— GESTAPÓ —
Jarðlingur frá Maltus kynnir sig.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J.Maltus 22/11/08 17:20

Eg var að komast að því að hér í Baggalútíu gildir sú sjálfsagða kurteisi að nýliðar kynni sig áður en þeir hefja þeysireið um Baggalútískt samfélag.

Það má segja að ég hafi brugðist þessri skyldum minni, enda er ég búinn að vera að ráfa hér um í meira en heilan mánuð, án þess að gefa nokkur deili á mér. Hugsanlega stafar þetta sinnuleysi mitt af uppruna mínum á hinni fornu plánetu Maltus.
Nafn mitt er Jarðlingur frá Maltus. Vegna verulega aukinna samskipta Baggalútíu við alheiminn var ég sendur til að kynna mér ríkið betur. Hlutverk mitt er að skoða hvort Baggalútía komi til greina sem aðildarríki í alheimsyfirráðinu. Ég vil tala það strax fram að ég er einungis algerlega valdalaus senditík, sem hefur engin völd í alheimsráðinu, og virðist vera svo lítilsgildur að ég hef ekki náð sambandi við það. Það verður því að senda umsókn um aðgang í gegnum aðra aðila en mig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/11/08 17:28

Segðu þeim bara að þeir megi sækja um aðgang að Baggalútíu. Samþykki þeir það ekki, þá skulu næstu samskipti fara í gegn um Don De Vito, hernaðarmálaráðherra.

Velkominn annars.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/11/08 17:30

Velkominn. Lærðu nú að laga innsláttarvillur, ég sé að þú ert ágætur í stafetningu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 22/11/08 20:26

Regína mælti:

Velkominn. Lærðu nú að laga innsláttarvillur, ég sé að þú ert ágætur í stafetningu.

‹glottir›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/11/08 20:36

Hvað er þetta Kargur. Etnar þú aldrey þína stafi?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 22/11/08 20:55

‹klórar sér í höbbbðinu› Ekki svo ég viti til...

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/11/08 21:00

‹Skellihlær› Þetta er sko innsláttarvilla.

Svo vil ég taka fram að þó ég láti svona varðandi stafsetningu þá geri ég greinarmun á því að vera lélegur í stafsetningu og vanda sig samt, sem er gott, eða vera ekkert að vanda sig, sem er slæmt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 22/11/08 21:02

Ég stóðst bara ekki mátið. ‹glottir sauðslega›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J.Maltus 22/11/08 21:07

Billi bilaði mælti:

Segðu þeim bara að þeir megi sækja um aðgang að Baggalútíu. Samþykki þeir það ekki, þá skulu næstu samskipti fara í gegn um Don De Vito, hernaðarmálaráðherra.

Velkominn annars.

Takk fyrir. Ég var einmitt búinn að senda þessi skilaboð til alheimsyfirráðsins, þegar senditækið mitt bilaði. Þess vegna hef ég ekki fengið neitt svar frá þeim.

Regina, því miður er ég mjög blindur gagnvart innsláttarvillum. Ég hef átt til að lesa fyrirsagnir alveg skelfilega rangt. Dæmi um það er frá síðustu helgi, þar sem ég las fyrirsögninga "Þinghúsið rifið", fannst þetta skrýtið svo ég las aftur, "Þinghúsið rifið" enn trúði ég ekki því sem ég las, svo ég las i þriðja sinn og þá kom hið rétta í ljós. Fyrirsögnin var "Þinghúsið þrifið"‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið, vonar að enginn taki eftir því. ›
Ég vona að mér verði fyrirgefið að frá mér sleppi nokkrar innsláttarvillur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/11/08 21:11

Allir gera innsláttarvillur. En það er hægt að laga þær, sko ef maður sér þær.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J.Maltus 22/11/08 21:18

Regína mælti:

Allir gera innsláttarvillur. En það er hægt að laga þær, sko ef maður sér þær.

Ég tel mig vera búinn að lagfæra allar innsláttarvillur frá mér, séu þær fleiri - þá finn ég þær ekki.
‹Klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/11/08 22:11

J.Maltus mælti:

Regína mælti:

Allir gera innsláttarvillur. En það er hægt að laga þær, sko ef maður sér þær.

Ég tel mig vera búinn að lagfæra allar innsláttarvillur frá mér, séu þær fleiri - þá finn ég þær ekki.
‹Klórar sér í höfðinu›

Æ, fyrirgefðu, ég gáði ekki.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/11/08 22:43

Fyrst þú nefndir þetta...

J.Maltus mælti:

Eg var að komast að því að hér í Baggalútíu gildir sú sjálfsagða kurteisi að nýliðar kynni sig áður en þeir hefja þeysireið um Baggalútískt samfélag.

Það má segja að ég hafi brugðist þessri skyldum minni, enda er ég búinn að vera að ráfa hér um í meira en heilan mánuð, án þess að gefa nokkur deili á mér. Hugsanlega stafar þetta sinnuleysi mitt af uppruna mínum á hinni fornu plánetu Maltus.
Nafn mitt er Jarðlingur frá Maltus. Vegna verulega aukinna samskipta Baggalútíu við alheiminn var ég sendur til að kynna mér ríkið betur. Hlutverk mitt er að skoða hvort Baggalútía komi til greina sem aðildarríki í alheimsyfirráðinu. Ég vil tala það strax fram að ég er einungis algerlega valdalaus senditík, sem hefur engin völd í alheimsráðinu, og virðist vera svo lítilsgildur að ég hef ekki náð sambandi við það. Það verður því að senda umsókn um aðgang í gegnum aðra aðila en mig.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 22/11/08 22:53

Ég vildi óska að ég væri góður í stafsetningu. Og málfræði. Og að málfar mitt væri vandaðra.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/11/08 22:59

Jarmi! Þú hefur hitt á óskastund!

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 22/11/08 23:03

Fjandinn! Ég hefði átt að óska mér að ég væri með stærra... hérna... stærra ‹muldrar eitthvað›.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/11/08 23:14

.. heilabú?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 22/11/08 23:18

Allavegana stærri litla-heila.

‹Glottir eins og fábjáni›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: