— GESTAPÓ —
Kirkjugarðar með stórum staf
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 16/12/08 16:57

Einu sinni var þetta nú í dönsku líka.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/12/08 17:03

Er það ekki haft fyrir satt að danskan er léleg þýska?

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 16/12/08 17:06

En hver er þessi Kirkju Garðar? Er hann prestur eða??

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/12/08 17:11

Almennt er talið að hann hafi vaxið úr grasi samfara hungursneyð, farsóttum, mannskæðum stríðum og almennri óöld. En hann skal þó skrifa með litlum staf ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 16/12/08 20:01

Þú ert semsagt að mótmæla hástöfum... ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/12/08 21:06

Regína mælti:

Fyrst verið er að tala um stóran staf: Það er allt of algengt að hér á þessum frábæra vef séu settar upp fyrirsagnir þar sem öll orðin byrja á stórum staf. Það er ágætt að fólk sé vel að sér í enskum stafsetningarreglum, en þær gilda bara á ensku.
Á íslensku eru fyrirsagnir bara með stóran staf í fremsta orði og sérnöfnum.

Og talandi um það.
Það er þráðarspotti hérna einhvers staðar sem heitir Kveðist Á!

Ég veit ekki, kannski þætti sumum slæmt að missa þessa krúttlegu villu. Kannski meir að segja mér ...

‹Sér fyrir sér að þráðarnafninu yrði breytt í „Hveðist á“ ... ›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 16/12/08 21:44

Regína mælti:

Regína mælti:

Fyrst verið er að tala um stóran staf: Það er allt of algengt að hér á þessum frábæra vef séu settar upp fyrirsagnir þar sem öll orðin byrja á stórum staf. Það er ágætt að fólk sé vel að sér í enskum stafsetningarreglum, en þær gilda bara á ensku.
Á íslensku eru fyrirsagnir bara með stóran staf í fremsta orði og sérnöfnum.

Og talandi um það.
Það er þráðarspotti hérna einhvers staðar sem heitir Kveðist Á!

Ég veit ekki, kannski þætti sumum slæmt að missa þessa krúttlegu villu. Kannski meir að segja mér ...

‹Sér fyrir sér að þráðarnafninu yrði breytt í „Hveðist á“ ... ›

Og vegna síaukins samsláttar ð og f í talmáli ómerkinga: Hvefist á.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 17/12/08 00:34

eru stórir stafir ekki örugglega ofmetnir?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 17/12/08 00:35

Nei, slíkar útgáfur eru vel þegnar ef þær bjóða ekki svartsýnisboðskap.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einstein 20/12/08 00:36

Ég man ekki betur en að eitt sinn hafi nafnorð í íslensku verið rituð með stórum staf. Þeir leiðrétti mig sem vita betur.

Hins vegar er þetta spurning um grundvallarmálfræði. Eiga nafnorð rétt á að vera rituð með stórum frumstaf? Það einfaldar ef til vill hlutina talsvert. Í íslensku máli er t.a.m. stundum erfitt að átta sig á hvort rita eigi stóran staf eður ei. Í þýsku (a.m.k. svissneskri þýsku) er þetta ekki vandamál.

        1, 2
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: