— GESTAPÓ —
Hugmyndir um hvaðan peningar fást.
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbergur 10/10/08 22:11

Ég var að vinna í vélsmiðju í sumar og þangað kom sjómaður sem vantaði hring úr rústfríu röri. Hringurinn var 2 metrar í þvermál og átti að halda uppi neti með nokkuð þéttri möskvastærð. Þetta ætlaði hann svo að nota til að veiða marglyttur við Íslandsstrendur. Þegar marglyttan er komin um borð er tekin úr henni miðjan, sem lítur dálítið út einsog fjögurra laufa smári, og sett í pækil - hinu er hent. Restinni er ekki hent í Japan þó en ég kem að því hér á eftir. Þegar miðjurnar eru komnar í pækilinn eru þær sendar til Japan og eru þar étnar. Ég veit ekki hvað það er sem er svona spes við þetta en eitrið sem svíðir mann eyðileggst í pæklinum. Restin, sem af þessum sjómanni er hent, er notuð í Japan til annarra þarfa. Þannig er að sé gerður skurður í þessi kvikindi þá grær hann til baka á sólarhring en ekki nokkrum dögum eða vikum einsog hjá okkur. Efni þetta er ríkt í þessu dýri og er unnið úr þessum leifum. Það hafa verið gerðar tilraunir með það í Japan, til lokunar skurðsára í tilraunadýrum og sárin hafa í fjölda tilvika gróið hraðar, að því er mér best skilst.

Má ekki skoða einhvern svona iðnað, annan en endalaus álver? Ég vinn á verkstæði innan einnar svona stóriðju og kann því ágætlega þar eð þetta er atvinnuskapandi, þó mengandi sé. Málið er jafnframt það að hér í sjónum er ákveðin auðlind sem hefur verið hlunnfarin vegna þess að ekki hefur hlotist hugvit til nánarri athugana. Mér kemur til hugar einnig að í Japan er stór markaður fyrir heilsusnakk unnu úr þara. Ég er ekki mikið fyrir að éta það sjálfur en ég gæti aftur hugsað mér að selja þetta úr landi, skítnóg eigum við af því.

Það er svo eitt sem hefur brunnið dálítið á mér en það er hlutur sem virðist hafa gleymst í öllu þessu fjaðrafoki undanfarinna daga en það er hvalurinn. Nú er kominn vetur og líklega mikið minna um að útlendingar séu að koma hingað til að skoða þá. Við erum með ágæta hvalstöð inni í Hvalfirði sem mætti fara að nýta aftur. Hana þyrfti líklega að endurbæta eitthvað en það yrði ekki mikill kostnaður. Það er mikill markaður fyrir hvalkjöti, ekki bara í Japan. Þá er mér andskotans sama um einhverja hassreykjandi réttlætis- og dýraverndunarsinna í Bandaríkjunum, Bandaríkjamenn eru hvort sem er upp til hópa bara samansafn af nautheimskum, lötum og atvinnulausum svínum sem hafa ekkert betra að gera en að kvarta yfir einhverju sem kemur þeim ekki við - felandi sig á bakvið eitthvað rugl einsog að dýr hafi sál og dýr hafi tilfinningar. Dýr hafa svosem tilfinningar en enga gagnvart öðrum dýrategundum sem gætu farið að svelta vegna helvítis átgræðginnar í þeim. Við Íslendingar höfum leyfi til að veiða 130.000 tonn af þorski á ári og líklegt er að þessi kvóti fari minnkandi. Í kringum Ísland eru nokkrar hvalategundir. Ein þeirra, hrefnan er sú sem umræðan snýst hvað mest að. Inni í Faxaflóa var verið að veiða 43 hrefnur sem gefið var leyfi fyrir og þegar skoðunarbátar komu í Faxaflóann sögðu þeir að engan hval væri þar að finna, vegna þess að veiðarnar á þeim væru svo rosalegar. 43 dýr... Það eru 45.000 hrefnur við landið og þær eru að éta um milljón tonn af þorski á ári, 7 sinnum meira en leyfilegur kvóti okkar er. Steypireyðurin er ennþá stærri hvalur en hún étur ekki þorsk nema tilneydd sé en hún étur aftur átuna sem þorskurinn lifir á. Búrhvalurinn átti að vera í útrýmingarhættu en að mati einhverra talnasérfræðinga eru um milljón dýr í heiminum í dag. Búrhvalurinn er yfirleitt kjötæta en sé hann tilneyddur, þá skrapar hann í stærri fiska, t.a.m. þorsk. Heyrst hefur þó að búrhvalurinn sé á góðri leið með að útrýma hákarli við Spánarstrendur vegna þess að hefur ekkert hér en hann getur vel lifað í heitum sjó einsog köldum.

Það er hellingur sem ég get bætt hér við en mig langar að athuga hvort eitthvert ykkar fallega og vinsæla fólksins hafi eitthvað um þetta að segja. Mér þykir það nefnilega vera þannig að fólk hefur látið þetta krepputal grípa sig um punginn og fingri troðið í rassgat þess og eina sem fólk virðist geta gert er að hrökkva við og missa allt frá sér, vill ekkert gera til að bæta ástandið heldur láta mergsjúga sig meðan það situr inni í sinni þunglyndisskel og spilar tölvuleiki alla daga meðan það lætur sig dreyma um að flytjast til útlanda.

Ég biðst afsökunar á mögulegum stafsetningarvillum en ég var að flýta mér.

Með kærri kveðju frá Herbergi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 10/10/08 22:23

Þetta félagsrit er á röngum stað.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stella Orlofa 10/10/08 22:25

Ég veit hvernig ég get haft í mig og á... Ég leigi út herbergi og sel krossgátur,,,,‹Stekkur hæð sína›

Ykkar að eilífu. Enter
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbergur 10/10/08 22:26

Ég get ekki skrifað félagsrit vegna ákveðinna reglna sem ég get ekki breytt. En mig langaði að koma þessu frá mér og sem fyrst áður en ég gleymdi því.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/08 22:36

Markaður fyrir hvalaafurðir hefu því miður tapast en hinsvegar finnst mér hrefnukjötið gott og því mæli ég með því að hrefnuveiðar verð stundaðaðar til að fæða þjóðina og þar að auki er hvalkjöt miklu hollari fæða en innflutt cocopops.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbergur 10/10/08 22:41

Mér skilst á hvalveiðimönnum að markaður fyrir hvalkjöt hafi ekki beint tapast heldur séu ráðamenn þjóðarinnar hræddir við mögulega tapaða viðskiptasamninga við Bandaríkin. En hvaða máli ætti það samt að skipta? Ef við getum ekki flutt inn Winston sígarettur, þá reykjum við bara Prince!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 10/10/08 22:50

Herbergur mælti:

Mér skilst á hvalveiðimönnum að markaður fyrir hvalkjöt hafi ekki beint tapast heldur séu ráðamenn þjóðarinnar hræddir við mögulega tapaða viðskiptasamninga við Bandaríkin. En hvaða máli ætti það samt að skipta? Ef við getum ekki flutt inn Winston sígarettur, þá reykjum við bara Prince!

Já, svo lengi sem það er Prince frá Noregi en ekki frá Danaveldi. Ég kaupi ekkert þaðan.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/08 22:59

Við neyðumst þá til að hætta að reykja. Það er hinsvegar rétt að ið eigum ekki að láta aðrar þjóðir segja okkur hvaða auðlindir við megum nýta seéu þær nýttar af skinsemi. En japanir eru hættir að kaupa hvalkjöt svo erlendur markaður er því miður vandfundinn. Þetta hafa Norðmenn kannað.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbergur 10/10/08 23:02

Kennum hinum sveltandi þjóðum að éta hvalkjöt og seljum þeim svo megnið af ruslinu sem við veiðum en étum það besta sjálf. Þessir sveltandi andskotar ættu að geta étið þetta betur en malaríusmitað vatn með drullu í.

Kær kveðja, • frá Herbergi.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/08 00:40

Peningar fást í bönkum.

Hugsanlega endurskoða ég þessa staðhæfingu og/eða bæti við hana þegar ölvun mín er minni.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/10/08 01:11

Einnig er algengt að peningar sjeu framleiddir í sjerstökum prentsmiðjum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/08 01:16

Slíkt nefnist peningaprentun, sem nýtur víst minnkandi vinsælda ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbergur 11/10/08 03:04

Ég er að tala í alvöru. Jú, það má vel vera að hægt sé að prenta peninga, en verðgildið héldist það sama. Þannig gæti manneskja keypt kartöflu á 150 krónur eða 150 milljónir króna. Þannig að prentaranum má henda.

Kær kveðja, • frá Herbergi.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/08 03:33

Þú verður að afsaka að ég er ekki í aðstöðu til að meta þessa hugmynd þína á vitrænan hátt eins og er.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbergur 11/10/08 03:35

Sértu drukkinn sem þú segir þá nærðu samt að hafa góða stjórn á vélrituninni, eitthvað sem ég get alls ekki þegar ég er í því.

Kær kveðja, • frá Herbergi.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/08 03:49

Þetta er mikilsverður hæfileiki já. Ég er í raun svaðalega drukkinn miðað við hvernig ég skrifa.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 11/10/08 03:50

Backspace...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/08 03:51

blóðugt mælti:

Backspace...

Nákvæmlega. Spurning um að stofna til námskeiðs í þessum fræðum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: