— GESTAPÓ —
Yrktu eitthvað fallegt
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
15/4/09 11:00

...um þann er orti á undan þér. Þ.e. sömu reglur og gilda á hinum fræga Segðu eitthvað fallegt-þræði.

Háttur frjáls og engin keðja.

Nú þér eitthvað bjútifúl ber
að bragsetja' um hvern, sem hér er.
Það ætti' ekki að vera
svo erfitt að gera.
Enda eintómir öðlingar hér.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 15/4/09 13:41

Þó kveði í runni og kvaki í mó
og krummar leiki á píanó
fýsir mig einatt almest þó
aftur að heyra ljóð frá Pó.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 15/4/09 16:18

Víst er hann hlégestuR konungur klár
sem kemur mér oft til að brosa.
Megi hann ríkja í mörg hundruð ár
og margoft sinn gullkopp hér losa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 15/4/09 17:11

Billi er ekki svo bilaður mjög
að blaðra út textum og vísum.
Taumlaust á gítarinn töfrar fram lög
hans tónmenntir lofum og prísum.

Afsakið mig ómögulega í vísnagerð - er að æfa mig!

Mu!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/4/09 18:31

Ekki slæ mér upp með frösum
Ála.
Skulum samt nú skella glösum
skála!

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 15/4/09 19:29

Andþór minn er oftast stilltur
einlægur og hlýr,
hæfilega hress og villtur,
heiðarlegur fýr.

Gleðimaður, gæðapiltur
- góður við tígrisdýr.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/4/09 19:40

hlewagastiR gáfur ber
góður er hans bragur
Fróðleikskistan full hans er
fimur - orðahagur.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
15/4/09 20:03

Öðlingur er hann
og af öðrum ber hann,
sem gull ber af grasi - svo mjög.
Er Skabbarinn skrumar
jörð skelfur og þrumar -
um hann gilda himnanna lög.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/4/09 22:22

Um hann Pó ég núna nenni
nýtt að gera sæmdarljóð.
Höfðinglegt og hátt er enni,
haukfrán augun, kinnin rjóð.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hagyrt, fyndin, fögur, vís,
færust allra penna.
Regína er draumadís;
drottning meðal kvenna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 19/4/09 00:28

Bragnum hæst þú hefur lyft
hér á þessu svæði.
Með ótæmandi andagift
yrkir fögur kvæði.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 19/4/09 00:43

skugga á Hvurslags hvergi ber
hvar finnst betri drengur
hraustur maður eflaust er
öllum drekkur lengur

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
19/4/09 00:48

Einn er sá á okkar landi
allra mestur.
Upprifinn er ómissandi,
enda bestur.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 19/4/09 00:50

Póinn veit ég virtan mann
vænsta skinn á fróni
efast mun ég ekki um hann
enginn er hann dóni

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
19/4/09 00:53

Upprifinn hér er á stjá,
eins og gengur.
Öðrum betur yrkir sá
öðlingsdrengur.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
sulli 19/4/09 03:49

Í hamingju við heyrum
um hjartagullið Pó
af ánægju út að eyrum
hver einasta kerling hló

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 19/4/09 22:42

Má ég kynna mann af gulli:
maður þessi kallast Sulli.
Held ég því (og hafna bulli)
af hrifningu ég í mig drulli.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
19/4/09 23:51

Einstakur með öllum hætti
og enginn plebbi.
Hefur tök á málfarsmætti,
hinn mikli Hlebbi.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: