— GESTAPÓ —
Gamanvísur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 18/12/08 14:05

Ein af eftirlætisvísum mínum er eftir Önfirðinginn Hjört Hjálmarsson, mann sem lifði næstum alla 20. öldina:

Týndur fannst, en fundinn hvarf,
að fundnum týndur leita þarf.
Týnist þá, en fundinn fer
að finna þann, sem týndur er.

Þessa vísu þarf að lesa nokkrum sinnum og helst hægt. Ég hef alltaf grunað Hjört um að hafa ort þetta um Hjálparsveit skáta því að eins og menn vita eru þeir yfirleitt að leita að týndum félögum sínum.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 18/12/08 14:10

Þessi er brilliant. Hef reglulega reynt að rifja hana upp en loksins er hún hér.

Svo við slúttum þessu með TummuKukku þá má í henni finna vísurnar um njálginn, eftir hinn háæruverðuga forseta Kristján Eldjárn. (Hvar annars staðar en á Íslandi má finna þjóðhöfðingja sem hefur ort klámfengna rímu og vísur um njálga...)

Eitt er ég alveg viss um
sem enginn maður sér
að það eru njálgar að naga
neðri endann á mér.

Og þeir hafa nagað og nagað
og nagað síðan í haust.
Og ég hef klórað og klórað
en kannski einum of laust.

Utan við endaþarminn
er ofurlítil skor.
Þar get ég svarið að sátu
seytján stykki í vor.

Og það er eins satt og ég sit hér
að sumir skriðu inn.
Þeir eðla sig inn í manni
andskotans kvikindin.

(Er einhver með klámrímuna hans Kristjáns? Þá má birta hana hér í leyniletri, þó það sé meira um penar myndlíkingar heldur en sóðaleg orð...)

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 18/12/08 14:32

Þessi er held ég eftir Egil Jónasson þann mikla meistara - hann kom úr veiðitúr með heldur rýran afla - einn lítinn fisk - um leið og hann rétti konunni sinni hann sagði hann:

Eigðu þetta yndið mitt
ánni gekk ég nærri,
þér ég færi þennan titt
þó hef ég séð hann stærri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 19/12/08 02:27

hlewagastiR mælti:

Ein af eftirlætisvísum mínum er eftir Önfirðinginn Hjört Hjálmarsson, mann sem lifði næstum alla 20. öldina:

Týndur fannst, en fundinn hvarf,
að fundnum týndur leita þarf.
Týnist þá, en fundinn fer
að finna þann, sem týndur er.

Þessa vísu þarf að lesa nokkrum sinnum og helst hægt. Ég hef alltaf grunað Hjört um að hafa ort þetta um Hjálparsveit skáta því að eins og menn vita eru þeir yfirleitt að leita að týndum félögum sínum.

Eftir áreiðanlegum heimildum er rangt farið með eitt orðið í vísu Hjartar Hjálmarssonar.
Þriðja línan á að vera: Týnist sá, (en ekki þá) en fundinn fer. Vísan er líka mun skiljanlegri sé rétt farið með hana.
Sagan á bak við vísuna er sú að tveir menn sem áttu að vinna saman fóru á mis á leiðinni á vinnustað og gátu ekki byrjað vinnunna fyrr en þeir mættu báðir. Þess vegna fóru þeir að leita hvor að öðrum. Annar maðurinn hét Hjörtur og var smiður, hinn hét Jón og var Magnússon.

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 19/12/08 10:19

Getur einhver sagt mér eftir hvern þessar vísnabálkur er?
Þar sem aðaláhugamálið er umfjöllunarefnið er ég forvitinn.
Ég kannast við aðra vísuna í röðinni frá fyrri tíð, en rakst nýlega á allar fimm.

Smölun er oft þeim manni um megn,
sem má ekki þola storm né regn.
Best er að sérhver búnaðarþegn,
sé bálreiður haustið út í gegn.

Þú skalt æða yfir storð,
aldrei tala hlýleg orð.
Svipurinn þarf að minna á morð
ef menn ætla að smala á annað borð.

Hendi skal uppi á móti hönd
Þá heima séu smöluð lönd.
Orðin þá ekki valin vönd
Vestur á Glámu og Barðaströnd.

Ef rekstur kemur, þú reiðast átt,
rífast um bæði stórt og smátt.
Tvístr´onum, öskra og hrópa hátt,
en hirð´ann bara ef það er fátt.

Er réttinni safnið rennur nær,
reynir á þol og fimar tær.
Hver sem þá verður ekki ær,
ætt´ ekki að teljast gagnafær.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 19/12/08 11:18

Lokka Lokbrá mælti:

Vísan er líka mun skiljanlegri sé rétt farið með hana.

Mér finnst hún reyndar ekki rassgat skiljanlegri þannig. Hitt er annað mál að rétt skal vera rétt.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 20/12/08 01:48

Vísan er vel skiljanleg þegar hún er sett í samhengi við rétta sögu og lesin í orðastað vinnufélaganna sem fóru á mis og leituðu hvors annars.

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
20/12/08 12:58

Týndur fannst, en fundinn hvarf
að fundnum týndur leita þarf,
þá týnist sá, sem fundinn fer
að finna þann sem týndur er.

Svona var mér þessi vísa færð, innrömmuð, fimm eða sex ára gömlum. Tilefnið var að ég hafði týnt bæði húfu minni og vettlingum oftar en góðu hófi gegnir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/12/08 13:08

hlewagastiR mælti:

Lokka Lokbrá mælti:

Vísan er líka mun skiljanlegri sé rétt farið með hana.

Mér finnst hún reyndar ekki rassgat skiljanlegri þannig. Hitt er annað mál að rétt skal vera rétt.

Lokka Lokbrá mælti:

Vísan er vel skiljanleg þegar hún er sett í samhengi við rétta sögu og lesin í orðastað vinnufélaganna sem fóru á mis og leituðu hvors annars.

‹Dæmir›

Skilrúm hefur skilningsfley
það skilar trega.
Sumir skilning skilja ei
skiljanlega.

Skilur einhver þetta og ef svo er, mun einhver skilja það eftir nokkur ár? ‹Glottir eins og fífl›

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/12/08 16:15

Þessi var ort um prest fyrir norðan sem var óheppinn alla sína ævi, sem endaði með því að meri beit hann í afturendann með þeim afleiðingum að drep komst í sárið og hann lést.

Valt er löngum lífsins fley
og lekt í fjöruborðinu.
Presturinn æpti: "Hold er hey!"
og hryssan tók hann á orðinu.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kinn 26/12/08 00:36

Svona orti Páll Ólafsson um útlimi sína:

Sjaldan bilar beinharkan í besefanum.
Eg hef gigt í útlimonum
öllum nema bara honum.

(Held að ég hafi e-n tímann séð þetta með orðinu „verk“ í stað gigtarinnar).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 27/12/08 00:43

Einhverntímann lærði ég þessa og þókti skondin:

Auðgrund á sér eina brók
er það rifið fatið.
Þegar hún fer á mannamót
þá míga þeir inn um gatið.

Og vitaskuld er þessi klassísk, en þekkist vafalítið í jafn mörgum útgáfum og fjöldi þeirra er, er hana hafa lært:

Þar sem enginn þekkir mann
þar er gott að vera
því að allan andskotann
er þar hægt að gera.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 16/1/09 16:40

Þetta lærði ég barn af föður mínum sem var hagyrðingur góður og kunni vísur:

Lítið er lunga í lóuþrælsunga
en minna er þó hjartað í henni Helgu minni.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 16/1/09 17:06

Já, þetta er góð og þjóðkunn vísa.

Í heild er hún svona ef ég man rétt:
Lítið er lunga
í lóuþræls unga.
Mun er þó minna
mannvitið kvinna.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 16/1/09 17:07

Þeir eru að berjast í Beirút
og bræðralagshugsjónin deyr út.
En til þess þeir hætti
þá held ég að ætti
að hóta að senda þeim Geir út.

Ort þá Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra - passar líka núna.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 16/1/09 18:57

Ég fann uppi á háalofti í vikunni lítið kver gefið út af Alfreð Andréssyni sem heitir „Gamanvísur“ og inniheldur gamanvísur sem hann hafði sungið.
Ég er nú ekki farinn að lesa það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 18/1/09 01:15

Ég var að lesa „Klúbbinn“ og mátti til að grípa 2 innlegg þaðan og svara þeim hér (sérstaklega fyrst að búið er að loka þræðinum „Gestapóskt uppáhald“).

Kveldúlfur 9/1/09 23:24 mælti:

...
Að yrkja lofkvæði um atómskáld.

Faðir minn orti svo eftir að Gvendur Joð hafði dásamað Jónas Svafár sem sitt uppáhaldsskáld, og Jónas hafði svo komið í „heimsókn“ í Lindarbæ, þar sem þurfti að þrífa á eftir:

Kvæði:

Passíusálmur nr. 52

Þitt æðsta andans goð,
þín átrú, Gvendur Joð,
sem svaf eitt ár með sann
og síðan hélt sig mann.
Kom hér með kurteist geð
og kannski fleira með:
Þitt skáld, þitt skáld, hér skeit!
var skeint við herlegheit.

Wayne Gretzky 18/1/09 00:42 mælti:

...
en nú má yrkja um hina göfugu íþrótt skák ( helst langt )

Það verður ekki betur ort um skák:

hlewagastiR 1/10 17:49 af „Ort um fréttina“:

Kvæði:

„Þetta finnst mér einum of“
æstur mælti Topalov:
„Kramnik er með kúk í görn
að kokka upp Sikileyjarvörn;
strunsar látlaust út og inn
og endalaust á kamarinn
pantar síðan pulsu og kók
peði fórnar, drepur hrók
hleypur aftur inn á kló
(ekki til að skíta þó).
Er hann þar við annan mann
að undirbúa Caro-Kann?
Óvarlega tel ég tryggt
hann tefli þar við Benedikt.“

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 18/1/09 01:20

The Shrike mælti:

Ég var að lesa „Klúbbinn“ og mátti til að grípa 2 innlegg þaðan og svara þeim hér (sérstaklega fyrst að búið er að loka þræðinum „Gestapóskt uppáhald“).

Kveldúlfur 9/1/09 23:24 mælti:

...
Að yrkja lofkvæði um atómskáld.

Faðir minn orti svo eftir að Gvendur Joð hafði dásamað Jónas Svafár sem sitt uppáhaldsskáld, og Jónas hafði svo komið í „heimsókn“ í Lindarbæ, þar sem þurfti að þrífa á eftir:

Kvæði:

Passíusálmur nr. 52

Þitt æðsta andans goð,
þín átrú, Gvendur Joð,
sem svaf eitt ár með sann
og síðan hélt sig mann.
Kom hér með kurteist geð
og kannski fleira með:
Þitt skáld, þitt skáld, hér skeit!
var skeint við herlegheit.

Wayne Gretzky 18/1/09 00:42 mælti:

...
en nú má yrkja um hina göfugu íþrótt skák ( helst langt )

Það verður ekki betur ort um skák:

hlewagastiR 1/10 17:49 af „Ort um fréttina“:

Kvæði:

„Þetta finnst mér einum of“
æstur mælti Topalov:
„Kramnik er með kúk í görn
að kokka upp Sikileyjarvörn;
strunsar látlaust út og inn
og endalaust á kamarinn
pantar síðan pulsu og kók
peði fórnar, drepur hrók
hleypur aftur inn á kló
(ekki til að skíta þó).
Er hann þar við annan mann
að undirbúa Caro-Kann?
Óvarlega tel ég tryggt
hann tefli þar við Benedikt.“

Snilld! ( sá þetta reyndar á hvaða ljóð áðan)

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: