— GESTAPÓ —
Segjum nú sem svo
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarfi 10/1/04 15:38

Ég neita að trú þessu. Þetta er óhugsandi!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 16:17

Hakuchi mælti:

Það er einmitt óhjákvæmileikinn í þessu Haraldur minn. Þú ert að hugsa að þú haldir að þú sért að hugsa, þ.a.l. ertu að hugsa, þ.a.l. getur þú, sem slíkur, hugsað og þ.a.l. hlýtur þú amk. að vera til sem eitthvað fyrirbæri sem getur hugsað.

Það er náttlega algjört hugsunarleysi af minni hálfu að fatta þetta ekki. Ég hugsa að þú hafir rétt fyrir þér. ÉG ER TIL! ÉG ER TIL! ‹Stekkur hæð sína en rekur höfuðuð í dyrakarminn og hættir að hugsa um stund›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/1/04 16:22

Jarfi mælti:

Ég neita að trú þessu. Þetta er óhugsandi!

....hugsar Jarfi með sjálfum sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarfi 10/1/04 16:58

Ég hugsa ekki. Ég læt eðlishvötina ráða

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/04 00:52

Jarfi mælti:

Ég hugsa ekki. Ég læt eðlishvötina ráða

Þú hugsar að þú hugsar ekki. Því hugsar þú. Það segir þó ekkert um hvert slíkar hugsanir leiða þig. Það er allt annar líkamspartur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/1/04 00:57

Hugsa dýr? Eða eru þau bara afsprengi hugsana minna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/04 01:00

Kannski eru dýr ekki til. Það má vel vera að þau séu ímyndun ein.

Descares komst að því með ofurefahyggju sinni að dýr væru ekkert annað en vélar. Sú hugsun varð ansi útbreidd í vísindaheiminum og leiddi til kvalarfulls dauðadaga fyrir afar mörg dýr, þar sem vísindamenn hunsuðu sársauka þeirra í hinum og þessum tilraunum á þeim grundvelli að þau væru bara vélar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/1/04 01:05

Á sér kannski enn stað í tilraunum á rottum og músum. Það er hægt að hugsa frá sér alla rænu á þennan hátt (ekki lengi gert sosem), alveg eins og þegar maður leggst á bakið og horfit upp í himininn, framhjá stjörnunum og reynir að gera sér óendanleikann í hugarlund. ‹Fer inn á bað og sækir magnyl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/1/04 03:18

En hugarlund, hvar á skepnunni er það?
‹þambar koníak af stút og bíður eftir svari›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/1/04 13:50

Haraldur Austmann mælti:

ÉG ER TIL! ÉG ER TIL!

Það er allsendis óvíst þar eð áður en umræða þessi hófst gleymdist að skilgreina nákvæmlega hvað það að vera til þýðir en það er grunnforsenda þess að unnt sé að ræða þetta mál með vitrænum hætti í þeim tilgangi að komast að skýrri niðurstöðu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 12/1/04 00:13

Skýrar niðurstöður eru ofmetnar, ég held að við ættum að leita eftir óskýrri uppstöðu. Þegar almenn skynsemi nær ekki lengur utan um umrræðuefnið ber manni skylda til að nota skynvillu og dellugang til að fálma sig í gegnum reyk nónsénsins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 12/1/04 01:37

SlipknotFan13 mælti:

Skýrar niðurstöður eru ofmetnar, ég held að við ættum að leita eftir óskýrri uppstöðu. Þegar almenn skynsemi nær ekki lengur utan um umrræðuefnið ber manni skylda til að nota skynvillu og dellugang til að fálma sig í gegnum reyk nónsénsins.

Já! Svarið er geit!

Afsannið það!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 12/1/04 15:22

Blástakkur mælti:

SlipknotFan13 mælti:

Skýrar niðurstöður eru ofmetnar, ég held að við ættum að leita eftir óskýrri uppstöðu. Þegar almenn skynsemi nær ekki lengur utan um umrræðuefnið ber manni skylda til að nota skynvillu og dellugang til að fálma sig í gegnum reyk nónsénsins.

Já! Svarið er geit!

Afsannið það!

Það stenst engan veginn af því að geit er spendýr.

Málið telst nú afsannað.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/1/04 17:02

Vladimir Fuckov mælti:

Haraldur Austmann mælti:

ÉG ER TIL! ÉG ER TIL!

Það er allsendis óvíst þar eð áður en umræða þessi hófst gleymdist að skilgreina nákvæmlega hvað það að vera til þýðir en það er grunnforsenda þess að unnt sé að ræða þetta mál með vitrænum hætti í þeim tilgangi að komast að skýrri niðurstöðu.

Ég er ekki alveg viss um að nauðsynlegt sé að skilgreina fyrirfram hvað það að vera til sé nákvæmlega. Við höfum verið að beita efahyggjuaðferðinni til þess að tortíma raunveruleika okkar, efast um eigin skynjanir uns tilveran er allsendis óviss með öllu. Upp úr þessum öskustóm efans rís ein óumflýjanleg staðreynd. Sá sem hugsar, hann er amk eitthvað. Ekki er með vissu hægt að fullyrða hvað, en hann er í það minnsta til. Þar með er ekki sagt að hugsun sé forsenda þess að vera til, það er bara það eina sem öfgafullur efasemdamaður getur ekki efast um og hlýtur því að vera frumglæðir einhvers konar sannleika.

Haraldur er til, amk. frá hans sjónarhorni. Með efahyggju að vopni getur Vladímír komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur sé bara blekking en en hann sjálfur sé til þó mér sé dagsljóst að þið eruð báðir afurðir hugsunar minnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 17:04

Vá! ‹Treður í aðra feita og sekkur djúpt inn í sjálfan sig›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/1/04 17:10

Það sem vér áttum við var að það er í okkar augum eigi skýrt hvort það sé skilyrði þess að vér teljumst vera til að vér eigum oss efnislega tilvist. Sé það skilyrði er með öllu óvíst að vér séum til þar eð óvíst er hvort vér eigum oss efnislega tilvist þó slíkt verði að teljast líklegra en hitt.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 17:14

Það að við hugsum er ekki endilega sönnun þess að við eigum okkur efnislega tilvist; efnið sem við köllum svo, gæti einfaldlega verið afsprengi hugsana okkar sem værum þá væntanlega ekki efnislegir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 12/1/04 18:45

Haraldur Austmann mælti:

Það að við hugsum er ekki endilega sönnun þess að við eigum okkur efnislega tilvist; efnið sem við köllum svo, gæti einfaldlega verið afsprengi hugsana okkar sem værum þá væntanlega ekki efnislegir.

Hvernig vill pöpullinn skilgreina efni? Að mati Slipknotfans myndi ég telja að það væri hugsun sem kæmi fyrst og skilgreindi okkur sem verur. Hvort að tilvist okkar sé andleg eður efnisleg er óþörf spurning þar sem allt virðist benda til að andi og efni séu eitt.

        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: