— GESTAPÓ —
Af litlum sérnöfnum
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/1/09 14:37

Nú man ég ekki svo gjörla hvort þetta atriði hefur verið rætt hér áður. Ef svo er, biðst ég afsökunar, og gef leyfi fyrir því að ég verði skammaður og niðurlægður fyrir að sóa tíma ykkar.

Að þessum fyrirvara gefnum er ekki seinna vænna að koma sér að efninu.

Nú er það svo, að á spjallborðum sem þessum heita sumir nöfnum sem hefjast á litlum staf. Nærtæk dæmi: blóðugt og hvurslags. Það vill vefjast fyrir sumum hvað gera skal þegar setningar eru ritaðar, er hefjast á slíku sérnafni.

Lausn mín er þó einföld. Líkt og með orð, sem ekki eru sérnöfn, og eru því jafnan rituð með litlum upphafsstaf, skal rita þessi sérnöfn með stórum staf, hefjist setning á þeim. Setningar hefjast alltaf á stórum staf; það er hin ófrávíkjanlega regla.

Fróðlegt væri þó að heyra önnur sjónarmið, séu þau til staðar og vitræn.

Almenn umræða um sérnöfn sem hefjast á litlum staf er einnig velkomin.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 2/1/09 15:12

Svo?

hvurslags þótti hegða sér undarlega.

Eður kannske með hástaf?

Hvurslags þótti hegða sér undarlega.

Spyr sá, er eigi veit, hvað við er átt.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/1/09 15:16

Ég hafði hið síðara í huga; með hástaf.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég finn alltaf til í rithendinni þegar ég skrifa nöfn eins og blóðugt, hvurslags og krossgata með litlum staf eða lágstaf eins og Fergesji kýs að kalla það. Ef ég rita þessi nöfn í upphafi setningar, nota ég undantekningalaust stóran staf (hástaf).

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/1/09 17:10

Það væri gaman að vita hvað lágstafasérnafnseigendum finnst sjálfum. Ég hef haft það fyrir sið að skrifa þessi nöfn með litlum staf i upphafi setningar, en ég skal gjarnan breyta því.
Mig grunar að sumir heiti „lágstafsnafni“ af hugsunarleysi eða slysni. En ekki allir.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/1/09 17:57

Hafi notendur stofnaði sig með lágstaf, þá skrifa ég nöfn þeirra undantekningalaust með lágstaf.

PissuStopp: Svo má náttúrlega nefna að ég er ekki stórbilaður, og stofnaði mig því sem Billa bilaða, en ekki Billa Bilaða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
2/1/09 18:09

Þetta eru þarfar pælingar sem Þarfagreinir hefur greint frá (hann ber greinilega nafn með rentu).

Ég tek undir hans tillögu, þessir lágstafir í upphöfum nafnanna eru ekki svo heilagir að þeir skuli ryðja rótgrónum stafsetningarhefðum úr vegi.

Svo ég komi aðeins inn á almenna umræðu um þessi „sér“nöfn þá verð ég að viðurkenna að mér þykja þau hálfkjánaleg. Af hverju hafiði ekki bara stóran staf eins og venjulegt fólk?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/1/09 18:10

Í mínu tilviki er besta að byrja á lágstaf en enda á hástaf. Þannig skrifaði hann þetta sjálfur á hornin fyrir 1900 árum eða svo. Fallbeygingarnar eru þó erfiðari eigi að halda í frumnorræna málfræði.

Reydnar er þetta 'R' í endann ekki stórt 'r' heldur rittákn sem jafngildir 'z' - þ.e. rödduðu 's'.

Með kveðju, hlewagastiz

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lepja 2/1/09 18:58

Á ekki bara að ávarpa fólk eins og það kynnir sig?
Þeir sem kynna sig með litlum staf hljóta að vilja að lítill stafur sé notaður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 2/1/09 19:25

Mér er slétt sama hvort fólk notar hástaf eða lágstaf í upphafi nafns míns sé það í upphafi setningar. Mér finnst eðlilegt að nota hástaf í þeim tilfellum og geri það stundum sjálf til dæmis þegar ég segi eitthvað um blóðugt, hvurslags eða albin, til að nefna nokkra. Mér finnst að fólk eigi að nota lágstaf í upphafi nafns míns þegar það er ekki fremst í setningu, en geri ekki athugasemd við þó notaður sé hástafur.

Ástæða þess að mitt nafn hefst á lágstaf er hvorki hugsunarleysi né slysni. Það er eingöngu vegna þess að ég er vön því að svokölluð notandanöfn eru iðulega í lágstöfum og hafði ekki kynnt mér áður en ég gerðist ríkisborgari Baggalútíu hversu framúrtefnuleg ritstjórn Baggalúts var í þessum efnum.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 2/1/09 21:50

Ég segi það sama og krossgata, ég álpaðist bara óvart til að hafa nafnið mitt með litlum staf. Myndi þó gjarnan breyta því í dag ef ég gæti.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 2/1/09 22:44

Krossgata og Hvurslags. Biðjið Heilagan Enter ásjár og hann mun án efa breyta nöfnum ykkar ef þið biðjið nógu einlæglega.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 2/1/09 23:08

Huxi mælti:

Krossgata og Hvurslags. Biðjið Heilagan Enter ásjár og hann mun án efa breyta nöfnum ykkar ef þið biðjið nógu einlæglega.

Nei. Ég kann vel við nafnið mitt með lágstaf í upphafi og finnst það orðið hluti af mér. Takk fyrir ábendinguna samt.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 3/1/09 01:13

Ég man ekki betur en ég hafi í upphafi ritað nafn mitt með lágstöfum. Það var óvart, og ég bað heilagan Enter að redda þessu, sem hann og gerði. Reyndar var þetta í fyrndinni, meðan Enter lét svo lítið að láta sjá sig hér með lýðnum.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hrani 3/1/09 06:21

hlewagastiR mælti:

Í mínu tilviki er besta að byrja á lágstaf en enda á hástaf. Þannig skrifaði hann þetta sjálfur á hornin fyrir 1900 árum eða svo. Fallbeygingarnar eru þó erfiðari eigi að halda í frumnorræna málfræði.

Reydnar er þetta 'R' í endann ekki stórt 'r' heldur rittákn sem jafngildir 'z' - þ.e. rödduðu 's'.

Með kveðju, hlewagastiz

Lát oss heyra með larmskrá hlewagastiR góður.

Hott hott
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/1/09 14:23

Larmskrá?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 3/1/09 14:44

Ég er á þvi að rita nafn þeirra póa sem hafa lágstaf, með lágstöfum. Í upphafi setninga finnst mér líka að það beri að skrifa eiginnöfn þeirra með sama lágstaf sem þau völdu að hafa á nafni sínu.
Mér líkar ljómandi vel við fangamörk og styttingu nafa, jafnvel uppnefna í góðlátlegum tón og að skrifa þau einnig með lágstaf. Eins og t.d. krossa og hvursi.
Vlad og Þarfi eru aftur á móti með hástöfum í upphafi nafns og gælunafns.

Ef menn velja lágstaf, þá skrifum við nöfnin með lágstaf, ef menn velja hástaf þá skrifum við nöfnin með hástaf.

Er þetta ekki bara spurning um að kunna sig í samfélagi? Bera virðing fyrir manninum á bak við það nafn sem hann valdi sér og skrifa það nafn rétt.

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/1/09 21:23

Lokka Lokbrá mælti:

Ef menn velja lágstaf, þá skrifum við nöfnin með lágstaf, ef menn velja hástaf þá skrifum við nöfnin með hástaf.

Er þetta ekki bara spurning um að kunna sig í samfélagi? Bera virðing fyrir manninum á bak við það nafn sem hann valdi sér og skrifa það nafn rétt.

Ég er alveg sammála þessu - en rök mín fyrir að nota hástaf þegar nafnið kemur fyrir í upphafi setningar er að það er alltaf gert, jafnvel þó orðið sem setningin hefst á sé ritað með lágstaf þegar það kemur fyrir inni í miðri setningu.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: