— GESTAPÓ —
Hvaða raunheimsskáld orti?
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 39, 40, 41 ... 60, 61, 62  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 8/11/09 23:40

Matti Jokk?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 9/11/09 10:58

Nei ekki hann en heitur ertu...þetta er eftir mann sem er á milli Bjarna og Matta í tímanum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 9/11/09 23:05

Var þetta þá nokkuð Jónas sjálfur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 10/11/09 01:22

Ég held nú varla að Jónas hafi spáð fyrir um eigin dauðdaga langt fyrir aldur fram í Danmörku. E.t.v. Sigurður Breiðfjörð?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 10/11/09 13:58

Jónas var ekki svona frumlegur nei og ekki fjandvinur hans heldur hann Siggi úr Breiðafirði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/11/09 14:27

Gæti verið Grímur Thomsen.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 10/11/09 17:50

Gæti þetta verið Fjölnismaður, t.d. Gísli Konráðsson?

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 10/11/09 21:03

Já Grímur var það útvarpsstjóri góður! Þú kemur með eitthvað skemmtilegt handa okkur að velta vöngum yfir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 11/11/09 10:20

Hver orti svo um sjálfan sig?

Kvæði:

Aldrei brenni- bragða ég -vín
né bragi nenni´ að tóna.
Fellt hefur enn þá ást til mín
engin kvenpersóna.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 11/11/09 12:15

Stórvinur minn og Bakkusar, KN hefur slíkt gert.
Ennfremur orti hann:

Eins og Þór er þorstlátur,-
þar um frætt get rekka:
verða sjórinn þá mun þur,
þegar ég hætti að drekka.

Ég á þá víst leik:

Nú þyrla vindar haustsins hinztu blöðum
í hvíldarlausum dansi um freðna jörð,
og mýsnar leita líknar inni í hlöðum,
og loftsins ásýnd verður grá og hörð

Takk fyrir áheyrnina.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
11/11/09 13:19

Tómas Guð?

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 11/11/09 16:45

Nei, enda láðist mér að nefna að um þýðingu er að ræða....en hvort sem kemur fram (þýðandi ellegar skáldið) gef ég fullt hús stiga fyrir. (Nema ég sé að brjóta reglur og er þá hlutskipti mínu um sinn hér lokið.)

Takk fyrir áheyrnina.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 11/11/09 20:28

Getur verið að þetta hafi Jóhann Sigurjónsson ort á dönsku? Hver þýðandinn er, veit ég ekki. Nema þá að það sé einfaldlega Jóhann sjálfur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
11/11/09 21:20

Jón Helgason?

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 11/11/09 21:57

Svona til að giska á eitthvað þá giska ég á Guðberg Bergsson.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/11/09 00:13

hef ekki hugmynd en gaman að segja frá því að ég held aðBubbi hafi notað fyrstu línuna eða tilbrigði við hana í texta sem hét ábyggilega haust í Berlín eða eitthvað álíka.
þess vegna ætla ég að giska á þýskt skáld. en ég veit ekki hvaða þýska skáld hinsvegar.‹Starir þegjandi út í loftið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 12/11/09 12:43

Nei, en takk fyrir fróðleiksmolann Upprifinn. Þá er komið að fyrstu vísbendingu:
Skáldið er frá nýlenduveldi sem við stöndum í deilum við nú (og koma þá líklega tvö til greina) eða er deilunum lokið...ég þekki það ekki.
Skáldið ber fornafn og millinafn en eftirnafnið ku þekktast (hefst á 25. staf í rófi þess lands) og lifði hann bæði á 19. og 20. öldinni. Þýðandinn lagði sig í lima við að þýða erlend skáldin á vora tungu en hafði jafnframt ,,sívakandi áhuga á þjóðmálum og rás viðburðanna í heiminum" sem og kemur fram við lestur formála téðrar bókar .

Takk fyrir áheyrnina.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 12/11/09 19:07

Þetta er þýðing Magnúsar Ásgeirssonar og ég held að þetta sé írska skáldið William Butler Yeats?

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 39, 40, 41 ... 60, 61, 62  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: