— GESTAPÓ —
Sviðhendur
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 11/11/08 21:47

Hér með kynni ég ykkur sviðhendur, háttur sem mér datt í hug í dag. Þær eru svipaðar þýzkhendum, nema að síðasta vísuorðið skal vera sviðslýsing. Hún þarf ekkert að vera úr listanum hérna hægra megin, má alveg vera hvernig sem er. Þetta er ekki keðja.

Kreppan vera virðist mér
að valda fólki trega.
Hún bagsli veldur, byrði er.
‹Blótar herfilega ›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/11/08 21:53

Kreppan hún nú klípur mig
kreppan hún er bjáni.
Hún grettir sig og geiflar sig
og ‹Glottir eins og kjáni›

Má ekki hafa áherslulausan forlið líka í síðustu línunni?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 11/11/08 21:55

Skabbi skrumari mælti:

Kreppan hún nú klípur mig
kreppan hún er bjáni.
Hún grettir sig og geiflar sig
og ‹Glottir eins og kjáni›

Má ekki hafa áherslulausan forlið líka í síðustu línunni?

Jú jú .

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/11/08 21:56

Herfilega blótar barn,
bagga- aldrei -liði
verði stubbur steligjarn.
‹Strunsar út af sviði.›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 12/11/08 02:04

Siglir inn & ennþá flýtur
ofurlítil dugga.

‹Dæsir mæðulega, lítur
leiður útum glugga›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/11/08 09:06

Jafnan eru jólin skreytt
jesúmynd og maltsins bunu
Gamall maður glottir feitt,
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 12/11/08 14:04

‹Klórar sér í höfðinu og klifrar upp á svið›
‹kemst að því að hann er orðinn algerlega ber›
‹Hrökklast síðan aftur á bak og hrasar soldið við›
‹Hreykinn súg loks strunsar út og skellir á eftir sér›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 12/11/08 15:28

Góður Hvulli!

Stundum kemur Garbo græna
gleður hupp.
Leikur sér við litla Væna.
‹Ljómar upp›

Þriðja línan hér er nú óttalegt bull.

Jesús loksins virðist vera
Wayne að leggja á sjálfur fæð.
Þá ég ekkert þarf að gera.
‹Þrefalt stekkur sína hæð›

Eftir athugasemd frá Pó: égveit nú ekki hvernig ég fór að því að klúðra þessu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
12/11/08 19:22

Góð hugmynd hjá Wayne, húrra fyrir honum. Þó þarf hann að endurskoða stuðlunina í Jesúvísunni sinni að ofan.
---

Ég þoli ei vælið endalaust í landsins verstu bjánum.
Langar helst að drepa einhvern, sama hvernig fer.
Staurblönk þjóðin getur ekki staðið undir lánum!
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

---

Ég heyrði það hjá lífsins æðsta anda
að Íslendingagreyin bjargast munu.
Geislar sólar gleðja mig að vanda
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/11/08 16:32

Tek undir með Pó; skemmtilegur þráður. Stelst til skjóta inn hlymreki:

Á ógæfu vorri er ekkert lát,
íslenska þjóðin er heimaskítsmát.
Brunnin hver brú
og brostin öll trú
‹Brestur í botnlausan grát›

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
13/11/08 17:12

Til hvers er að yrkja vesöl ljóð
er Ísland fær ei séð neitt nema skuggann?
Djöfull hefur dáleitt vora þjóð.
‹Dæsir mjög og lítur út um gluggann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/11/08 23:29

Ef leiði grípur lagsmanns brá
um lífsins götur hálar.
Gott er þá að gleðjast smá
‹Glottir breitt og skálar›

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 14/11/08 18:09

Á höfði situr lubbi mikill lufsalegur
Leiðilegt oss þykir flækjugarn mitt
Bæta þarf því býsna þyki furðulegur
‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: