— GESTAPÓ —
Hvað var það furðulegasta sem kom fyrir þig í dag?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... , 38, 39, 40  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 9/9/11 00:49

Ég kláraði baunaskammtinn minn. Þarf að bíða til fyrramáls uns ég get keypt nýjar birgðir.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég sá mynd af Texa Everto í einum falsmiðlanna. En þar var hann nefndur Hank Williams!
Ég gat ekki annað en ‹hrökklast aftur á bak og hrasað við›.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 18/9/11 23:21

Ég vaknaði fyrir allar aldir, stíflaður í nefi. Örugglega verk óvina ríkisins

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 24/9/11 20:50

Vér fengum hringingu frá lausráðnum leikara vorum. Svo virðist, sem honum hafi verið drekkt í einhvers konar kveðjum á einhvurju gagnabœlinu.

‹Lyftir annarri augabrúninni.›

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 29/9/11 21:11

Einhvur kona (sem taldi mig vera ólofaðan bróður minn) kom í dag með þá albeztu pikköpplínu sem ég hefi heyrt um ævina; Ég kann að steikja kleinur...

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/11/11 23:22

Það sprakk gler í kjöthitamæli þegar ég var að steikja læri í dag. Glerbrotin dreifðust um allan ofn og yfir lærið, sem endaði í ruslatunnunni. Kannski var þetta tilræði að hálfu óvina ríkisins, sem áður hafa komið fyrir sprengju í örbylgjuofninum mínum. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/11/11 00:44

Það kom í ljós að ég virðist geta flogið á svipaðan hátt og Ofurmennið svokallaða.
Nei djók.
Það furðulegasta sem kom fyrir mig í dag var að ég klúðraði brúnuðu kartöflunum.
og það var líka það versta.
Góður dagur að öðru leiti.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 21/3/13 23:07

Eitt af hinum svokölluðu skemmtiatriðum á árshátíðinni í grunnskólanum var ekki drepleiðinlegt. ‹Klórar sér í höfðinu› Hluti af því var eiginlega smá fyndinn. Þetta hefir aldrei gerst áður.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 1/4/13 17:11

Ég kom inn í Litlu Kaffistofuna í annað sinn á ævinni... hef hins vegar keyrt fram hjá henni ábyggilega svona 8512 sinnum á ævinni.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 4/5/13 23:57

Fyrr í kveld hlýddum vér á útvarp vort er þáttarstjórnendum hugnaðist að spila gamalt og gott lag með Ladda. Dætrum mínum, 7 og 8 ára, fannst lagið gott og dönsuðu með. Ég jós úr mínum barmafulla vizkubrunni og tjáði þeim hvur listamaðurinn væri. Þær horfðu á mig í forundran og spurðu „Laddi?“
Ég reyndi að útskýra fyrir þeim hvur þessi Laddi væri, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tóxt það ekki. Að lokum tóxt mér að sannfæra þær um að téður Laddi hebbbði talsett alla strumpaþættina sem þær hebbbðu séð. Þær ranghvolfdu bara í sér augunum og sögðu jaaaaáááá, svona til að losna við tuðið í mér. ‹Hnussar›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 27/5/13 18:32

Ég keypti súkkulaði fyrir um þremur klukkustundum síðan og það er ekki búið.

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/6/13 00:54

Vjer þurftum nær klukkutíma til að muna Gestapólykilorðið. Löng Gestapóafvötnun er greinilega stórhættuleg.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 2/7/13 14:56

Ég komst að því að það er ekkert að því að nota kúskús í ketsúpu.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 5/7/13 22:48

Golíat mælti:

Ég komst að því að það er ekkert að því að nota kúskús í ketsúpu.

Hvað er þetta kúskús?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/7/13 16:52

Er það ekki það sem maður kallar þegar ná á kúnum úr haganum?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 6/7/13 18:20

Nei nei, maður sigar bara hundinum. Og öskrar sig svo hásan þegar hundasninn gerir allt vitlaust.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 11/9/13 23:24

Ég gróf upp löngu dauðan mann. ‹Klórar sér í höfðinu› Og þarna átti enginn að vera...

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 24/12/13 18:27

Hlustaði einn á klukkurnar hringja inn jólin. Það hef ég aldrey gert áður.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
        1, 2, 3 ... , 38, 39, 40  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: