— GESTAPÓ —
Alrímskeðja
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
13/2/09 09:07

Þráður þessi er stofnaður í kjölfar umræðna um alrím á Skólastofunni.

Hér skal beita alrími - þ.e. samhljóða orð skulu látin ríma. Afar æskilegt er þó að þau orð sem látin eru alríma séu mismunandi merkingar. Ekki er skilyrði að alrím komi oftar en einu sinni fram í hverri vísu, ferskeytla þar sem 2. og 4. lína alríma en 1. og 3. lína ríma hefðbundnu rími væri t.a.m. lögleg. Ekki er skilyrði að orðin séu eins stafsett, t.d. mætti láta „neita“ ríma við „neyta“. Þetta er keðja, svo næsta yrkjanda ber að byrja á lokaorði vísu yrkjandans á undan. Háttur er frjáls - stuðlasetning hefðbundin.

Ég byrja á að henda fram afhendingu.

Það er eins gott að Ísland bráðum aura græði.
Svo að dýpstu sár þess græði.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/2/09 10:47

Græðgin hún er gömul skeið
sem gráðugir fylla alltof hratt
og hestur sem að hljóp á skeið
hundrað metra'og síðan datt.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
13/2/09 22:04

Dettandi, fallandi, hrapandi, hrynjandi
á helvítis bragprófum. Þetta ku víst sannað:
Ljóð hafa allt í senn, höfuðstaf, hrynjandi,
hljóðræna stuðla og alrím er víst bannað.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/2/09 22:14

Bannað var af mildri móður
mest að sitja tölvu við,
silakeppur sveittur, móður,
sagaði stóran haug af við.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
14/2/09 00:36

Við og þið og þið og við,
þú og ég og hann og hver.
Halldórs Laxness kvæðakver
ku ég skoða við og við.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/2/09 12:33

Þjóðin býsna þreytt er orðin
Þjáð og vart til lands hún sér.
Valdhöfum þá velur orðin
vond, en ekki handa sér.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
9/3/09 21:28

Sérstaklega svalt ég tel
(soldið gamaldags að vísu)
það að setja saman vel
samrímandi stuðlavísu.

(Ég lýsi eftir innleggi frá Blöndungi - þeim er mærði alrímið svo innilega á skólastofuþræðinum fyrir ekki alllöngu síðan.)

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 10/3/09 17:04

Vísu alríms vil ég að
vísu galdra hér, þó að
það sé aldrei að vita' að
einhver hendi gaman að.

(Púff, þetta er meira en að segja það, svona ef maður ætlar sér að yrkja alrímað.)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 18/3/09 16:07

Að yrkja bögu'er ýkja gott,
og það mörgum finnst gott,
En ekki þykir ofsa gott
að við ríma gott gott.

(Jemínírallraheilögustu…)

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 18/3/09 16:17

Kenndu mér að kyssa rétt.
krimmar fara fyrir rétt.
Smalað er í rollurétt.
réttir þjónn mér lambarétt.

Reyni þetta hver sem vill ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 15/11/09 17:22

Rétt er að oftar aldurhnignir látist
sigla yfir elfina látist
þó ungir sumir jafnan látist

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
16/11/09 00:57

Látist hefur ljótur kall,
lífið gafst á Pétri upp.
Pæla þarf nú prestakall:
Fer Pétur niður eða upp?

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: