— GESTAPÓ —
Yrktu eitthvað fallegt
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 20/4/09 18:53

Mörgum telst mér verða um og ó
af yfirdrifnu, vafasömu hóli.
En hérna ríkir höfuðskáldið Pó
og hamast við að sitja á friðarstóli.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 20/4/09 20:31

Froskurinn er fagur blár
fróður er hann líka
Drengurinn er djöfull klár
kæti vekur slíka

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 29/4/09 16:53

Um froskinn fagurt yrkir
flinkur drengur.
Sá góði stafur styrkir
stofninn lengur.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
4/5/09 17:20

Þegar sjá þig, fyrða flokkar
fyllast skærri lotningu.
Fáir jafnast á við okkar
einu sönnu drottningu.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 20/5/09 12:23

Margt eitt gott og margan brag
megum sjá á Gestapó:
Breytir dimmu í bjartan dag
- braginn sá er eimitt Pó!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 20/5/09 12:52

Blöndungur nýlega braust fram á sviðið
og beislaði ljóðið í innlegg mörg góð.
Á meðan ég þakka þér það sem er liðið
þá vil ég bjóða þér, sölu til skrjóð...

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 20/5/09 13:03

Andþór minn er öðlingur og eðal-spói
gríðarflottur Gestapói
grandvar maður, enginn bófi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 20/5/09 13:25

Varla mun nokkur hér lútnum á fyndnari finnast
né fróðari Hlebba ég lofa´ykkur því.
Þó hárið sé líklega handklæði undir að þynnast
hugsun hans tel ég sé skörp eins og ný.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
20/5/09 23:52

Allt frá dal og út að nöf
er með sanni
Andþór okkar guðagjöf.
Gull af manni.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 21/5/09 12:34

Frá Ölpum niður Ítalíu
allar götur niðrí sjó
fer sinn veg að fornu og nýju
foldarprýðin góða, Pó.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/5/09 15:25

Umhyggjusamur hann ungum að leitar
auðmjúkum friðlum svo drottningu hans
uppfyllist fjölmargar óskirnar heitar.
Öðlinginn Hlebba ég hylli með glans!

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 21/5/09 15:30

Regína með rjóða kinn
sem rósirnar í Kína
Tæpast betri frauku finn
Frábær er Regína

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 21/5/09 16:10

Nermal veit ég natinn fýr,
nískur telst hann ekki.
Stæðilegur, stór og hýr,
stundar aldrei hrekki.

„Hýr“ er hér í jákvæðustu merkingu þess orðs.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 22/5/09 00:56

Herbjörn er indæll og ástmögur guða
og örlátur sagður á peninga
sem grætt hefur hann við að púla og puða
í póker og leikjum með teninga.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/5/09 23:25

Ó Hlebbi sem glaðastur gengur um jörð
og gerir allt lífið svo slungið
þú stendur um málið og menningu vörð
mest lof skal í heim um þig sungið

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 23/5/09 23:38

Upprifinn þann undra gaur
Unað konum veitir
Herramann með heví staur
heitar dömur bleytir.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 25/5/09 20:08

Afl má sækja í fossaföll
og funheitt geothermal,
sólorku og sjávarföll
en sínu mest í Nermal.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/5/09 22:16

Jarl og kóngur kvæða.
Kíminn oft og sposkur.
Hann má illa hæða.
Heimsins skauta froskur.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: