— GESTAPÓ —
Hvaða raunheimsskáld orti?
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 60, 61, 62  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 14/1/09 16:54

Það var einhverntíman þráður á Sögum, gátum, leikjum og dægradvöl sem heitir Hvaða skáld orti?, afskaplega skemmtilegur þráður, og efni hans einsog nafn þessa þráðar hér gefur til kynna. Nú er það svo, að það er ótækt að leikur, sem gefur jafn ríkulega tækifæri til að finna not fyrir að hafa lesið skáldskap, skuli lognast útaf og týnast.
Það má hinsvegar vera, að þessi þráður eigi ekki heima hér, heldur á sínu upprunalega svæði, því að hér er í sjálfu sér ekki kveðist á, heldur er þetta leikur. Sé það niðurstaða dómbærra bagglýtinga, þá sé ég ekkert að því, að þessu þræði verði eytt eða hann færður.

En hér er fyrsta ljóðdæmið, þó ekki nema brot úr ljóðinu öllu:

Kvæði:

Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og ljóshafið, yndi næturinnar?
Eins og kórall í djúpum sjó
varst þú undir bláum himninum,
eins og sylgja úr drifnu silfri
hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar.
Vei, vei!
Í dimmum brunnum vaka eitursnákar,
og nóttin aumkvast yfir þínum rústum.

Spurt er um höfund, og heiti ljóðsins má alveg fylgja með.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 14/1/09 17:27

Þetta er eitt af merkilegri kvæðum sem ort hefur verið á íslensku, eftir Jóhann Sigurðarson. Heitið á því kemur upp í hugann á mér eftir tvær mínútur. ‹brýtur heilann af alefli›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 14/1/09 17:28

Heitir það ekki Við grátmúrinn eða e-ð þess háttar?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
14/1/09 21:11

Um leið og ég fagna þessum þræði giska ég á að nafn kvæðisins sé Sorg og að Jóhann sé Sigurjónsson. Ef mig misminnir ekki talaði Heimir Pálsson, besti vinur barnanna, um það í einni af sínum skemmtilegu kennslubókum í íslensku að þetta sé eitt af fyrstu ef ekki bara hið fyrsta íslenskra „atómljóða“.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/1/09 21:53

Mér finnst ekkert óeðlilegt við að hafa þráðinn hér og gæti átt það til að líma hann upp þegar fram líða stundir... eitt af því sem styður það einna helst er sú staðreynd að þeir sem eru líklegir til að hafa gaman af kveðskap og ljóðum eru líklegir til að vera að þvælast hér og því minni líkur á að þessi þráður týnist hér... hitt er svo annað að friðargæsluliði hefði getað hent þræðinum hingað ef þú hefðir beðið hann um það með einkapósti (listi yfir þá er í nýlegu félagsriti Ívars)...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/1/09 23:43

Ég held að hinn sé ekki með spurningu í gangi, það væri þá gott að loka honum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 15/1/09 02:25

- Læt aðra um að ákveða hvort sá gamli verður færður eða honum lokað.
En það er auðvitað engu orði aukið um merkileik þessa ljóðs. Pó á þá réttinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
15/1/09 11:46

Það er víst meiri ekkifréttin
að ég skuli hafa réttinn.

Ég hendi fram afburðarskemmtilegri ferskeytlu og spyr hvaða mæti montrass setti saman:

Kvæði:

Ég er gull og gersemi,
gimsteinn elskuríkur.
Ég er djásn og dýrmæti,
Drottni sjálfum líkur.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/1/09 12:09

Sigurður Breiðfjörð máske?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 15/1/09 12:16

Pó mælti:

Um leið og ég fagna þessum þræði giska ég á að nafn kvæðisins sé Sorg og að Jóhann sé Sigurjónsson. Ef mig misminnir ekki talaði Heimir Pálsson, besti vinur barnanna, um það í einni af sínum skemmtilegu kennslubókum í íslensku að þetta sé eitt af fyrstu ef ekki bara hið fyrsta íslenskra „atómljóða“.

‹nagar handarbökin› Auðvitað Sigurjónsson!

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
15/1/09 12:17

Ekki var það Sigurður Breiðfjörð, nei.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 15/1/09 12:18

Annars er vísan minnir mig eftir Sölva Helgason, betur þekktur sem Sólon Íslandus.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
15/1/09 12:20

Vissulega! Hvurslags hirðir réttinn.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/1/09 19:52

Kvæði:

Eldur í öskunni leynist
og ást í þöglri sál.
Bikarnum lyfti ég bleikur
og bergi þína skál.

Við bálið bergðum við áður
úr bikarnum eitrað vín.
Ég lofaði að yrkja aldrei
ástarljóð til þín.

Í dreggjunum drekk ég hljóður
dauðans og þína skál.
Eldur í öskunni leynist
og ást í þöglri sál.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/1/09 20:44

Jóhann Sigurjónsson?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 17/1/09 21:36

Einar Benediktsson?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Davíð Stefánsson?

En hún snýst nú samt
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 17/1/09 21:48

Stefán frá Hvítadal?

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 60, 61, 62  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: