— GESTAPÓ —
-Bókmenntir.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 6/1/04 04:51

-Þar sem ég er orðinn uppiskroppa með hugmyndir um hvað ég ætti næst að lesa, lýsi ég eftir skoðunum á því hvað ég ætti næst að lesa og hversvegna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/1/04 13:08

Íslensk bókatíðindi 2003 til að fá hugmyndir um hvað skuli lesa þegar lestri þeirra er lokið.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 6/1/04 14:25

Bók þeirra Hannesar, Hallbergs og Halldórs um Halldór. Þó ekki nema til að geta verið með í umræðunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/1/04 14:27

þetta var ég síðast. Bölvuð innskráningin!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 6/1/04 20:30

Ég mæli með hinni frábæru bók "The Prestige" eftir Christopher Priest.
Einnig er til fullt af klassískum bókmenntum eftir Douglas Adams.
Ef þú hefur áhuga fyrir leynimakki og rugluðum konspirasíþeoríum þá mæli ég eindregið með Illuminati (fnord) Trílógíunni.

Allar þessar bækur ætti að vera hægt að finna í betri bókabúðum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 6/1/04 22:00

Af nýlegum bókum er Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson ansi hreint skondin og fínasta lesning. Hér er brot:

Gusi spurði heimspekimanninn í rólegheitum af hverju menn skyldu eiginlega vera að læra heimspeki.

Heimspekimaðurinn horfði íbygginn í gaupnir sér drykklanga stund, líkt og hann vildi virkilega vanda svarið, en sagði svo: Ég veit ekki um aðra, en ég er að læra heimspeki til að skilja heiminn betur.

Þá var það svoleiðis að sumir litu upp til fjalla og sáu hvað hafði leyst mikinn frera úr giljum í hlýindunum, aðrir litu út á fjörð og sáu hvar brotnaði í báru innan við sker og því ekkert sjóveður, og síðan litu Ebbi og Bensi hvor á annan, síðan báðir á heimspekimanninn og annar sagði: Hvað er það, vinur, sem þú skilur ekki?

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/1/04 23:37

Úrsus Akureyrensis mælti:

Af nýlegum bókum er Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson ansi hreint skondin og fínasta lesning.

Þar er ég sammála þér Úrsus, var að enda við að lesa hana og kom hún mér skemmtilega á óvart...sem gamall sjóari og uppalinn við að ræða við kappa eins og söguhetjur þessarar bókar, þá skemmti ég mér konunglega...ekki búinn að lesa nógu margar bækur til að segja til um hvort hún hafi átt skilið tilnefninguna þó (tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna), en vissulega skemmtileg lesning. Er þetta brjóst á bókarkápunni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 6/1/04 23:55

Birtíngur eftir Voltaire

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 7/1/04 00:01

-Vekur með manni andlegt ríkidæmi á við tólf fullar fjárhirslur fullar kóbalts!

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 7/1/04 02:25

-Hér er allt löðrandi í skíðlogandi andagift eins og fyrridaginn. -Úrsus, þetta hljómar vel.
-Þeim sem áhuga hafa, bendi ég á að Sagan af Pí eftir Yann Martel þótti mér afar merkileg bók.
-Önnur bók kom mér nokkuð á óvart. -Sú bók er eftir nýliða í íslenskum bókmenntum, Björn Þorláksson. Bókin heitir Rottuholan. Engin orð ætla ég að hafa um það hvort hún er góð eða slæm. Hinsvegar las ég hana í einum rikk, og hafði gaman af.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/1/04 16:34

Þú segir það já...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 7/1/04 17:05

-Jamm, og mér er í lofa lagið að endurtaka það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 7/1/04 17:11

Andrésblöðin.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 7/1/04 17:12

Og Syrpubækurnar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 7/1/04 17:43

-Og Tinnabækurnar, ásamt skyggnilýsingum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 7/1/04 17:46

Veit einhver hvort þráðurinn verði aftur tekinn upp í þýðingum á Lukku-Láka bókunum. Það var ekki þýddur nema hluti af þeim. Já og svo vantar náttúrulega eina Tinnabókina; Tinni í Sovétríkjunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 7/1/04 18:10

Sagan af Pí já, alveg þrælskemmtileg. Á hana einmitt áritaða, "Megi Richard Parker deila fisknum sínum með þér".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 7/1/04 21:07

Meistarinn og Margaríta er sennilega ein besta bók sem ég hef lesið. Sagan af Pí er í lesningu núna. Frábær bók. Annars eru Andrésblöðin á sérstökum stalli. En þau verða að vera á dönsku.

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: