— GESTAPÓ —
Yrktu eitthvað fallegt
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 16/10/09 09:21

Gestapóar gefið að
gaum, því Pó skal lýsa.
Karlæg hró og krakkar það
kunna nóg að prísa.

Bundið getur brag í hátt
það bestu dæmin sanna,
stoppar Pó í stuðlum fátt,
stemmur gerir hanna.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 17/10/09 19:55

Harla verðan vísnagerða,
vil ég meina hann Gunnþé.
Pappírsherðir penna sverða,
um parrukk hans hef ekkert spé.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 18/10/09 01:19

Falleg ljóð ég yrky ei
aldrei vanda stöku
gestapósins geðveik grey
gref ég undir þöku

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/10/09 13:41

Upprifinn með þunga þanka
þekur ljóða- margar -síður.
Í viðamiklum vísnabanka
virðist kallinn talsvert blíður.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Genji 30/10/09 04:58

Flakkar núna fljóðið út á bakkann,
finnst hún þar svo undurblíð og pen.
Með besta ljóðið hulið bakvið hnakkann,
hana sjarmar Ívar Sívertsen.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 20/12/09 18:31

Gæðablóðið Genja
græt ég nú, því horfinn tel.
Má hans líta menja-
mærð um Ívar samda vel.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/1/10 18:37

Öðling veit ég yrkja.
Ekkert semur hann slor.
Valmennið skal virkja
vænstan karbórator.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 9/2/10 00:12

Er lítur mærin froskinn fríða
(fljóð, sem vantar mann)
skín úr augum bros og blíða,
brátt hún kyssir hann.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
9/2/10 03:17

Brosið hennar bræðir ís
og býr til djásn, sem glóa.
Regína er draumadís -
drottning Gestapóa.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 9/2/10 10:48

Lofar hann af miklum móð
menn hér bæði´og konur
Um Pó ég lítinn pára óð
sá pjakkur er draumasonur.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 6/3/10 16:13

Enginn gengur að því dult
að hún Dula er manna best
í að kæta óbrigðult
alla. Hér er það skjalfest.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 9/6/10 23:47

Engum blöðum um er flett
að hann Blöndi dável kann
rækta skóg á berum blett,
bestur allra í því er hann.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 14/9/10 21:22

Regína er í ráðum góð.
Reginfljóð - það hól eitt er.
Eigin meiði fróm og fróð.
Fegin höfum með oss hér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/9/10 11:28

Blöndungur er bísna klár
að bræða saman vísur.
Fallegur með hrokkið hár
sem heillar allar skvísur.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 15/9/10 12:21

Offari er hörkuhress með húmor sinn
allra besta er hann skinn
og eftirlætis póinn minn.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/9/10 12:39

Hlebbi karl er kóngur minn
kann hann vel til verka
mikinn góðann frið ég finn
hjá foringjanum sterka.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 15/9/10 17:52

Yrktu! Oss var fyrir mælt,
orkið hef ég, hæft til messu
Urkun er og lífið sælt,
ég jorkti þetta rétt í þessu

- - -

Karlinn græni kátur gnótt,
karti skarta neglurnar.
Aðra vísu orti fljótt,
eftir að ég las reglurnar

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 16/9/10 23:46

Ég yrki um Texa bestan brag,
- beljusmalann keika -
maðurinn hefur í meira lag-
i margbrotinn persónuleika.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: