— GESTAPÓ —
Sniðugasta nafnið
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 20/1/04 13:31

Ég hef löngum velt því fyrir mér hvert sniðugasta mannsnafnið sé. Einhverjar uppástungur?
Þetta verður að vera nafn sem er í notkun og finnst í síma- ellegar þjóðskrá.

Dæmi um sérlega skemmtilegt nafn má finna hér

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 20/1/04 14:28

Loki Laufeyjarson finnst Nykri vera ansi mergjað..
Íris Mist er víst að fikra sig upp vinsældalistann, sem er stórmerkilegt þar sem um er að ræða einhverskonar skrumskælingu á Irish Mist sem er kellingalíkjör.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 20/1/04 14:46

Dufþakur er ansi hreint magnað...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/04 15:49

klassískt: Guðríður Helga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 20/1/04 16:17

Ljótur hefur nú alltaf verði ljótt nafn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 20/1/04 16:26

feministi mælti:

Ljótur hefur nú alltaf verði ljótt nafn.

Ekki væri Fagur fallegra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 20/1/04 16:30

Skítsæmileg Ósk Ljótsdóttir væri bagalegt nafn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 20/1/04 16:34

En hún myndi sennilega nota þá upphafsstafi sína meira, sbr. Kkv. SÓL

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 20/1/04 17:17

Rán hefur alltaf minnt mig á rán.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/1/04 18:27

Verð að bæta við þessum.

Leifur Arnar. Hann er á leikskólanum svo kemur mamma hans og sækir leifarnar.

Og

Drífa Sig. Hún er alltaf öftust.

Já og bara þessi stytting 'Sig' hún gerir ýmislegt.

Finnur Sig
Hekla Sig
Reynir Sig
o.s.f.v.

-

Þorpsbúi -
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 20/1/04 18:47

Grýla og Leppalúði eru nöfn sem hafa alltof lengi legið í láginni. Einnig hafa Kálfur og Lambi ekki verið að sækja í sig veðrið síðan síðustu aldirnar. Og Hrútur er nafn sem hefur verið vanrækt þrátt fyrir að vera ein af aðalpersónum Njálsssögu. Og víðar í fornsögunum eru þessi fínu nöfn Þangbrandur, Hrói, Játvarður, Hrólfur, Smiður. Nóg er af nöfnunum ef menn vilja finna þau.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/1/04 18:48

voff

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 20/1/04 18:50

Svo eru nöfn eins og Kaðall og Fálki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 20/1/04 19:11

Í þættinum "Af fingrum fram" með Ladda um daginn, var sýndur stuttur skets með dúettinum "Hjörtu og nýru". Þar var Laddi hreint óborganlegur með lambapermanent a la 1980, í hryllilegum jakkafötu, undirstrikuð með allt of stuttum buxum og búinn að líma textablaðið með teppalími á gítarinn. Það kom reyndar ekki fram í þessum þætti, en ég man að karakterinn sem Laddi lék hét hinu skelfilega nafni: HJÖRTGEIR UNNDÓRSSON!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/1/04 22:00

Hálfsystir þeirra er Lauga Sig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/1/04 23:04

Ég held að Helgi Dagur hljóti að hafa það mjög náðugt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 20/1/04 23:59

Hreinn Sveinn verður nú að teljast það al-óheppilegasta

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
GESTUR
 • LOKAР• 
Mesturinn He 21/1/04 04:04

Gott að Vanda Sig er ekki að lesa þetta, eða hann Ævar Eiður.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: