— GESTAPÓ —
Gamanvísur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 9/6/09 00:07

Pó mælti:

Þær geta verið ansi skemmtilegar, sögurnar af hraðvirkum og snjöllum botnurum.

Einn slíkur var einmitt Kristmann Guðmundsson sem ég nefndi hér fyrir ofan. Hann hitti einu sinni Jóhannes úr Kötlum á pósthúsinu í Hveragerði, þar sem Jóhannes sagði við hann:

Lít ég þann sem list kann
löngum hafa þær kysst hann
Kristmann.

Kristmann segir þá viðstöðulaust:

Einkum þó við ötlum
að þær fari úr pjötlum
í Kötlum.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 9/6/09 09:44

Skabbi skrumari mælti:

Ég heyrði þessa sögu þannig að Bólu-Hjálmar hafi fengið gistingu á sveitabæ nokkrum og fengið rúm í sama herbergi og vinnuhjú sem höfðu gaman af að kveðast á. Lengi vel hentu þau á milli sín fyrripörtum og botnum og gat Bólu-Hjálmar því ekki sofnað. Að lokum kom þessi fyrripartur og botnaði hann eins og Pó lýsir hér fyrir ofan... ekkert ónæði var eftir það.

Einmitt svona heyrði ég söguna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 20/8/09 15:01

Bónda nokkrum norður í landi þótti sopinn góður en hafði ekki úthald sem skyldi - þegar hann var orðinn hreifur var ætíð sama viðkvæðið hjá honum við viðmælendur sína : Ó heillin mín segðu ekki meir - hann lagðist aldrei í rekkju öðruvísi en að fara með faðirvorið fyrst. Helgi Hálfdanarson (þá) apótekari á Húsavík setti saman þessa vísu:

Hver er sá halur hærugrár,
-"heillin mín segðu ekki meir",-
sem drekkur í botn hvert titrandi tár,
tilbiður guð sinn og deyr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/8/09 22:59

Fyrr í þræðinum kom Hvurslags með ágæta vísu eftir Jón Helgason og spunnust um hana nokkrar umræður. Í útgáfu kvæðahans, Úr landsuðri og fleiri kvæði, er vísan svona:

Um Jónas.

Jónas sitt eista eitt
illa fær hamið,
annað er heilt og heitt,
hitt dautt og kramið,
fíflar samt fljóðin enn
fremjandi glottin,
hefði hann þau heilbrigð tvenn,
hjálpi okkur drottinn!

Þetta ku ort í september 1919 og því fylgir þessi skýring: „Ort þegar Jónas úr Flatey þóttist hafa fengið læknisúrskurð um það að annað eistað í sér væri ónýtt sökum hettusóttar.“

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/8/09 23:04

hvurslags mælti:

Síðan er í bókinni [Tummuklukku] kvæði eftir Jón Helgason (þó varla meistarann sjálfan miðað við kveðskapinn) við þýskt lag sem ég þekki ekki. Það heitir Í páfans sal:

Kvæði:

Í páfans sal er sælan full,
því syndalausnin veitir gull,
hin beztu vín hann velur sér,
það væri staða handa mér!

Og þó - sá hængur er þar á,
hann enga stúlku kyssa má,
í bólið ávallt einn hann fer;
nei ekki' er þetta handa mér.

Í soldáns höll er hýr og glöð
og harla fögur kvennaröð,
með þeim hann stundir styttir sér
sú staða' er einmitt handa mér.

Og þó - hann á sér illa trú
því allan víndrykk bannar sú,
við staup hann aldrei unir sér;
nei ekki' er þetta handa mér.

En ef nú betur að er gáð
er ugglaust hægt að finna ráð,
að vera eitt er allt of klént
en engin neyð að vera tvennt.

Nú kyss mig stúlka, þess ég þarf,
mig þyrstir helst í soldánsstarf,
og skenkið bræður, skál er tóm,
nú skal ég stunda páfadóm.

Þetta er eftir meistara Jón Helgason prófessor (en hvorki ritstjórann né biskupinn). Í kvæðasafni Jóns heitir það Páfi og soldán og ku þýtt úr þýsku fyrir 1937.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/9/09 21:25

Í dag lærði ég skemtilega vísu um lostatryppið og söngglyðruna Bryndísi Odds:

Lék hún glöð við gullin sín
gæfuríka stráka.
Hún kunni að fást við Fjaðralín
og fleka Timburláka.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 20/10/09 12:11

Bjarni fel. var að lýsa fimleikum kvenna og varð á orði þegar einn keppandinn lenti ekki rétt að hún hafi lent of gleitt og misst af gullinu.

Hákon Aðalsteins orti:

Ein stúlka í forminu fínu
fetaði dyggðana línu
en andartak eitt
stóð hún aðeins of gleitt
og glataði gullinu sínu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/10/09 14:37

Þessa sá ég annars staðar á gagnvarpinu:

Selfyssinga er sinnið heitt,
sundurlyndið stöðugt vex,
í því tafli er brögðum beitt
Bxg6

Höfundur er sagður Hjálmar Freysteinsson.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/10/09 19:02

Regína mælti:

Þessa sá ég annars staðar á gagnvarpinu:

Selfyssinga er sinnið heitt,
sundurlyndið stöðugt vex,
í því tafli er brögðum beitt
Bxg6

Höfundur er sagður Hjálmar Freystiensson.

Þarna hló ég upphátt.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/10/09 02:36

Ég líka þegar ég sá hana fyrst.

Annars var Steingrímur eitthvað að sussa um daginn...

Allir krakkar, allir krakkar,
eiga að semja lög.
Á þingi bara þræta
og þingforseta græta.
Allir krakkar, allir krakkar,
eiga að semja lög.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 3/11/09 20:58

hvurslags mælti:

Regína mælti:

Þessa sá ég annars staðar á gagnvarpinu:

Selfyssinga er sinnið heitt,
sundurlyndið stöðugt vex,
í því tafli er brögðum beitt
Bxg6

Höfundur er sagður Hjálmar Freystiensson.

Þarna hló ég upphátt.

Þetta er svo þrusuflott að ég er búinn að hlæja í tvo daga síðan ég heyrði þessa vísu!

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 4/11/09 17:04

Við rætur Hlíðarfjalls, ofan Akureyrarbæjar er bóndabær sem í dag heitir Hlíðarendi. Honum hefur líklegast verið "tyllt" í hlíðina og hét áður fyrr Tyllingur. Akureyringar kenndu reyndar ábúandann, Ólaf, við gamla nafnið undir aðeins öðruvísi formerkjum og var hann alltaf kallaður Ólafur á Tittlingi.

Það fannst honum hins vegar ekki fyndið og kom því að máli við hagyrðing í sveitinni og bað han um að semja vísu sem kenndi hann við "rétt" bæjarnafn. Úr kafinu kom síðan þetta:

Akureyrar vífum vænum
verður margt að bitlingi
þegar ekur út úr bænum
Ólafur á Hlíðarenda.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gúmmí Tarsan 15/3/10 20:22

Heimskautafroskur mælti:

Þetta lærði ég barn af föður mínum sem var hagyrðingur góður og kunni vísur:

Lítið er lunga í lóuþrælsunga
en minna er þó hjartað í henni Helgu minni.

Ef minni mitt svíkur mig ekki frá því í menntó var þetta eignað Staðarhóls-Páli sem var uppi rétt fyrir 1600. Þetta lifir svo í höfði mér:

Lítið er lunga lóuþrælsunga
þó er enn minna mannvitið kvinna.

Gaman væri að heyra frá óljúgfróðum meira og frekar um þessar línur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 15/3/10 22:19

Ég hefi einnig heyrt kvæði um það hvursu lítið mannvit kvinna var hér í den, en hvort það var akkúrat svona man ég ekki. Ég hallast þó að því að það hafi verið svona;

Lítið er lunga
í lóuþrælsunga.
Mun er þó minna
mannvitið kvinna.

Það held ég nú!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 16/3/10 00:17

hvurslags mælti:

Það hef ég fyrir víst að enginn var fljótari að yrkja hér á landi en Séra Helgi Sveinsson, prestur og hagyrðingur (og eiginlega skáld) sem átti lengi vel heima í Hveragerði. Þar bjó hann við svokallaða Skáldagötu (sem hét reyndar eitthvað annað sem enginn man), en í þeirri götu bjuggu einnig Kristján frá Djúpalæk, Kristmann Guðmundsson, Séra Gunnar Ben ofl.

Þar sem þú minnist á Kristján frá Djúpalæk, langar mig að koma með tvær visur eftir hann. Þá fyrri orti hann er hann bjó fyrir norðan og einhverjir vörubílstjórar voru búnir að vera að suða í honum að yrkja lofkvæði um vörubílastöðina Stefni sem átti afmæli. Kristjáni leiddist þetta suð og gaf þeim eftirfarandi vísu:

Vörubílastöðin Stefnir,
stendur Polli hjá.
Ökuþórar illa gefnir,
aka henni frá.

Sú seinni varð til af svipuðum orsökum. Forstöðumaður elliheimilisins Ás í Hveragerði átti stórafmæli og einhver suðaði vísu út úr Kristjáni, með þessum árangri:

Árum saman okkar þú,
ellistyrkinn hirtir.
Hér við söfnumst saman nú,
þau sem þú ekki myrtir.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 6/4/10 13:53

Þessu stal ég frá Gísla Ásgeirssyni:

Höfundur kom í búð og spurði við kjötborðið hvort til væri nautahakk. Afgreiðslustúlkan svaraði þá að hún ætti ekkert þiðið til. Þessi skemmtilega sagnbeyging er þýðendum hugleikin en það er önnur saga. Eftir þetta svar varð vísan til.

Merkilegt hvað málfarssviðið
hjá mörgum teygist breitt og vítt.
Nautahakkið þitt er þiðið
þér hefur eflaust verið rítt

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
6/4/10 15:02

Grislingur mælti:

Þessu stal ég frá Gísla Ásgeirssyni:

Höfundur kom í búð og spurði við kjötborðið hvort til væri nautahakk. Afgreiðslustúlkan svaraði þá að hún ætti ekkert þiðið til. Þessi skemmtilega sagnbeyging er þýðendum hugleikin en það er önnur saga. Eftir þetta svar varð vísan til.

Merkilegt hvað málfarssviðið
hjá mörgum teygist breitt og vítt.
Nautahakkið þitt er þiðið
þér hefur eflaust verið rítt

Þetta bjargar deginum.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/9/10 18:18

Þessi er gömul og góð að norðan.

Silungsveiði sögð var nít
seggir að því hlóu.
Því mælda tunnu af mannaskít
menn að landi drógu.

lappi
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: