— GESTAPÓ —
Baggarallý
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 8/2/09 15:00

Vegna óvenju mikillar nísku af minni hálfu sem sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja, er töluverður afgangur eftir af þeim fjármunum sem mér var úthlutað.
Ekki það að ég hefði endilega getað eytt peningunum í eitthvað, það er ekki eins og viðgerðir á snjóhúsum og ísvökum (sundlaugum sendiráðsins) sé kostnaðarsamt. Allavega..

Ég hef ákveðið að eyða þessum fjármunum í að byggja kappaksturbraut. ‹Ljómar upp›
‹Sendir sérþjálfaðar kappakstursbrautasmíðamörgæsir til að hefjast handa.›

Brautin verður vígð í vikunni með fyrsta kappakstri Baggalútíu, í Baggarallýinu.
Nú eitt af lykilatriðunum við að halda keppni í kappakstri er að fá keppendur og því vona ég að sem flestir skrái sig.

Reglurnar eru einfaldar: Hver íbúi Baggalútíu getur skráð eitt lið til keppni. Farartækin verða að lúta náttúrulögmálunum (svona flestum) en annars mega þau vera hvernig sem er bíll, hjól, hjólabíll, bilhjól, hjólbörur, hestavagn eða bara það sem þið viljið. Farartækið verður þó að ferðast á jörðinni en má þó svífa aðeins yfir henni. Fræg eða hættuleg farartæki eru ekki leyfð en samt velkomin. Vopn og hverskonar svindl er heldur ekki leyfilegt en þó ekki bannað og í sumum tilvikum verðlaunað.
Kappasktursbrautin sjálf verður ein sú hættulegasta í heimi og mun jafnvel toppa hina þekktu sjálfsmorðsbraut Crashcanyon á plánetunni Klemens VII.

Svo kæru póar, skráið liðið ykkar sem fyrst og ekki gleyma að láta fylgja:
1. Nafn liðsins og ábyrgðamaður
2. Mynd af farartækinu
3. Hver verður ökumaður farartækisins.

Tekið er við skráningunni á þessum þræði, knús!

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 8/2/09 15:07

‹Skráir sig til leiks›

Ég mun að sjálfsögðu nota kappaksturskústinn minn:

Flugnorn: Hexia de Trix
Heiti liðsins: Púff!

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég, Ebenhauser Gútmoren Engelnikkel skrái hér með lið mitt og bifreið Rauðu þrumuna í aksturinn.

Vegna aldurs mun ég ekki aka sjálfur en mun njóta þar dyggrar aðstoðar móður minnar:

Það á enginn séns í mömmu, og ekki ef hún er á þrumunni. ‹Ljómar upp›

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/2/09 15:19

Farartækið Gula hættan

Liðið heitir Trompet

Og ökumaðurinn er frændi minn, Rajiiv Sívertsen.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 8/2/09 15:37

Farartæki: Græna Merin

Lið: Deild 4

Ökumaður Hannibal Lecter

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 8/2/09 15:38

Farartækið : Rauða hættan.

Liðið heitir Básúna.

Og ökumaður er frændi minn, Rajjiv Gretzky,


Þið sjáið þessi gleraugu.Þau eru bara fyrir alvöru atvinnumenn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 8/2/09 15:41

Ahhh... þetta lýst mér vel á.

Ég skrái hér með til leiks einn af mínum eðalköggum:

Sökum handaleysis hérna megin, þá verður bílstjórinn góðvinur minn Tígrisdýramaðurinn:

Liðið mun heita Kormákur og ábyrgðamaðurinn er þessi fiskur:

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 8/2/09 15:44

Ég gæti þurft kennitöluna hjá þessum fiski Tígra.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/2/09 15:46

Wayne Gretzky mælti:

Farartækið : Rauða hættan.

Liðið heitir Básúna.

Og ökumaður er frændi minn, Rajjiv Gretzky,

Reyndu nú að vera frumlegur Gretzky.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 8/2/09 15:55

Vjer skráum oss hjer með formlega til leiks. Má nota tímavjel svo vjer getum komist í mark áður en keppni hefst ?

Vjer gerum ráð fyrir að það sem vjer spurðum um sje löglegt en sje eigi svo munum vjer nota þetta farartæki:

Eða hugsanlega þetta ef prófanir leiða í ljós að það virki og sje nógu hraðskreitt (eins og sjá má standa prófanir á því enn yfir):

Nafn liðsins er Fyrirfram sigur í tíma og rúmi og ábyrgðarmaður liðsins er vjer, Vladimir Vasilievich Fuckov.

Ökumaður verður frænka vor, Yevgenyeva Fuckova. Reyndar verða ökumenn þrír en Yevgenyeva verður formaður ökustjórnar. Síðan verður nokkurra manna ökuráð með oss sem formann.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 8/2/09 20:53

Nafn liðsins er Rauðhnakkinn Fljúgandi, ábyrgðarmaður þess er dóttir mín, sem hvort eð er fæddist stórskuldug.

Fararskjótinn er Ljúfur frá Stóra-Ármóti.

Knapinn er hinn þaulreyndi Abraham "Snarfari" Sturluson

Þjálfari knapans er síðan kvennagullið Hafliði Afdal

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 8/2/09 21:08

Hvæsi kynnir til leiks nýja Hvæsabláa hjólið sitt.

Þarsem ég er töffari mun ég keyra það sjálfur, nafnið á liðinu er Helvítis Kokkarnir
og ábyrgðarmaður liðsins er einn af aðstoðarkokkunum, og vill svo til að er einnig hálfbróðir minn
eftir að pabbi fór á fyllerí í asíu.

Chef Fræsi

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 9/2/09 21:08

‹Setur á sig hjálminn og þenur hjólið›

Hvenar byrjar svo keppnin ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 9/2/09 21:26

Skráir liðið sem heitir Dula fulla og mennirnir


Hér er bíllinn minn og þar sem ég er bara ekki nógu klár að bakka í stæði þá verður hann Hönki Hönk bílstjórinn og hann er þarna fyrir miðju með liðinu mínu sem sér um allt viðhald, innan vallar og utan.

Svo kemur hér mynd af einkaþjónunum og aðdáendaklúbbs klappliðinu mínu, svona til gamans.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/2/09 21:32

Vladimir Fuckov mælti:

Ökumaður verður frænka vor, Yevgenyeva Fuckova. Reyndar verða ökumenn þrír en Yevgenyeva verður formaður ökustjórnar. Síðan verður nokkurra manna ökuráð með oss sem formann.

Leyfa reglur keppninnar að skipt sje um ökustjórn eftir skráningu eða er skráningin endanleg ? Yevgenyeva neitar reyndar að víkja og segir að beiðni um slíkt sje einsdæmi um allan hinn baggalútíska heim ‹Brestur í óstöðvandi grát›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 9/2/09 21:44

Vladimir Fuckov mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Ökumaður verður frænka vor, Yevgenyeva Fuckova. Reyndar verða ökumenn þrír en Yevgenyeva verður formaður ökustjórnar. Síðan verður nokkurra manna ökuráð með oss sem formann.

Leyfa reglur keppninnar að skipt sje um ökustjórn eftir skráningu eða er skráningin endanleg ? Yevgenyeva neitar reyndar að víkja og segir að beiðni um slíkt sje einsdæmi um allan hinn baggalútíska heim ‹Brestur í óstöðvandi grát›.


Elsku Vlad. Er ekki til nein almennileg mynd af þeirri fræknu frú .

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/2/09 13:51

Nei því miður ekki. Hún brenndi þær allar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 13/2/09 18:06

Ég hugsa að keppnin fari frekar fram á sunnudaginn eða mánudag. Það væri gaman ef fleiri skráðu sig. Þegar menn eru búnir að skrá sig þarf ekkert að hugsa um það frekar. Ég mun sjá um alla vinnuna, lýsa keppninni og tilkynni sigurvegara.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
     1, 2  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: