— GESTAPÓ —
Hvað pirrar þig?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 42, 43, 44 ... 56, 57, 58  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/12/09 16:16

Það pirrar mig þegar ég er í ófélagslyndisstuði og langar helst að húka heima undir sæng en þarf samt að hanga í vinnu vegna anna. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 1/12/09 16:26

Þarfagreinir mælti:

Það pirrar mig þegar ég er í ófélagslyndisstuði og langar helst að húka heima undir sæng en þarf samt að hanga í vinnu vegna anna. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Geturðu þjálfað þessa önnu upp og farið síðan heim undir sæng. Ég sé ekkert til að pirra sig yfir þarna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/12/09 16:27

En það tekur tííííma að þjálfa fólk upp. ‹Heldur fýlunni til streitu›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 1/12/09 18:58

Það pirrar mig hvað ég er vitlaus.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 1/12/09 19:08

Það pirrar mig hvað ég er kröftugur í máli á gagnvarpinu. Fólk tekur megnið af því saklausa sem ég segi sem 80.000[kN] árás á persónulegt sjálf sitt... jafnvel þegar ég er ekki einu sinni að beina orðum mínum að því.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Annrún 4/12/09 17:30

Það pirrar mig að prófin mín séu 9. 10. og 11. desember.

Saklaus og sæt sveitastelpa - Opinbert ræktartröll Gestapó (ásamt Fergesji) - Alltaf til í góðar sturtuferðir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 5/12/09 12:05

Þegar baðherbergið er upptekið í yfir hálftíma og ég þarf að komast á klóið.

Staðreyndir breytast ekki þótt þú sért þeim ósammála.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 5/12/09 12:16

... að lesa gamla skólaritgerð eftir sjálfan mig sem ég myndi kolfella fyrir lélegt málfar, herfilega útfærslu og algjöran skort á sjálfstæðri/eðlilegri hugsun.
‹Hendir öllu slíku strax í ruslið og fer strax út með ruslið›
‹Dæsir strax mæðulega við gluggann og bíður lengi eftir ruslabílnum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 5/12/09 17:34

Þröngsýnt skítapakk.

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/12/09 19:23

Það pirrar mig að ég fæ alltaf SQL Error : 1062 Duplicate entry ... villuna þegar ég reyni að nota Hvað er nýtt?. Þannig hefur það verið frá því í gærkvöldi. Um daginn lenti ég í því sama en það lagaðist þegar nettengingin mín datt út og inn aftur. Það virðist hafa verið helber tilviljun, þar sem núna virkar ekki einu sinni að endurræsa tölvuna eins og hún leggur sig. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 5/12/09 20:25

Prófaðu að skola út smákökum og tímabundnum skrám... virkar hjá mér og Eldrefnum mínum... oftast.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/12/09 20:51

Grágrímur mælti:

Prófaðu að skola út smákökum og tímabundnum skrám... virkar hjá mér og Eldrefnum mínum... oftast.

Ég eyddi út öllum Baggalútskökunum - og það virkaði. Takk fyrir! ‹Ljómar upp›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 5/12/09 20:54

Þarfagreinir mælti:

Grágrímur mælti:

Prófaðu að skola út smákökum og tímabundnum skrám... virkar hjá mér og Eldrefnum mínum... oftast.

Ég eyddi út öllum Baggalútskökunum - og það virkaði. Takk fyrir! ‹Ljómar upp›

Svo það er hægt að óverdósa á Baggalútssmákökum?

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/12/09 21:06

Svo virðist vera já. ‹Stendur á blístri›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 5/12/09 21:12

Þarfagreinir mælti:

Svo virðist vera já. ‹Stendur á blístri›

Hvað er þetta standa á blístri annars?

Svona eins og lappalaus kona sem stendur á gati.

Er hægt að leiða þetta til lykta þar sem þetta hefur þegar á annað borð borið á góma?

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/12/09 21:15

Ég hef grun um að þetta sé til komið vegna þess að maður er fullur af lofti sem vill leka út þegar maður er saddur - eða eitthvað.

En bera á góma - er þá verið að tala um tannkrem?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/12/09 22:57

Nei, ekki tannkrem, hún sagði borð!

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 5/12/09 23:19

Er þá verið að tala um að bera tannkrem á borð? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
        1, 2, 3 ... 42, 43, 44 ... 56, 57, 58  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: