— GESTAPÓ —
Sveitasælan
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hrútaberið 5/3/10 01:32

Fyrr í kvöld átti ég að gera ritgerð um hvað sem mér dytti í hug, fannst það heldur víðtækt og gat ekki ákveðið mig, fyrst ráfaði hugur minn að þessum mögnuðu hlutum sem gæddir eru þeim eiginleika að vera með sál, slegið létt á réttan punkt þá kveiknar á græjunni, skellt húddinu á bílnum og þá töfrum líkast startar bíllinn. Fannst það einum of persónulegar upplýsingar þar sem þessir hlutir eru nú gæddir sál. Hugur minn reikaði svo á æskuslóðir mínar, sveitina, sveitasæluna. Sveitin er besti staður í heiminum. Allt þar er frjált og hlutir sem maður gerir sér ekki í hugarlund gerast þar. Litlir krakkar eiga það til að enda í flórnum, festast í mýrinni, detta í skurði, festast á milli bagga í spidermanleik, klemma sig á trapisunni í apaleik, kýr stígur á krakka sem reynir að fara á bak eins og kúreki, sveitin er full af ævintýrum. Að alast upp í sveitinni er án alls efa mjög skapandi, gefandi og spennandi fyrir hvert mannsbarn. Mér finnst að fólk ætti að flytja meira í sveitirnar og lifa sig inn í náttúruna, dýrin, hreina loftið á ný. Maður gleymir sér í glansinum og glysinu sem stórborginrnar hafa upp á að bjóða, gerviefni og mengun. Enn eitt álverið, virkjunin sem eyðir upp náttúru okkar, drepur dýrin og mengar óspillta náttúruna. Ég viðurkenni það fúslega að mitt mannlega hjarta, hlynnt nýjungum, glysi og glans dýrkar margt og dáir við stórborgina, ljósadýrðina. Héðan er stutt í alla fitukirtlahraðlúgurnar, skínandi skítugt malbikið, grámyglóttan stífan en samt spennandi snjóinn. En er allt sem sýnist? Sveitin hefur í raun upp á það nákvæmlega sama að bjóða. En þegar litið er á það með stækkunargleri er það margfalt betra í sveitasælunni.
Þegar inn er komið eftir langan líkamlega krefjandi og jafnvel erfiðan dag, sest niður og klætt sig úr skítugum yfirhöfnunum, þvegið sér um hendurnar með undraefni sem endurnærir hendurnar, þreytan leynir sér ekki í líkamanum, en vinnudagurinn er búinn. Lyktin liggur í loftinu, húsmóðirin er að elda lambakjöt. Það hefur jafnvel verið Róa litla en samt sem áður er steikin svo góð að húsbóndanum er fyrirgefið fyrir að gera það sem ekki er talað um við matarborðið. Vellíðanin eftir matin toppar án efa gervisaddleikan sem myndast af fitukirtlahraðlúgustöðum eins og Metró?
Þegar bóndinn sest í sófann, fylgist með fréttunum, sveitalúðinn vill vita hvað er að gerast í umheiminum, og hann áttar sig á því að hann hefur engum skyldum að gegna um kvöldið þá gerir hann það sem honum dettur í hug. Gæti jafnvel verið eitt stykki keramik skál, negla nokkrum staurum niður sunnan hólsins. Nema stundum hefur bóndinn stórum skyldum að gegna öllum tímum sólarhringsins. Þar ber að nefna sauðburðinn. En það er samt sem áður skemmtileg skylda, fylgjast með lífi koma í heiminn, fátt sem toppar þá tilfinningu.
Ljósadýrðina er sko að finna í sveitinni. Sest er út í náttúruna, fundin ein þægileg þúfa einhverstaðar frá bænum, en ekki of langt í burtu. Setið er í kyrrðinni, hlustað á hljóðin sem spóinn, kjóinn og lóan gefa frá sér, grasið er dampað af næturdögginni, norðurljósin tifa hægt og rólega um himininn, stjörnurnar blika úr fjarlægð, maður spáir í því hvaða stjörnumerki þetta sé, var án efa Stóri björn en maður fullvissar sjálfan sig um að það sé Karlsvagninn.
Engin orð geta lýst ljósadýrðinni.
Í staðinn fyrir að þramma harðar malbikgötur bæjarfélaganna er farið hoppandi yfir þúfurnar í mýrinni, valhoppandi yfir grasið og hlaupið eins og brjálaður væri yfir túnin. Á leiðinni verður manni hugsað til nokkurra blómategunda sem hafa fundið sér bólfestu inni í heila manns. En jafnframt finnst manni það hálfgerð nauðsyn að læra um allar hinar líka.
Allt sem ég hef skaffað mér sjálf með hjálp Móður Náttúru þykir mér mun vænna um og mun skemmtilegra að eiga. Mér fannst til dæmis blóðbergs teið aldrei neitt hrikalega gott, en sú staðreynd að ég hafi týnt blómin sjálf, ekki keypt þau í kassa úti í búð full af allskyns aukaefnum heldur fann ég þau sjálf í holtum og hæðum nálægt heimili mínu, það gladdi mitt litla hjarta. Og viti menn, sannað var að það hefur einnig góð áhrif á mitt litla hjarta. Kannski er þetta barnaleg hugsun? En þeir eru ófáir sem fá eitthvert kikk út úr því að veiða sér til dæmis silung til matar.
Í sveitinni er maður á sínu eigin verndaða svæði, sínu eigin yfirráðasvæði. Ég man eftir því að á veturna hlupu allir krakkarnir út til að gera snjóengla, enginn ókunnugur hafði labbað yfir túnið sem við völdum. Við áttum það til að fylla heilu túnin af allskyns myndum, fígúrum og snjóenglum. Því miður á ég engar myndir af því en þessi sjón lifir í kollinum á mér. Í sveitinni eru litlar líkur á því að svifryk sé að finna í snjónum svo óhætt er að borða hann, nema hann sé gulleitur, þá hafði hundurinn eða vinnumaðurinn merkt svæðið.
Rólóinn okkar var traktorakirkjugarður. Okkur var eiginlega bannað að leika okkur þar, en við gerðum það samt, enginn hafði í raun tíma til að fylgjast með okkur, en yfirmenn sveitarinnar vissu að við færum okkur ekki að voða. Sveitin býður jú harla upp á hættur sem ekki er manninum ofraun að bjarga sér og öðrum úr. Reyndar gerast slysin oft, það viðurkenni ég fúslega. Eitt sinn heyrði ég sögu um frænda minn sem gerðist eitt sinn latur og heimskur. Hann ætlaði sér að stytta sér leið yfir freðinn flórinn. En slysin gerast jafnan í sveitinni, hún er óútreiknanleg. Viti menn, í miðjum fjóshaugnum var nýútkominn ferskur skítur sem hafði brætt meðfram sér. Litli strákurinn, þá rétt 8 ára, pompar með prakt niður um 1 metra eða svo. Honum til mikillar lukku sá amma í fjóshauginn út um eldhúsgluggann. Hennar starf sem húsmóðir er að stjórna húsbóndanum svo hún kallaði á afa og skipaði honum að bjarga drengnum. Afi óð útí og dró hann upp úr, enda sterkbyggður maður, ekkert annað er leyfilegt í sveitasælunni. Eða kannski var það ást hans á afastráknum sem var nú skírður í höfuðið á afa? Stórt er spurt.
Sveitin býður upp á endalaust af möguleikum. Margir halda því fram að það sé ekkert hægt að finna sér að gera í sveitinni. Það er ekkert nema þvæla! Alltaf er nóg af vinnu að finna, það er ekki möguleiki á því að vera verkefnalaus. Hægt er að gera svo ótal margt í sveitinni, ég fann upp á þessum hlutum á innan við mínútu; Gera við staura hér og þar, þvo fjósið, taka rúnt og athuga með búfénaðinn (það er enginn Laugavegur í sveitinni) , marka lömbin þegar tími finnst, þvo beljunum, gera allskyns hússtörf, hræða vinnumennina, huga að grænmetinu, sinna áhugamálum, huga að hænunum, prófa sig áfram í allskyns tilraunum og svo fáránlega margt fleira, hvað í ósköpunum sem manni gæti dottið í hug, fara í álfaleik við álfasteinana. Einhverjir hausar snúast án alls efa núna og kalla eitthvað af þessum verkum húsverk og leiðindi. En þetta er vinna bóndans. Bóndinn getur einnig stundað allskyns áhugamál, saumaskap, skáldskap, spilamennsku, prjón, málað myndir, leikið sér í tölvuleikjum, tekið ljósmyndir, smíði, búið til matreiðslubækur, keramikgerð, veiðar, skylmingar og nánast hvað sem er í sínum frítíma. Það kýs ég að kalla frelsi.
Ég fer ekki ofan af því að stundum er brjálað að gera í sveitinni. En það góða við það að vera bóndi er að maður er sinn eigin herra. Bóndi hefur mörgum skyldum og verkum að gegna, en hann gerir það allt á sínum eigin hraða, enginn sem rekur á eftir honum með löngu priki. En hann fær hinsvegar að reka á eftir lata vinnumanninum.
Eftir að hafa spáð í þessu í nokkuð langan tíma hef ég bætt bóndastarfinu inn á lista yfir störf sem mig dreymir um að vinna. Þó ekki fyrir lífstíð, en ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná þessu markmiði, þó það væri ekki nema örfá ár. Hvernig væri eiginlega að vera með bóndabæ hér á Íslandi þar sem sjálfsþurftarbúskapur er stundaður? Það er minn litli/stóri draumur í dós.
takk fyrir mig Sveitalúðinn Hrútaberið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 5/3/10 20:12

Mér finnst alveg magnað að menn skuli geta gert við stauranna. Í minni sveit þá var skipt um þá. Aldrei var heldur talað um að þvo fjósið, sumir eru greinilega vandvirkari en aðrir.
Reyndar er Laugavegur í Þórsmörk og Þórsmörk er sveit þannig að þar er hægt að taka rúnt. ‹Ljómar upp›

Svo var ég alltaf varaður við að leika mér í kringum álfasteinanna. Álfarnir áttu það til að verða pirraðir og reyna að slasa mann.

Annars er allt voða flott.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 5/3/10 20:58

Hvaða endemis bull er þessi langloka? Hefir þú komið í sveit? ‹Nennir ekki einu sinni að byrja á að þusa yfir bullinu›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/3/10 21:30

Svona skrifar ekki sveitaaðallinn. Hugsanlega hefur hrútaberið verið í almennilegum sumarbústað sem er ekki í hrúgu með öðrum sumarbústöðum, en satt að segja las ég ekki hvert einasta orð.
En farðu endilega á Hvanneyri eða Hólaskóla.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/3/10 21:31

Þvo beljunum? ‹Klórar sér í höfðinu›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 5/3/10 21:34

Þarf ég að minna þig á það Regína að við sveitalubbarnir þvoum spenana á kúnum áður en við mjólkum?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 5/3/10 21:38

Jæja...
‹Dæsir þungann og gengur lotinn út af þræðinum›.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/3/10 22:35

Kargur mælti:

Þarf ég að minna þig á það Regína að við sveitalubbarnir þvoum spenana á kúnum áður en við mjólkum?

Það gerum við, en köllum það ekki að þvo beljunum. ‹Gengur að vestustu kúnni og spyr: Á ég að þvo þér Skjalda mín?›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 5/3/10 22:42

Auðvitað heitir það að þvo þeim. Maður þvær kúnum. ‹Fær sér í nefið›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 5/3/10 22:47

Sinn er siður í sveit hverri, sagði móðir maddömunar ætíð, þegar sú stutta fór að agnúast út af skrítnu verk eða orðlagi grannanna.
En textinn frá Hrútaberinu ber þess vitni að ungt fór það frá sveitinni og sér hana í rósrauðum bjarma minninganna, sem er gott, en kannski ekki allveg raunsætt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/3/10 22:53

Kargur, maður þvær spenana á kúnum!

En við eigum ekki að vera að gera lítið úr hrútaberinu, það er gott að eiga bæði drauma og góðar minningar. Svo er hún líka ágætur penni sýnist mér. En Gestapó er úlfagryfja.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 5/3/10 22:57

Þú ert greinilega engin mjaltakona Regína. Þegar maður þvær spenana þá talar maður um að þvo kúnni.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/3/10 23:12

Þessir Borgfirðingar! ‹Strunsar inn.›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 6/3/10 00:54

Ég datt einu sinni í kúk og hef aldei fyrirgefið það!

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/3/10 01:03

Í minni sveit skítum við sjálf í fjóshauginn og reynum því að varpa ekki börnum í hann nema brýna nauðsyn beri til.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hrútaberið 6/3/10 04:38

ég fer ekki ofan af því að sveitasælan er bara besta tilfinning sem nokkurn tímann er hægt að upplifa. Mæli með því að borgarbúar drífi sín lötu rassgöt út úr stórborginni og skelli sér í þvott á þónokkrun beljuspenum !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 6/3/10 08:12

Og jamm og jæja...
‹Leggst á dívaninn með hendur undir hnakka og hlustar á veðrið›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 6/3/10 08:17

Það er nú blessuð blíðan...‹fær sér einn kaffibolla í viðbót áðuren fer að brýna keðjusagarkeðjur›

Timburfleytarinn mikli.
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: