— GESTAPÓ —
Segjum nú sem svo
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 20:40

Andefni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 13/1/04 00:20

SlipknotFan13 mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Það að við hugsum er ekki endilega sönnun þess að við eigum okkur efnislega tilvist; efnið sem við köllum svo, gæti einfaldlega verið afsprengi hugsana okkar sem værum þá væntanlega ekki efnislegir.

Hvernig vill pöpullinn skilgreina efni? Að mati Slipknotfans myndi ég telja að það væri hugsun sem kæmi fyrst og skilgreindi okkur sem verur. Hvort að tilvist okkar sé andleg eður efnisleg er óþörf spurning þar sem allt virðist benda til að andi og efni séu eitt.

Hvers eigin hugsun er það eina sem hann getur treyst að sé. Ekki einu sinni að ályktanir af hugsuninni (t.d. að skilgreina sjálfan sig sem veru) séu "réttar", þ.e. ef þær fara í stærra samhengi. Hvað þá að aðrir séu. Þess vegna er gjörsamlega útilokað að vita hvort tilvist hvers og eins er meira en andleg. Það eitt útilokar spurningu eða fullyrðingu hr. Þrettánduviftu (sem er alls óvíst að sé til) og styður hr. Austmann í sínum ályktunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/1/04 12:28

‹klórar sér í höfðinu› eigum við þá ekki bara að segja að það sem brennur sé efni?? ‹Stekkur hæð sína og hleypur í burtu, reynir að stinga af eigin fávisku.›

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/1/04 17:09

Sko. Ég er til vegna þess að ég hugsa og segjum sem svo, að allt annað sé afurð þeirra hugsana; ímyndun ein. Af hverfu er þá allt ekki eins og ég vil hafa það? Ég er oft ekkert sérstaklega ánægður með heiminn í kringum mig, stríð, hungur, fátækt, Sjálfstæðsiflokkinn og margt fleira. Ef ég væri að ímynda mér þetta allt, hlyti ég að vera einvaldur heimsins og allt væri að mínu skapi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 13/1/04 22:55

Haraldur Austmann mælti:

Sko. Ég er til vegna þess að ég hugsa og segjum sem svo, að allt annað sé afurð þeirra hugsana; ímyndun ein. Af hverfu er þá allt ekki eins og ég vil hafa það? Ég er oft ekkert sérstaklega ánægður með heiminn í kringum mig, stríð, hungur, fátækt, Sjálfstæðsiflokkinn og margt fleira. Ef ég væri að ímynda mér þetta allt, hlyti ég að vera einvaldur heimsins og allt væri að mínu skapi.

Það leynist djúpt í hugarfylgsnum þínum afkimi þar sem verða til hugsanir til að reyna þig. T.d. að Sjálfstæðisflokkurinn c til.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/1/04 22:56

Get ég ekki læst honum eða múrað fyrir hann?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/1/04 23:49

Kannski er undirmeðvitund þín bara sadisti Haraldur minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 14/1/04 02:29

Er það ekki í eðli mannsins að valda sjálfum sér kvöl sýnkt og heilagt? Kannski er þetta einfaldlega hinn fullkomni heimur Hr. Austmanns og þeir erfiðleikar sem herja á jörðina eru einungis til staðar svo hann megi reyna að vinna bug á þeim. Ertu að uppfylla hlutverk þitt Hr. Austmann?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/1/04 11:59

Það er möguleiki að Haraldur Austmann sé alvaldur og eilífur skapari tilverunnar og hafi búið sér til sitt líf, þ.e. takmarkað sig, svo hann geti lent í erfiðleikum og búið í ófullkomnum heimi einfaldlega vegna þess að þá hefur hann eitthvað að gera.

Þá kviknar aftur á móti upp spurningin: Getur almáttugri veru leiðst?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/1/04 20:52

SlipknotFan13 mælti:

Er það ekki í eðli mannsins að valda sjálfum sér kvöl sýnkt og heilagt? Kannski er þetta einfaldlega hinn fullkomni heimur Hr. Austmanns og þeir erfiðleikar sem herja á jörðina eru einungis til staðar svo hann megi reyna að vinna bug á þeim. Ertu að uppfylla hlutverk þitt Hr. Austmann?

Ja...sko...eiginlega ekki. Vissi reyndar ekki að ég væri alvaldur en best að prufa. Ef þið heyrið í fréttunum að búið sé að selja HB og ÚA, þá virkar þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 19/1/04 02:26

Haraldur Austmann mælti:

SlipknotFan13 mælti:

Er það ekki í eðli mannsins að valda sjálfum sér kvöl sýnkt og heilagt? Kannski er þetta einfaldlega hinn fullkomni heimur Hr. Austmanns og þeir erfiðleikar sem herja á jörðina eru einungis til staðar svo hann megi reyna að vinna bug á þeim. Ertu að uppfylla hlutverk þitt Hr. Austmann?

Ja...sko...eiginlega ekki. Vissi reyndar ekki að ég væri alvaldur en best að prufa. Ef þið heyrið í fréttunum að búið sé að selja HB og ÚA, þá virkar þetta.

-Í framhaldi af framvindu mála væri kannski við hæfi að spyrja þig hvað verður selt næst?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 21/1/04 02:34

Spurning um að opna veðbanka? Hér mætti græða væna summu!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 3/8/04 16:16

Ég las þennan þráð. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann fjallaði um í upphafi og enn síður núna.

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/8/04 16:27

Þetta eru djúpar heimspekilegar vangaveltur og finnst oss þráður þessi með þeim athyglisverðari hér ‹Í alvöru› . En eigi er ráðlegt að lesa hann nema með skýrri hugsun og fullri athygli.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 3/8/04 16:31

Ég prófa kannski aftur þegar rennur af mér

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/8/04 16:37

Með tilvísun í efni þessa þráðar getum vér fullyrt að eigi er víst að þér séuð fullur. Það er ómögulegt að vera viss um það.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 3/8/04 16:42

Ó ég skil. Þetta er sem sagt afbökun af óvissulömáli Heisenbergs!

Heisenberg sagði nokkurn veginn: Því meira sem þú veist um hraða þinn því minna veistu um staðsetningu þína.

Afbökun: Því meira sem þú ert sannfærður um að þú sért drukkinn, því minna veistu hvað þú ert að gera.

Eitthvað í þessa áttina?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/8/04 16:46

Nei, frekar að það er eigi hægt að vera viss um eitt eða neitt. Það er t.d. engan veginn víst að þér séuð til en það ræðst þó að hluta til af því hvaða skilyrði þér (og aðrir) þurfið að uppfylla til að geta talist vera til. Slík skilyrði þarf að ákveða við upphaf þessarar umræðu svo hún fari eigi út um víðan völl. Sem dæmi má nefna að sé það sett sem skilyrði fyrir að þér teljist vera til að þér þurfið að eiga yður efnislega tilvist þá er með öllu óvíst að þér séuð til, jafnvel þó yður jafnt sem öðrum virðist sem þér séuð til.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: