— GESTAPÓ —
Gamanvísur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 7/5/09 20:03

Einhverju sinni birtist fyrirsögn í Tímanum sáluga svohljóðandi:
Bretadrottning reið tengdadóttur sinni
Í fréttini kom fram að viðkomandi tengdadóttir væri margurædd Sara Ferguson (sem eins og allir vita er systir Alexar fótboltaþjálfara en þau eru börn Masseys dráttarvélaframleiðanda).

Um þetta orti ég nokkrar vísur, flestar vondar enda nýgræðingur þá. Þó var lokavísan þeirra skást:

Fergie stundi, fnæsti og grét,
- frygðar blésu glóðir -
enda þykir Elísabet
einstök tengdamóðir.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/5/09 21:46

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 7/5/09 23:36

hlewagastiR mælti:

Einhverju sinni birtist fyrirsögn í Tímanum sáluga svohljóðandi:
Bretadrottning reið tengdadóttur sinni
Í fréttini kom fram að viðkomandi tengdadóttir væri margurædd Sara Ferguson (sem eins og allir vita er systir Alexar fótboltaþjálfara en þau eru börn Masseys dráttarvélaframleiðanda).

Um þetta orti ég nokkrar vísur, flestar vondar enda nýgræðingur þá. Þó var lokavísan þeirra skást:

Fergie stundi, fnæsti og grét,
- frygðar blésu glóðir -
enda þykir Elísabet
einstök tengdamóðir.

Var þetta ekki á Kaffi Blút?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 8/5/09 23:05

Golíat á bls. 1 mælti:


Hann litli Jón skaut Gunnu systur sína,
af sestán skrefa færi og tókst að hitta.
Þá sagið móðir hans, hún stóra Stína;
sá stutti verður einhverntímann skytta

Afi minn var rétt í þessu að staðfesta að vísa þessi er eftir Helga Hálfdanarson.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/5/09 20:37

Ég var að róta í gömlu dóti og fann Tummukukku, söngbók sem ég hafði oft með mér á fylleríum og kórpartíum í menntó. Var búinn að leita að henni heillengi.

Skabbi kom hér áðan með eftirfarandi vísu:

Kvæði:

Geng ég nú inn göngin hér
rek mig þá á kvörnina.
Ég er eins og jólatré,
ég er í hreppsnefndinni.

Þessi er í Tummukukku merkilegt nokk, þó ég hafi lært vísuna upphaflega af ömmu minni. Á síðunni á móti er n.k. framhald:

Kvæði:

Þessi brú er hættuleg,
hún er ætíð varasöm.
Það var rétt með naumindum
að enginn datt í ána.

Síðan er í bókinni kvæði eftir Jón Helgason við þýskt lag sem ég þekki ekki. Það heitir Í páfans sal:

Kvæði:

Í páfans sal er sælan full,
því syndalausnin veitir gull,
hin beztu vín hann velur sér,
það væri staða handa mér!

Og þó - sá hængur er þar á,
hann enga stúlku kyssa má,
í bólið ávallt einn hann fer;
nei ekki' er þetta handa mér.

Í soldáns höll er hýr og glöð
og harla fögur kvennaröð,
með þeim hann stundir styttir sér
sú staða' er einmitt handa mér.

Og þó - hann á sér illa trú
því allan víndrykk bannar sú,
við staup hann aldrei unidr sér;
nei ekki' er þetta handa mér.

En ef nú betur að er gáð
er ugglaust hægt að finna ráð,
að vera eitt er allt of klént
en engin neyð að vera tvennt.

Nú kyss mig stúlka, þess ég þarf,
mig þyrstir helst í soldánsstarf,
og skenkið bræður, skál er tóm,
nú skal ég stunda páfadóm.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 1/6/09 15:56

Núna rétt áðan lærði ég vísu sem er undir slitruhætti þó hún hafi verið samin löngu áður en Z.Natan stofnaði slitruþráðinn. Hún er eftir Elías Mar og var samin um Jón Thorlasíus, hagyrðing og fyllibyttu sem hætti að drekka eftir að hann þurfti að taka inn lyfið Antapus. Ég sé það að Elías hefur einnig notað Pegasus sem samlíkingu í slitru, sem er merkileg tilviljun þar sem ég hef sjálfur notað það sem hugmynd fyrir samskonar vísu sem er hér á slitruþræðinum. Nú fara allir að saka mig um stuld. En vísan er svona:

Anta- jafnan etur -pus.
Einnig pega- ríður -sus.
Spíri- aldrei teygar -tus
Thorla- kallinn snjall -síus.

Síðan lærði ég aðra hálfslitrótta sem er eftir Jón Múla sem hann orti um sjálfan sig þegar hann var í lúðrasveit verkalýðsins:

-göngu skrúð- tók -glaður all-
gæi prúður þátt í.
Bragar trúður býsna snjall
blés sinn lúður hátt í.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
1/6/09 23:34

Ég lenti í skemmtilegu atviki úti á golfvelli í dag, þegar einn úr hollinu átti slakt upphafshögg, sem skyldi eftir mjög erfitt annað högg. Annar úr hollinu sagði þá: „Öss, þetta verður erfitt högg sem þú átt eftir ... yfir hólinn, undan vindi!“ Óafvitandi hafði þessi aðili kastað fram fyrstu hendingu í vísu. Eftir að hafa verið bent á þetta bætti sami maður annarri hendingu við og var þá kominn fyrriparturinn:

Yfir hólinn, undan vindi,
erfitt höggið sýnist.

Þriðji golfleikarinn botnaði þetta skömmu síðar:

Ég í fýlu fara myndi
ef fjárans boltinn týnist.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 1/6/09 23:43

Nokkuð gott. Ánægjulegt til þess að vita að golfspilarar samanstanda ekki eingöngu af braglausum heildsölum. ‹glottir eins og fífl›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/6/09 03:27

en talandi um Tummakukku þá var hún til á heimili foreldra minna og sem barni þótti mér alltaf jafn fyndið kvæðið um njálginn...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 2/6/09 06:03

Tumma kukka? Er hún ekki líka smásaga eftir Þorberg?

Timburfleytarinn mikli.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/6/09 09:13

Nafnið er komið frá Þorbergi en ekki veit ég frekari deili á nafninu.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 2/6/09 09:29

Ívar Sívertsen mælti:

Nafnið er komið frá Þorbergi en ekki veit ég frekari deili á nafninu.

Þið eruð væntanlega að tala um Þórberg Þórðarson?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/6/09 16:21

Allavega er í söngbókinni Tummu Kukku kvæði eftir Þórberg sem heitir sama nafni. Ég man ekki hvort kvæðið, og hugleiðingar Þórbergs því tengt, séu úr smásögu eða bara kafli úr bók.

Ég var eitt sinn með hóp af Finnum sem fannst nafnið á bókinni athyglisvert, og vildu gjarnan fá þýðingu á kvæðinu. Íslendingarnir urðu vandræðalegir.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 2/6/09 17:42

Regína mælti:

Allavega er í söngbókinni Tummu Kukku kvæði eftir Þórberg sem heitir sama nafni. Ég man ekki hvort kvæðið, og hugleiðingar Þórbergs því tengt, séu úr smásögu eða bara kafli úr bók.

Ég var eitt sinn með hóp af Finnum sem fannst nafnið á bókinni athyglisvert, og vildu gjarnan fá þýðingu á kvæðinu. Íslendingarnir urðu vandræðalegir.

Í Eddu Þórbergs (formáli skrifaður á morðdegi Snorra Sturlusonar 1941) skýrir hann út öll sín kvæði og segir frá tilurð þeirra. Kvæðið Tumma Kukka er aðeins eitt erindi en skýringin nær yfir 16 blaðsíður! Þórbergur var í Finnlandi og sá bók með þessu nafni í búðarglugga. Han var mikill áhugamaður um uppruna orða en þarna sá hann sögupersónuna Tummu Kukku ljóslifandi fyrir sér og hennar lífshlaup: Finnsk stúlka sem trúlofaðist verðandi presti sem dó úr blóðspýtingi á brúðkaups - nóttina - lét fallerast með sjóara - pipraði upp frá því - vann við barnahjálp en var bitin í tvennt af hákarli er hún var að synda sér til hressingar! (í stuttu máli) . Þórbergur reyndi mikið að fá úr því skorið í Finnlandi hvað nafnið á bókinni þýddi (og í Moskva) en enginn skildi hann þar til hann hittir finnskan mann sem talaði espreanto : Hvað þýðir Tumma Kukka? Sá finnski: Túma Kúka signifas: La nigreca floro - Svartleita blómið!

(seinna erindið kom aldrei)

Þetta er frábær lesning - og reyndar öll bókin - en kvæðið er svona:

Hún trausta Tumma Kukka
hún tók uppá þeim fjand' að sukka.
En lægst komst hennar lukka ,
er lagðist hún með Kristófer.
Þau sváfu þar á sænum
og sungu' um ást í morgunblænum.
Á grundarmöttli grænum
nú grætur hún það sem liðið er.
Sem liðið er,sem löngu liðið er.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 8/6/09 00:03

Það hef ég fyrir víst að enginn var fljótari að yrkja hér á landi en Séra Helgi Sveinsson, prestur og hagyrðingur (og eiginlega skáld) sem átti lengi vel heima í Hveragerði. Þar bjó hann við svokallaða Skáldagötu (sem hét reyndar eitthvað annað sem enginn man), en í þeirri götu bjuggu einnig Kristján frá Djúpalæk, Kristmann Guðmundsson, Séra Gunnar Ben ofl.

Séra Helgi og séra Gunnar Ben kenndu báðir um stund við skólann í Hveragerði. Í einum frímínútunum ganga þeir inn á kennarastofuna og hitta þar Bjarna skólastjóra. Þennan dag var mikið rætt um þá frétt að kona Oddgeirs Ottesens leikfimikennara væri orðin ólétt og Oddgeir því verðandi faðir.

Þegar þeir koma inn segir Bjarni skólastjóri: "Góðan daginn Gunnar Ben," og Gunnar svaraði "Góðan daginn Bjarni." Án þess að depla auga segir þá Helgi: "Er það satt að Ottesen, eigi von á barni?"

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 8/6/09 19:00

hvurslags mælti:

[...] Þar bjó hann við svokallaða Skáldagötu (sem hét reyndar eitthvað annað [...]

Hún hét reyndar Frumskógar, en ég hef aldrei séð hana. Má vera að hún heiti það ekki lengur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
8/6/09 19:26

hvurslags mælti:

[...] "Er það satt að Ottesen, eigi von á barni?"

Þær geta verið ansi skemmtilegar, sögurnar af hraðvirkum og snjöllum botnurum. Þetta minnir mig á fræga frásögn af Bólu-Hjálmari. Eins og ég heyrði hana fyrst þurfti BH einhverju sinni að beiðast gistingar á bæ, þar sem fyrir var vinnukona, sem var e-ð í nöp við kappann. Eftir dágóða stund hafði hún hnoðað saman níðvísu honum til höfuðs og fór með hana: „Augum þeim ég á þig lít - að þú líkist fífli ...“ en komst þó ekki lengra, því BH greip fram í: „Andskotinn með úldnum skít - á þér kjaftinn stífli.“

Önnur útgáfa segir að BH hafi verið settur í efri koju og gömul kerling (sem að sjálfsögðu var í nöp við hann) í neðri koju. Gantaðist BH með að nú neyddist hún til þess að „líta upp til sín“. „Aldrei til þín upp ég lít - ertu líkur fífli!“ mælti þá konan, en BH botnaði eins og fyrr er getið.

Hér kunna eflaust einhverjir enn aðra útgáfu þessarar skemmtilegu frásagnar.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/6/09 20:28

Ég heyrði þessa sögu þannig að Bólu-Hjálmar hafi fengið gistingu á sveitabæ nokkrum og fengið rúm í sama herbergi og vinnuhjú sem höfðu gaman af að kveðast á. Lengi vel hentu þau á milli sín fyrripörtum og botnum og gat Bólu-Hjálmar því ekki sofnað. Að lokum kom þessi fyrripartur og botnaði hann eins og Pó lýsir hér fyrir ofan... ekkert ónæði var eftir það.

To live outside the law, you must be honest.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: