— GESTAPÓ —
Hvað leyndist í jólapökkunum?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/12/08 13:03

Ég fékk frábærar jólagjafir í ár. ‹Ljómar upp›

Þar á meðal bókina Konur eftir Steinar Braga, sem ég er kominn langt með og er afskaplea góð
Apakóngur, valin brot úr kínverskum bókmenntum
Tvö falleg bindi
Húfu
Klaufabárðana á DVD, sem ég horfði á með barnslegri eftirvæntingu í gærkvöld
Góða rauðvínsflösku
Tvöfaldan safndisk með Igor Stravinsky, sem er nú spilað linnulaust í tækinu
Íslandssögu frá A-Ö eftir Einar Laxness
Ullarnærföt

Það sem stóð þó upp úr voru forláta ermahnappar sem voru eins og litlar myndavélar. Erfitt að lýsa því en virkilega flott.

Hvað fenguð þið í jólagjöf?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 25/12/08 13:12

Bók.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 25/12/08 13:19

Bækur og diska, bol og nammi.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 25/12/08 13:34

Jei! Þetta er skemmtilegasti jólaþráðurinn!

Ég fékk bókina Framandi og freistandi - indversk og arabísk matreiðsla eftir Yesmine Olsson, og sé fram á indverska veislu á komandi ári.
Poka af jarðarberja Twizzlers og sokkabuxur.
Tvo skrautlega bolla, og tvo hvíta bolla.
Snyrtitösku með vanillu sturtugeli og húðmjólk.
Bókina Hard Boiled Wonderland and the End of the World eftir Haruki Murakami.
Miðlungsstóra Moleskine bók.
Ilmvatn sem heitir Happy Spirit.
Vettlinga frá 66° Norður.
Gjafakort í einn tíma í baðstofu World Class.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 25/12/08 13:46

Úbbs, gleymdi, við fengum líka Kynlífsbiblíuna frá tengdaforeldrunum!

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 25/12/08 15:30

Almanak háskóla íslands 2009, fánýtur fróðleikur 4,Íslensk knattspyrna 2008,Aðventa, Ævisaga Sæma rokk,litla stúlkan og sígarettan, aparnir í eden, dagvaktin, Brísingur og fullt af rakspíra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 25/12/08 15:59

Ég fékk allt of mikið, sérstaklega miðað við að ég var búin að biðja um að fá ekki neitt. Eeeen ég fékk:

EMAMI kjól (Æðislegt þar sem ég er svo oft í kjólum núorðið)
Bol með áletruninni "Þetta reddast" (...sem þetta gerir)
Myndasögu syrpu ( Fæ alltaf smá Andrés í jólagjöf frá Pabba)
Nuddtæki (nammi þægilegt)
Gullsmíðahamar! (Líklega það eina sem mig virkilega vantaði í verkfærakassann)
NýjastaNýtt með Baggalút (Hlakka til að testa spilið! Hver vill vera memm?)
Rockferry með Duffy (Tónlist er alltaf af hinu góða)
50Dollara inneign á iTunes (Strax búin að ná mér í fullt með Ólafi Arnalds, Emilíönu og Fratellis)
Monning. (Gott þegar maður á engan)
Nammi með sætasta korti í heimi (Vinkonur eru æðis)

Svo á ég meira að segja eftir að fá tvær gjafir í viðbót ... á þetta svo ekki skilið.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 25/12/08 16:19

Það sem það virðist vera erfitt að gefa mér. Þá ákváðu nokkrir að gefa mér peninga. Ég fékk samtals...

70 þúsund krónur ‹Ljómar upp›
Gjafakort í nudd
Dót frá Victorias Secret
Náttföt
Kjól
Mynd
Ilmvatn og Body Lotion
Samlokugrill.
Rúmföt.

Svo eitthvað meira, sem ég man ekki akkúrat núna. En ég fékk engar bækur.

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 25/12/08 18:46

Kommúnistaávarpið.‹Stekkur smæð sína›

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/12/08 19:07

Það var nú ekki mikið sem ég fékk.

Ég fékk bók, jólapóstpoka (heimagerðan bútasaums) og sængurverasett.

Reyndar satínsængurverasett. ‹Ljómar upp›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Regína mælti:

Það var nú ekki mikið sem ég fékk.

Sama hér.
Nokkrir geisladiskar. Meðal annars Nýjasta nýtt með Baggalúti (Sem ég átti reyndar fyrir) og Þursaflokkurinn og Caput.
Íslensk orðabók.
Eitthvað af fötum. (Ekki ílátunum heldur fatnaði)
Og nokkrir konfektkassar.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 25/12/08 21:32

Tvær bækur (góðar, önnur er ævisaga Mika Waltaris, hans sem skrifaði Egyftinn ofl) náttföt og sokka. þetta er fínt.
En litli drengurinn fékk alveg glás frá frækum og frændum á Fróni.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/12/08 22:34

Þessi jól voru afar óvenjuleg að því leyti að vjer fengum ekki eina einustu bók í jólagjöf. Það hefur ekki gerst síðan einhverntíma á síðustu öld. Í staðinn fengum vjer skyrtu, vegglampa, mynd o.fl.

Litla Laufblaðið mælti:

NýjastaNýtt með Baggalút (Hlakka til að testa spilið! Hver vill vera memm?)

‹Hrökklast afturábak og hrasar við›
Spil frá Baggalúti ef vjer skiljum rjett ?! Það hefur einhvernveginn náð að fara framhjá oss að þessháttar fyrirbæri væri til ‹Klórar sjer í höfðinu›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég fékk bækur skyrtu nýasta nýtt og helling af sælgæti frá jólasveininum þrátt fyrir sykursýki

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 25/12/08 22:44

Vladimir Fuckov mælti:

Þessi jól voru afar óvenjuleg að því leyti að vjer fengum ekki eina einustu bók í jólagjöf. Það hefur ekki gerst síðan einhverntíma á síðustu öld. Í staðinn fengum vjer skyrtu, vegglampa, mynd o.fl.

Litla Laufblaðið mælti:

NýjastaNýtt með Baggalút (Hlakka til að testa spilið! Hver vill vera memm?)

‹Hrökklast afturábak og hrasar við›
Spil frá Baggalúti ef vjer skiljum rjett ?! Það hefur einhvernveginn náð að fara framhjá oss að þessháttar fyrirbæri væri til ‹Klórar sjer í höfðinu›.

Það fylgir jú plötunni ekki satt.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/12/08 22:46

Það er einmitt stóra vandamálið - plötuna höfum vjer enn eigi eignast og vissum því eigi af því að henni fylgdi spil ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Upprifinn mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Þessi jól voru afar óvenjuleg að því leyti að vjer fengum ekki eina einustu bók í jólagjöf. Það hefur ekki gerst síðan einhverntíma á síðustu öld. Í staðinn fengum vjer skyrtu, vegglampa, mynd o.fl.

Litla Laufblaðið mælti:

NýjastaNýtt með Baggalút (Hlakka til að testa spilið! Hver vill vera memm?)

‹Hrökklast afturábak og hrasar við›
Spil frá Baggalúti ef vjer skiljum rjett ?! Það hefur einhvernveginn náð að fara framhjá oss að þessháttar fyrirbæri væri til ‹Klórar sjer í höfðinu›.

Það fylgir jú plötunni ekki satt.

Jú það heitir samkvæmisleikur Baggalúts

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/12/08 23:14

Upplýsingaöflunardeild forsetaembættisins þarf greinilega að segja af sér, öll í einu!
Það lýsir náttúrlega vanhæfni af efsta stigi að þessar upplýsingar skuli ekki hafa komist til forsetans hratt og örugglega!

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: