— GESTAPÓ —
Ein andstyggðarvísnagáta að hætti hundsins
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 28/1/04 18:40

Ekki var það geirfugl.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 28/1/04 21:01

skip

Fyrrum stolið frá oss var. sjóræningjar stálu skipum
Frábær skapar hljóðin. hljóð í skipsvélum geta vel verið frábær
Sum á skjótum, sum í mar. segir sig sjálft
Sum þau grætur þjóðin. Einkum skip með kvóta

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 29/1/04 09:50

Fyrrum stolið frá oss var - hestum var eiginlega stolið til að nota í kolanámum á Bretlandi t.d.
Frábær skapar hljóðin - fátt er fallegra en kröftugt hnegg.
Sum á skjótum, sum í mar - sumir hestar hlaupa hratt á sumrin (á skjótum í sumar).
Sum þau grætur þjóðin - Það væla margir yfir útflutningi hesta.

Sumsé, þetta eru hestar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 29/1/04 15:50

Þetta eru góð svör hjá ykkur, virkilega góð og falla vel að vísbendingunum. En bara ekki það sem ég hafði í huga þegar ég samdi gátuna. Þetta eru því ekki skip, sírenur né hestar. Áfram er því haldið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 29/1/04 16:59

Hún ætlar að reynast ykkur snúin þessi. En hér er hint:

Gátan þessi getur orðið
gömul, þreytt og lúin.
Naumlega höfðuð næstum orðið.
Nú er ég bráðum búinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
koffortsfiskur 29/1/04 20:50

ég ætla að skjóta á orðið Lendur

Það er langdreginn dauðdagi að vera troðinn til bana af maurum!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 10:23

Ekki klukkur og ekki lendur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 30/1/04 11:32

Fálkar!

Fyrrum stolið frá oss var. - á síðustu öld óðu fálkaþjófar uppi á hverju sumri
Frábær skapar hljóðin. - fálkar gefa frá sér mikil hljóð
Sum á skjótum, sum í mar. - óprúttnir náungar skjóta þá; jafnvel yfir hafi
Sum þau grætur þjóðin. - hver grætur ekki fallinn fálka?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 11:36

Neibbs, ekki fálkar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 30/1/04 12:46

Lausnarorðið er silfur! ‹Ljómar upp›

Fyrrum stolið frá oss var. - það er alltaf verið að stela silfri einhversstaðar
Frábær skapar hljóðin. - silfurbjöllur, gefa sérstaklega fagurt og tært hljóð
Sum á skjótum, sum í mar. - silfurkúlur í byssum, bráðnauðsynlegar við varúlfaveiðar - silfur hafsins er að sjálfsögðu síldin.
Sum þau grætur þjóðin. - Margir sem gráta að Silfur Egils er ekki lengur á Skjáeinum.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 12:52

Ekki var lausnarorðið silfur. Og Silfur Egils er í opinni dagskræá á Stöð 2. áfram höldum við. Glottir illyrmislega og nuddar saman höndum af sjálfsánægju

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 30/1/04 13:07

Af siðferðislegum ástæðum þá horfa ekki allir á Stöð2 og þessvegna gráta aðeins sumir ‹Ljómar upp›

Annars er þessi alltof svínsleg hjá þér kæri Voffi. ‹dæsir mæðulega og klórar sér í höfðinu›

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 14:23

Hún er vissulega svínsleg. En það fyndna er að svarið var næstum til komið, en samt ekki. Lastu ekki vísuna með "hint"-inu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 30/1/04 14:52

Geir.

Fyrrum stolið frá oss var. -Geirfuglinn
Frábær skapar hljóðin. - Geir Ólafsson
Sum á skjótum, sum í mar. - Atgeir sbr. spjót
Sum þau grætur þjóðin. - Tja Geir Hallgrímsson???

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 30/1/04 14:52

Orð!

Fyrrum stolið frá oss var. - menn eru alltaf að stela orðinu hver af öðrum
Frábær skapar hljóðin. - segðu!
Sum á skjótum, sum í mar. - hægt að skjóta menn í kaf með orðum
Sum þau grætur þjóðin. - þjóðin grætur glötuð orð

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 30/1/04 16:05

gæti orðið ekki verið Börn

fyrrum stolið frá oss var - Börnin heim!
frábær skapar hljóðin - barnshjal ellegar barnakórar
sum á skjótum, sum í mar - börn á hestum, börn í sjó (Nauthólsvík)
sum þau grætur þjóðin - þjóðin saknar allra óskabarnanna sinna, sem urðu að engu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 19:30

Ekki voru það Geir, orð eða börn. En þið fáið plús fyrir góðar tillögur sem passa þónokkuð við vísbendingarnar. En sem sagt það var ekki spurt um þetta => áfram með gátuna og giskið.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 20:10

Ekki eru það mörk.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: