— GESTAPÓ —
Hvernig var Gestapó í upphafi?
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 16/2/09 00:27

Hvað hefur breyst og hvernig? Sumt til batnaðar? Eða er allt komið á verri veg núna?

Sagan er mín sannleiksást.
Verið heiðarleg elsku frumbyggjar og segið ykkar sögu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 16/2/09 00:43

Þegar ég skoðaði Gestapó fyrst á almennri skoðunnarferð minni um netið jólin 2003 fannst mér þessi staður fyrst og fremst vera athvarf sérvitra snillinga. Þarna voru menn í flóknum rökræðum þar sem beitt var bæði í senn frumleika og jaðarkímnigáfu. Ekki neðanbeltis þó nema að mjög litlu leiti. Mig rámar að kveðist á þræðirnir hafi ekki verið eins öflugir og þegar ég byrjaði sjálfur að skrifa rúmu hálfu ári seinna. Þarna strax í byrjun fannst mér vera áhersla lögð á vandað íslenskt mál, jafnvel fornlegra en það er í dag.

Þetta er svona eins og mér fannst þetta vera þarna jólin 2003 þegar ég skoðaði Gestapó í fáeina daga. Ég skráði mig en skrifaði ekkert.

Ritstjórn var byrjuð þá að koma með grínfréttir en mér finnst þeim takast betur upp í dag en þá. Þeir voru einvernvegin of fáránlegir, eða þá að ég átti eftir að venjast húmornum.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 16/2/09 01:49

Eitthvað á þessa leið: http://web.archive.org/web/20020604070218/baggalutur.is/gestabok_1.asp
Ég þekki engan þarna nema pabba sáluga.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jens Østergaard 16/2/09 09:43

Gestapó. Voru það ekki hersveitir eða lögregla í Þýskalandi á tímum nasista?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 16/2/09 09:46

hlewagastiR mælti:

Eitthvað á þessa leið: http://web.archive.org/web/20020604070218/baggalutur.is/gestabok_1.asp
Ég þekki engan þarna nema pabba sáluga.

Mig minnir að þessi "ámæli" hafi verið með því mót að þú gast sent inn, en það var bara birt það sem ritstjórn þóknaðist að svara.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 16/2/09 10:30

Jens Østergaard mælti:

Gestapó. Voru það ekki hersveitir eða lögregla í Þýskalandi á tímum nasista?

Nei. Það voru Gestapo. Mjög lík orð þó.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/2/09 13:24

Vjer teljum bráðnauðsynlegt að fá marktækar, endurtakanlegar, prófanlegar og óvjefengjanlegar sannanir þess að þessi þráður sje í raun og veru til áður en vjer blöndum oss í umræðu þá er hjer fer fram. Þess ber að geta að þó vjer höfum með innleggi þessu strangt til tekið blandað oss í umræðuna teljum vjer eigi að það ógildi það sem vjer áður sögðum hjer þar eð vjer gerðum það eingöngu til að losna við þann rugling er nýr þráður hefði skapað.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/2/09 15:42

Jens Østergaard mælti:

Gestapó. Voru það ekki hersveitir eða lögregla í Þýskalandi á tímum nasista?

Þú ert ekki bjartasta ljósið á jólatrénu eða hvað?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 19/2/09 15:43

Jú, Hexía, ég held að það sé eitthvað til í þessu hjá honum.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jens Østergaard 19/2/09 15:48

Hexia de Trix mælti:

Jens Østergaard mælti:

Gestapó. Voru það ekki hersveitir eða lögregla í Þýskalandi á tímum nasista?

Þú ert ekki bjartasta ljósið á jólatrénu eða hvað?

Nei það er ég ekki, en mér sýnist þú vera klárasta öndin í pollinum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/2/09 15:49

Ég er farin að halda að gleymst hafi að stinga þér í samband hlebbi minn. Svo ég stafi þetta nú ofan í ykkur:

„Nýliðinn“ virðist ekki átta sig á húmornum sem felst í því að láta gestasvæðið heita Gestapó í stað Gestabók, sem er afar klént orð verður að segjast. Og auðvitað er vísað í hið sögufræga seinniheimstyrjaldargestapó, það á ekki að þurfa að nefna það.

Fyrir mitt leyti verð ég að segja að hingað ætti enginn að eiga erindi ef viðkomandi fattar þennan húmor ekki sjálfur. Og nú er ég búin að eyðileggja það. Skamm Hexia! ‹Slær sjálfa sig ítrekað í höfuðið með kakósleifinni›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jens Østergaard 19/2/09 15:51

Hexia de Trix mælti:

Ég er farin að halda að gleymst hafi að stinga þér í samband hlebbi minn. Svo ég stafi þetta nú ofan í ykkur:

„Nýliðinn“ virðist ekki átta sig á húmornum sem felst í því að láta gestasvæðið heita Gestapó í stað Gestabók, sem er afar klént orð verður að segjast. Og auðvitað er vísað í hið sögufræga seinniheimstyrjaldargestapó, það á ekki að þurfa að nefna það.

Fyrir mitt leyti verð ég að segja að hingað ætti enginn að eiga erindi ef viðkomandi fattar þennan húmor ekki sjálfur. Og nú er ég búin að eyðileggja það. Skamm Hexia! ‹Slær sjálfa sig ítrekað í höfuðið með kakósleifinni›

Óóóh‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 19/2/09 15:53

Hexia de Trix mælti:

Gestabók

Jaaaaaaáááááá!!!! Þú meinar það. Ha ha ha ha ha ha ha ‹Hlær›

„I better cut down a little then.“

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/2/09 15:55

‹Starir þegjandi ofan í kakópottinn›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/2/09 16:10

Jamms. Þetta kemur mér í vandræði í hvert skipti sem einhver Daninn lítur yfir öxlina á mér þegar ég er hér inná.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/2/09 16:13

Þér var nú líka nær að tattúa á þig gamla Eimskipslógóið...

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/2/09 16:15

Já. Og það bætti ekkert að ég notaði spegil til þess að sjá hvað ég var að gera.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/2/09 16:16

Já og svo var ég náttúrulega í vinnu hjá Sláturfélagi Suðurlands og fæ ennþá frá þeim fréttabréfin.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: