— GESTAPÓ —
Vínklúbbur Baggalúts
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 14/1/04 14:19

Sverfill Bergmann mælti:

Ef það er kaffi í boði þá mæti ég...

Ef það er til kaffi og kakó þá skal ég koma með Koníak og Stroh.

‹röltir útí ríki og fer að breyta aur í vín.›

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Brenjar 15/1/04 15:48

Vi drikke Ceres ..... Ceres Royal !!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 15/1/04 17:00

Ahhh, já, Ceres Royal er enn einn af þeim bestu. Afar vel valið, held ég fái mér einn líka.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 15/1/04 18:11

ég drekk bara Erdinger Dünkel, dökkan.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 15/1/04 20:20

Dünkel, dökkan? Þetta er eins og Colour, litfilmur. Ágætur bjór, en mér leiðist hvernig hveitið á það til að setjast á botninn og mynda óaðlaðandi skán á bjórnum.

Verð að sætta mig við léttöl í kvöld.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/1/04 11:21

Jæja, úr því að menn eru komnir í léttölið, er þá ekki alveg við hæfi að ræða það aðeins.

Ég er sjálfur vanur að kaupa Víking léttöl þegar ég á annaðborð fjárfesti í svoleiðis gutli.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Glaumur 19/1/04 11:38

Sjálfur drekk ég Stella Artois eða dökkann Leffe. Belgar eru meistarar í að brugga sterkan bjór sem er ekki of bitur. Leffe-inn er þó líka mjög góður ljós. Bragðmikill og þungur með sterkum maltkeim. Þetta er skrifað fyrir hádegi á mánudegi... þetta verður löng vika...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/1/04 11:42

Já, einmitt vegna þess að það er fyrir hádegi á mánudegi vildi ég byrja rólega, bara í léttölinu. En þér tókst að kæfa það í fæðingu.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 19/1/04 13:43

Úrsus Akureyrensis mælti:

mér leiðist hvernig hveitið á það til að setjast á botninn og mynda óaðlaðandi skán á bjórnum.

Það er þessvegna sem flöskurnar eru dökkar og ógagnsæjar.
Annars datt mér aldrei í hug að hveitibjór gæti orðið svona góður áður en ég smakkaði hann.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 21/1/04 02:26

Erdinger Wiessbier fær tvo þumla upp hjá mér!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Feiti Einbúinn 25/1/04 04:16

hvur fjárinn... maður skilur við lútin nokkrar vikur og allir vaða um í bakkus á meðan, ég missi alltaf af öllu ‹Lemur höfðinu margoft í steinsteypt gólfið›

en ég á eflaust ekki heima hér á meðal ykkar snobblútana, mín fíkn er drykkur hins sótsvarta almúga, Captain Morgan (svo lætur maður sig hafa það að sötra Víking mjöð ef annað er ekki á boðstólnum)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/1/04 15:14

Feiti Einbúinn mælti:

hvur fjárinn... maður skilur við lútin nokkrar vikur og allir vaða um í bakkus á meðan, ég missi alltaf af öllu ‹Lemur höfðinu margoft í steinsteypt gólfið›

en ég á eflaust ekki heima hér á meðal ykkar snobblútana, mín fíkn er drykkur hins sótsvarta almúga, Captain Morgan (svo lætur maður sig hafa það að sötra Víking mjöð ef annað er ekki á boðstólnum)

Allir drykkjumenn eru jafnir í Baggalútíu, hvað svo sem þeir drekka...er það ekki?

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: