— GESTAPÓ —
Hvaða raunheimsskáld orti?
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 40, 41, 42 ... 60, 61, 62  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 13/11/09 11:52

Já.

Takk fyrir áheyrnina.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 14/11/09 17:10

Takk fyrir skemmtilegt innlegg Kífinn. Þýðingar eru mikilvægar fyrir okkur eyjarskeggja. Við höfum átt marga frábæra þýðendur, Magnús Á. og Helga Hálfa. Síðan má nefna Jón Óskar, Einar Braga, Geir Kristjánsson, Geirlaug Magússon, Sigurð Pálsson, Hannes Sigfússon, Sigfús Daða og Guðbergur hefur unnið þrekvirki. Mikið hefur verið þýtt úr frönsku og Norðurlandamálum en líka rússnesku (Geir) og pólsku (Geirlaugur). Samt mætti sinna ljóðaþýðingum betur og heimsbókmenntir ýmsar enn óþýddar á íslensku.

En hver samdi eftirfarandi erindi? Þetta er úr lengra ljóði. Tek það fram að þetta er eftir íslenskt skáld.

Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp,
stjupmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.
Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum
þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti.
Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 15/11/09 14:10

Jón úr Vör dettur mér einastan í hug.

Takk fyrir áheyrnina.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 15/11/09 15:04

Mikið rétt! Ég er alsæll með þig! Í fyrstu tilraun er glæsilegt. Þú átt leikinn!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 15/11/09 15:15

‹Grunar að Ljóður sé aukaegó Kífinns›

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/11/09 09:38

Þakka þér fyrir, þettta er lof yfir meðallagi.
Nei, mitt aukaegó byrjar á öðrum staf og inniheldur fleiri.

En leikurinn heldur víst áfram (partur):

Alltaf laga eitthvað má
að því hagur margra sveigir.
Lokar dagur ljjósri brá,
lokkafagurt höfuð beygir.

Ætti að reynast snúin. Fyrsta vísbending kemur eftir sjóferð (viku)

Takk fyrir áheyrnina.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 17/11/09 11:35

Snúið já...nýrómantík um aldamótin...Guðmundur skólaskáld Guðmundsson?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 17/11/09 21:57

Ekki er það svo gott nei.
Enda segir á innanverðri kápu að enginn geri sér betur grein fyrir því hversu ómerkileg ljóð þetta séu og aum en sjálfur höfundur. Og spyr maður sig vitanlega hvernig skuli á því standa að hann hafi stuðlað að útgáfu þeirra. En óþekktari en margur reynist þessi millinafnslausi maður.

Takk fyrir áheyrnina.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 17/11/09 23:34

Kan tad være Kristján Jónsson?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 17/11/09 23:42

Þetta er snúið já. En skemmtilegt. Það ætti að vera hægt að leiða rök að því að Kífinn sé að spyrja um skáld, sem ekki er sérstaklega þekktur sem skáld, heldur eitthvað annað. Þar að auki er þetta undarlega lítillæti innan í bókarkápu ekki einkennandi fyrir nýliðnustu áratugi, svo að þetta getur varla verið Davíð Oddson.
Gæti þetta verið Sigurður Sigurðarson lyfsali?

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 19/11/09 12:44

Þessi vísa er nýhend. Þann hátt fann Sigurður Breiðfjörð, og orti rímur undir þeim hætti. Hins vegar virðist það ekki vera Sigurður Breiðfjörð
samkvæmt svari Kífins. Hvenær byrjuðu útgefendur að prenta umsagnir innan á kápur bóka og hvenær hættu þeir því?
Þetta gæti verið einhver höfundur sem hefur safnað saman æviverki sínu í eina bók eins og algengt var eftir 1940.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 19/11/09 15:18

Já, en er ekki hringhenda hér með innrími í annarri kveðu. Þetta gæti sem best verið eftir Örn Arnarson sem hafði dálæti á þessum hætti?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 21/11/09 13:12

Ekki er hið rétta svar fram komið þó mér þyki giskin hingað til fróðleg nokk og skemmtileg. Þar sem ég ræ nú rétt utan við Mjóafjörð og horfi að hlíðinni þar sem reknar eru kindur í dag dettur mér þessi í hug:

Storma Gandi óður ár
yfir landið þeytti.
Gorma þandi Kjartan knár.
Krafti andans beitti.

Eftir sama höfund sem jafnframt gegndi öðrum störfum á sínu æviskeiði.

Takk fyrir áheyrnina.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 21/11/09 13:41

Nú spyr ég eins og bjáni, er það Mjóifjörður eystri sem er svo illa smalaður? (Það hlýtur að vera, þú tækir ekki svona til orða ef þú værir að fiska í Djúpinu)
Ég vissi að Seyðfirðingar væru ófærir um að smala Loðmundarfjörð sunnanverðan og Álftafjörðurinn væri fullur af fé, en er Mjófjörður virkilega líka loðinn af sauðfé um 20. nóvember?‹Leitar að smalaskónum og broddstafnum›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 21/11/09 13:59

Mér dettur í hug Magnús Hj. Magússon skáldið frá Þröm. Hann var að sögn mikill aðdándi Sigurðar Breiðfjörð. Þessar vísur
finnst mér Sigurðar Breiðfjarðarlegar. En ég hef ekki lesið ævisögu hans eftir Gunnar M. Magnúss., svo upplýsinar Kífins koma mér að litlu gagni. En samskvæmt GEGNI
lét hann prenta eftir sig "Rímur af Fjalla-Evindi". En auðvitað orti hann fleira.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 21/11/09 15:07

Valdimar Lárusson frá Krókatúni í Landssveit? Árnesingakórinn hefur sungið ljóð eftir hann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 21/11/09 20:20

Ljóður hefur getið upp á leikaranum, aðstoðarvarðstjóranum og skáldinu.
Jú Golíat, kindurnar voru reknar hér fyrir austan í dag ef þær voru ekki hreinlega í heilsubótargöngu. Ætli Fjalla-Eyvindi hefði ekki líkað ágætlega við svona sauðahjörð.

Takk fyrir áheyrnina.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 5/12/09 11:01

Afsakið biðina. Hef haft öðrum hnöppum að hneppa um hríð. Nú kemur erindi úr ljóði
...
enginn heima nema ég
á fóninum urrar armstrong á lægri nótunum
hinum megin veggjarins suðar klósettkassinn vinalega
...

Hver yrkir?

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 40, 41, 42 ... 60, 61, 62  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: