Syngur hástöfum: Mér leiðast svo eeeeeldhúsverkin. Ef ég ve-erð of sein til að elda ég fíla mig neglda við eeeeeeeldhúsverkin....(minnir mig)›
En svo er það hin hliðin: Lög sem mér finnst verulega VOND eru svona Celine Dion væl og þess háttar undirmálsrusl sem ég hvorki get lært né vil læra nöfnin á. Og svo náttúrulega "Hey, stofnum hljómsveit sem verður fræg og gefum út (rusl)lög". A la Írafár-Í svörtum fötum-Skítamórall o.s.frv. Það er VONT.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 31/1/04 15:09

tinni mælti:

Lag eins og "Einn Dans Fyrir Mig" með Hemma Gunn veitir manni ómetanlega innsýn inn í heim dagdrykkjumannsins....

Slaaaaakaah, slaaaaaakaaaaa. . .

Sko vinur. Ég söng og komst áfram á laginu hans Hemma Gunn
hvað er betra en að dansa

Hemmi Gunn er flottur gaur.

En talandi um leiðinleg lög, þá er ég með eitt leiðinlegt lag í heiladinglinum.
Öll hin lögin á öllum plötunum sem hafa bara eitt gott lag.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 31/1/04 19:10

Nykur mælti:

Andsk... hvað var ég að opna þennan þráð! ‹Úti alla nóttina..engum háður ég er ..ónei ónei..ónei ónei ónei...Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Aðdáendur Valla og Víkinga hans kunna kannski að njóta útgáfu títtnefnds MA Numminen á Eins-Lags-Slagaranum Úti alla nóttina sem í hans útgáfu heitir "ooa hela natten".

http://www.nfmh.is/atlividar/audio/MA_ooa.mp3

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: