— GESTAPÓ —
Gamanvísur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 20/1/09 14:54

Sveinbjörn Beinteinsson fyrrum allsherjargoði og bragsnillingur lagðist eitt sinn inná
sjúkrahúsið á Akranesi í smá aðgerð. Þegar hjúkrunarkonurnar voru að undirbúa hann
fyrir aðgerðina lifnaði litli vinurinn við og voru þær í vandræðum með hann.
Ein þeirra brá þá að það ráð að festa hann við lærið á honum með heftiplástri.
Sveinbjörn orti:

Sjúkrahússtúlkunum síst má ég gleyma
svolítið fór mig að langa í geim,
en þær tjóðruðu Grána í túninu heima
til þess hann færi ekki í blettinn hjá þeim.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/2/09 22:29

Norskur maður var að læra íslensku og var mönnum tíðrætt um hversu vel hann náði tökum á tungumálinu... hann fór síðan að garfa í bragfræði og höfðu menn á orði að það væri nú full erfitt fyrir hann. Hann lét sér fátt um finnast og orti:

Blessuð lóan labbar
labbar út á tún.
Ég labbar líka
labbar á eftir hún.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
13/2/09 23:20

Þessi Norðmannsvísa frá Skabba er algjör gullmoli!

En áðan sá ég Þorstein Bergsson bera sigur úr býtum í Útsvarinu á RÚV. Þá rifjaðist upp fyrir mér skemmtileg vísa sem hann flutti á bragarþingi að Smyrlabjörgum í ágúst síðastliðnum. Það gæti verið að ég muni hana ekki orðrétt:

Ferskeytlan er feiknarsport
af fögrum andans mætti.
En getað hef ég aldrei ort
undir þessum hætti.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/2/09 11:15

Hér er ein sem mér þykir alltaf jafn skemmtileg, man ekki höfundinn en mig minnir að hann hafi verið að norðan og hafi heitið Jónas:

Endurminning á ég sára,
um það tala ég ei vil.
Nú væri sonur minn átján ára
ef hann hefði orðið til.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/2/09 12:44

Snorri í Reykholti réð forðum daga
Reit fræði og orti til lítilla baga.
Og er Gissur með jarlinn
fór að finna karlinn
Þá bannaði Snorri að höggva eða saga.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 15/2/09 14:01

Þegar Katrín Jakobsdóttir rak Gunnar I. Birgisson og stjórn LÍN var talað um að smávaxinn menntamálaráðherra hefði velt hinum stóra Gunnari úr sæti sínu. Hjálmar Freysteinsson orti þá:

Grátinn burtu ganga má
Gunnar bassi.
Sá hafði lengi setið á
sínum rassi.
Þannig veltir þúfa smá
þungu hlassi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/2/09 23:13

Ég er ekki minnugur á vísur... en ég rakst á skemmtilega grein um svokallaðan Hakabrag... hér eru sýnishorn (en sameiginlegt einkenni er bragleysa og samhengislítið og óvænt efni):

Haki er sig herlegur mann,
heldur á hatti sínum.
Það kann verða annað ár,
að betri hattur fáist.

og svo:

Geng eg innan göngin hér,
rek ég mig á kvörnina
ég er eins og jólatré,
ég er í hreppsnefndinni.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/2/09 23:23

Meiri Hakabragur, vonandi er ykkur sama en mér finnst hann þrælskemmtilegur...

Þessa á Guðni Þórarinsson að hafa ort (veit ekki meiri deili á honum):

Gerið ekki grín að mér
með gamla húfu og ljóta
ég gef mér alltaf tíma til
að fara í mat og kaffi.

Svo er hér önnur skemmtileg, ekki víst að þetta sé Hakabragur þó. Veit ekki höfund:

Éta saman Jótar tveir
Jensen Bjerg og Rósenberg.
Rífast um hvor ríður meir
Rósenberg og Jensen Bjerg.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/4/09 14:41

Maður nokkur úr Þingeyjarsýslu reyndi að yrkja erfiljóð um vin sinn - var lengi að og vandaði sig verulega:

Nú er Siggi lagstur lágt
undir moldartorfu,
ætíð var hann linur við slátt
bölvaður sníkjugoggurinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 7/4/09 14:47

Skabbi skrumari mælti:

Ég er ekki minnugur á vísur... en ég rakst á skemmtilega grein um svokallaðan Hakabrag... hér eru sýnishorn (en sameiginlegt einkenni er bragleysa og samhengislítið og óvænt efni):

Haki er sig herlegur mann,
heldur á hatti sínum.
Það kann verða annað ár,
að betri hattur fáist.

og svo:

Geng eg innan göngin hér,
rek ég mig á kvörnina
ég er eins og jólatré,
ég er í hreppsnefndinni.

Ég má til að besservissast aðeins. Seinni vísuna kann ég svona:

Geng ég hérna göngin inn,
rek ég mig á kvörnina.
Ég er eins og jólatré,
ég er líka í hreppsnefndinni.

Ein af mínum uppáhalds, enda kenndi tengdapabbi - sá mikili snillingur - mér hana.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/4/09 14:54

Snillingur á Húsavík var að bíða eftir því að Pétur Jónsson legðist að bryggju til löndunar - hann hafði frétt af bilun í skrúfu og orti af því tilefni:

Kvíum kvíum hvað er að
hvenær kemur Pétur að
er hann með - eða er hann ekki með
annað eða bæði skrúfublöðin á eða ekki á?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 12/4/09 19:59

Jón Helgason orti ekki bara "hámenningar"kvæði um handritin og örnefni; góður vinur hans sem hét Jónas fékk krabbamein í annað eistað svo þurfti að fjarlægja það. Þá orti Jón:

Jónas með eista eitt
illa fær hamið;
Annað er heitt og heilt
en hitt er kramið.
Fíflar þó fljóðin enn
fremjandi glottin;
Hefði hann þau heilbrigð tvenn
hjálpi okkur Drottinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/4/09 21:34

Pabbi fór stundum með þetta, en ég náði ekki að læra það. Þó minnti mig að ein línan hefði verið „annað er kramið og dautt“ eða eitthvað í þá áttina. Ég er þó langt í frá viss.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/4/09 21:44

Meistari Jón hefði auðvitað aldrei notað síðlínuna „en hitt er kramið“ þar sem höfuðstafurinn er h. Orðið „en“ getur hér ómögulega verið áherslulaus forliður því að þá fellur hrynjandin í restinni af línunni. Athugið að Jón var einhver mesti snillingur ísleskrar bragfræði fyrr og síðar, ekkert minna en það. Hann hefði aldrei getað klikkað á þessu.

Billi talar um dautt og kramið. Gæti þessi síðlína hafa átt að vera „hitt dautt og kramið“? Þannig gengur allt upp. Ég tek þó fram að ég hef ekki aðgang að frumtextanum þannig að tilgátan hvílir ekki á neinum stoðum örðum en innleggjum Hvussa og Billa.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 13/4/09 10:03

Þetta hefur þá e.t.v. verið "hitt er þó kramið".

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 7/5/09 12:24

FERGUSON

Björn Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík, hefur millinafnið Andrés og gat því ávarpað Andrew prins sem nafna sinn.

Hjúskapur hefst:

Fögur og björt er framtíðin,
fögnuður ríkir og það er von.
Nú ertu kátur nafni minn,
nú ertu kominn á Ferguson.

Er rennur á nótt í ríki þínu,
hjá rauðhærðu Söru þú háttar vel.
Fyrr má nú gera að gamni sínu,
en gifta sig svona dráttarvél.


Eftirleikurinn:

Töluvert ill eru tíðindin,
hún tilkynnti mér það drottningin
að nú hefði Andrés nafni minn
neyðst til að selja traktorinn.

Báglega fór með búskapinn,
brugðust þér gömlu heilræðin,
í óleyfi þegar, Andrés minn,
annar fór upp á traktorinn.

Nú gildir það bara góurinn,
að gefast ekki upp við búskapinn.
Næst skaltu Zetor nafni minn
næla þér í við heyskapinn.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 7/5/09 12:53

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rafmagni 7/5/09 19:41

Faðir minn sagði mér þessi eitthverntíma...

Átta dætur Einar á,
allar fullra tíða.
Du du du og ná ná ná,
nóg er til að ríða.

„Annaðhvort handtakið þið mig núna, eða strax!“
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: