— GESTAPÓ —
Konunglegt bónorð
» Gestapó   » Baggalútía
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 00:16

Uuuuuuu, hlebbi. Ertu búinn að sýna henni hring? Nógu stór gimsteinn getur kraftaverk gert.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 23/11/08 00:17

Þarf hún endilega að samþykkja? Geturðu ekki bara rænt henni og neytt hana í hjónaband? Hún sættir sig væntanlega við það á endanum...

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 00:18

Tina St.Sebastian mælti:

Þarf hún endilega að samþykkja? Geturðu ekki bara rænt henni og neytt hana í hjónaband? Hún sættir sig væntanlega við það á endanum...

Gott væri að eiga íbúð í Stokkhólmi til að tvítryggja sig.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/11/08 00:57

hlewagastiR mælti:

Þar sem mér er ekki kunnugt um að faðir Regínu sé meðal vor á Gestapó eða aðrir þeir frændur sem fjárforráð hennar og fóta kynnu að hafa lít ég svo á að hún fari með eigin forsjá og stenst það bæði ný lög og forn.

Hitt er annað að mér þykir hún orðin svo verðugur viðsemjandi að mér gengur hvorki né rekur með bónorðið. Nú er ég að skrifa fyrir hana einhverja skýrslu um framkvæmdaáætun vegna þarfar á greiningu nauðsynleika breytingastjórnunar á sviði öryggismálefna ríkisins. Ég reyni að hafa skýrsluna eins rómantíska og ég get - sbr. titilinn.

ég skal taka að mér að gefa hana í hjónaband, ég sat við hliðina á henni í rútunni um daginn svo að við þekkjumst pínu.
Þekkjumst nógu vel til að ég veit að hún er alltof góð handa þér.
Ég skal sem sagt taka að mér að koma fram sem faðir hannar eða að minnsta kosti bróðir í þessum samningaviðræðum.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 23/11/08 01:55

Vjer teljum að vandamál geti orðið að grafa upp prest og því vakna spurningar um fyrirkomulag þess viðburðar er hjer er til umræðu verði af honum og hvort á honum kunni að verða formgallar. Síra Skammkell var í augum vorum hinn eini sanni prestur Baggalútíu en honum var því miður að því er virðist rænt af óvinum ríkisins.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/11/08 02:01

Biskupinn gæti nú reddað ykkur.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 03:45

Það dugar nú ekkert minna en páfi í svona stórvirki.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 23/11/08 11:02

Við Offari hljótum að geta séð um þetta.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 23/11/08 17:35

Jarmi mælti:

Það dugar nú ekkert minna en páfi í svona stórvirki.

Nermal? Þér gætuð kannske fengið hann til þess arna.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/11/08 18:32

hlewagastiR mælti:

Þar sem mér er ekki kunnugt um að faðir Regínu sé meðal vor á Gestapó eða aðrir þeir frændur sem fjárforráð hennar og fóta kynnu að hafa lít ég svo á að hún fari með eigin forsjá og stenst það bæði ný lög og forn.

Hitt er annað að mér þykir hún orðin svo verðugur viðsemjandi að mér gengur hvorki né rekur með bónorðið. Nú er ég að skrifa fyrir hana einhverja skýrslu um framkvæmdaáætun vegna þarfar á greiningu nauðsynleika breytingastjórnunar á sviði öryggismálefna ríkisins. Ég reyni að hafa skýrsluna eins rómantíska og ég get - sbr. titilinn.

‹Bíður›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/11/08 19:00

‹Kemur litlum (miðgarðs)ormi fyrir fyrir framan dyr dyngju Regínu og bíður líka›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 23/11/08 20:33

‹Laumar fingurgulli undir orminn og bíður síðan átekta ásamt Billa›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 20:41

Huxi mælti:

‹Laumar fingurgulli undir orminn og bíður síðan átekta ásamt Billa›

Pffff, íslenskir fjárfestar.

‹Strunsar út›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 24/11/08 12:30

‹Kíkir út, tekur annars hugar upp hringinn en tekur ekki eftir orminum› Þarna var hann þá!

Nú er Hlebbi orðinn hræddur og hættur við. Hann sér að hann ræður ekki við mig.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 24/11/08 20:33

Rats... Ég sem ætlaði að láta gullið vaxa dulítið svo ég ætti fyrir Danmerkurferð á slóðir Ragnars Loðbrókar.
‹Dæsir mæðulega› Það er aldrei hægt að verða ríkur í kringum þetta kónagalið...

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/11/08 00:25

Æi, ég nenni ekki að skrifa þessa skýrslu. Ég er á móti skýrslum. Svo er ég búinn að vera á höttunum eftir Ormlaugu til að veita heitmey minni einhverja heiðarlega samkeppni en nú segir miligöngumaður minn í samskiptum við hana að hún sé þungt haldin af gin- og klaufaveiki og verði ekki á gagnvarpinu um fyrirsjáanlega framtíð.

Jæja, þá er það lokaútspilið: Regína, ég býð þér drottningarnafnbót auk þess sem þú mátt líka kalla þig meykóng. Svo býðst þér að verða, ásamt mér, konunglegt málfarsyfirvald.

Nú verður þú að svara, já eða nei. Ég stend ekki í frekara málþófi.

‹Strunsar út af sviðinu og ljómar upp›

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/11/08 00:31

‹Tekur sér eðlilegan umhugsunarfrest.›
Ætli maður hefði ekki stungið skýrslunni undir stól hvort sem er. ‹Glottir›

En semsagt, ef ég myndi segja nei (sem ég er ekki að gera, ekki núna allavega), ætlarðu þá bara að vera drottningarlaus?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 25/11/08 00:34

Þetta er langt frá því að vera eðlilegur umhugsunarfrestur, Regína. Fjandinn hafi það, mér er skapi næst að giftast manninum sjálf svo hann þurfi ekki að standa í þessu stappi!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: